Öryggi í upphafi skólaárs Ágúst Mogensen skrifar 2. september 2024 12:31 Nú þegar rútínan tekur yfir líf barnafjölskyldna og ungir vegfarendur taka að streyma út úr húsunum eldsnemma á morgnana með skólatöskur á bakinu, þurfum við sem setjumst upp í bílinn á morgnana og lendum oft í smá átökum við tímann að gæta sérstaklega að akstrinum og aðlagast haustumferðinni. Árið 2023 slösuðust 118 börn, fjórtán ára og yngri, í umferðinni á Íslandi en árið áður voru þau 120. Í 21 tilviki voru börn alvarlega slösuð. Það er því áríðandi að gera betur því hvert slys er einu of mikið. En hvað einkennir slys ungmenna og hverjar eru helstu hætturnar? Í fyrra slösuðust 60 börn á reiðhjólum-eða rafhlaupahjóli og 16 börn voru gangandi. Slysin urðu inn í hverfunum, á göngustígum og gangbrautum. Með þetta í huga er mikilvægt að fara yfir öryggisatriði í umferðinni. Fram undan er skammdegið og börnin verða á ferðinni við ýmiskonar veðuraðstæður. Umferð við skólanna Oft er mikil umferð við sjálfa skólalóðina þegar börnum er skutlað til og frá skóla. Við slíkar aðstæður er best að ökumenn aki hringakstur og þurfi aldrei að bakka. Þegar blandast saman þétt bílaumferð og gangandi vegfarendur er öruggast að ökumenn aki og horfi fram á veginn. Fyrstu dagana þurfa foreldrar að fylgja yngstu börnunum öruggustu leiðina og sneiða fram hjá allri tvísýnu. Þá ber að huga að því hvaða leið er öruggust? Hvar eru gangbrautir og undirgöng? Forðist leið meðfram eða yfir götur þar sem umferð er þung, hraði mikill og götulýsing er léleg. Hljóðlátir rafmagnsbílar Börnin læra að horfa og hlusta eftir umferð í umferðarskólanum en við þurfum líka að segja þeim að sumir rafmagnsbílar gefa ekki frá sér mikið hljóð og því má aldrei sleppa því að horfa. Ökumenn rafmagnsbíla þurfa vera meðvitaðir um að aðrir verða þeirra ekki eins varir. Þessu tengt skulum við reyna koma i veg fyrir að börn séu með tónlist i eyrunum á leið i skólanna. Það getur dregið úr athygli og skynjun á umhverfinu. Nú þarf að hægja á Virðum hámarkshraða, sérstaklega í 30 km/klst. hraða hverfunum. Þrjátíu kílómetra hámarkshraði í íbúðagötum og vistgötum er öryggisatriði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, þ.m.t. börn á leið í skóla. Lægri hraði eykur líkur á að ökumaður geti stýrt frá hættu eða hemlað, sem dregur úr meiðslum ef árekstur verður. Rannsóknir hafa sýnt að gangandi vegfarendur eiga ágætis möguleika að sleppa við alvarleg meiðsli ef hraði í árekstri er undir 30 km/klst. Sé hraðinn hærri aukast líkindi á alvarlegu slysi. Ungmenni á hraðferð á rafhlaupahjólum Enn ein áhættan sem bæst hefur við í umferðinni upp á síðkastið eru rafhlaupahjólin sem eru afar vinsæl hjá nývöknuðum unglingum og ungmennum á leið í skóla. Hraðinn á þessum tækjum getur náð um 25 km/klst. Ökumenn í morgunumferðinni, álíka nývaknaðir og unglingarnir, mega eiga von á þessum farartækjum á gangstéttum og á leið fyrir götur. Þegar líða tekur á haustið má búast við hálkublettum á morgnana og nauðsynlegt að allir fylgist vel með veðurspá. Ljós í myrkrinu Endurskinsmerki eru mjög gagnlegur öryggisbúnaður sem eykur sýnileika okkar í myrkrinu og allir ættu að vera með á veturna. Núna er rétti tíminn til þess að útvega sér endurskinsmerki því daginn er tekið að stytta og búast má við myrkri á morgnana í október. Ökumenn sjá endurskinið langt að og geta hægt á sér fyrr og dregið úr hættu á ákeyrslu. Víða er hægt að nálgast ókeypis endurskinsmerki, eins og hjá tryggingafélögum, og ættu börn og fullorðnir að verða sér úti um nokkur stykki. Þegar foreldrar fræða börn um umferðaröryggi eru þeir sjálfir í endurmenntun. Börnin eru mjög nösk að læra reglurnar og minna okkur á ef við gerum mistök. Hvað ungur nemur gamall temur, og öfugt. Höfundur er sérfræðingur i forvörnum hjá Verði tryggingum hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Slysavarnir Umferðaröryggi Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Nú þegar rútínan tekur yfir líf barnafjölskyldna og ungir vegfarendur taka að streyma út úr húsunum eldsnemma á morgnana með skólatöskur á bakinu, þurfum við sem setjumst upp í bílinn á morgnana og lendum oft í smá átökum við tímann að gæta sérstaklega að akstrinum og aðlagast haustumferðinni. Árið 2023 slösuðust 118 börn, fjórtán ára og yngri, í umferðinni á Íslandi en árið áður voru þau 120. Í 21 tilviki voru börn alvarlega slösuð. Það er því áríðandi að gera betur því hvert slys er einu of mikið. En hvað einkennir slys ungmenna og hverjar eru helstu hætturnar? Í fyrra slösuðust 60 börn á reiðhjólum-eða rafhlaupahjóli og 16 börn voru gangandi. Slysin urðu inn í hverfunum, á göngustígum og gangbrautum. Með þetta í huga er mikilvægt að fara yfir öryggisatriði í umferðinni. Fram undan er skammdegið og börnin verða á ferðinni við ýmiskonar veðuraðstæður. Umferð við skólanna Oft er mikil umferð við sjálfa skólalóðina þegar börnum er skutlað til og frá skóla. Við slíkar aðstæður er best að ökumenn aki hringakstur og þurfi aldrei að bakka. Þegar blandast saman þétt bílaumferð og gangandi vegfarendur er öruggast að ökumenn aki og horfi fram á veginn. Fyrstu dagana þurfa foreldrar að fylgja yngstu börnunum öruggustu leiðina og sneiða fram hjá allri tvísýnu. Þá ber að huga að því hvaða leið er öruggust? Hvar eru gangbrautir og undirgöng? Forðist leið meðfram eða yfir götur þar sem umferð er þung, hraði mikill og götulýsing er léleg. Hljóðlátir rafmagnsbílar Börnin læra að horfa og hlusta eftir umferð í umferðarskólanum en við þurfum líka að segja þeim að sumir rafmagnsbílar gefa ekki frá sér mikið hljóð og því má aldrei sleppa því að horfa. Ökumenn rafmagnsbíla þurfa vera meðvitaðir um að aðrir verða þeirra ekki eins varir. Þessu tengt skulum við reyna koma i veg fyrir að börn séu með tónlist i eyrunum á leið i skólanna. Það getur dregið úr athygli og skynjun á umhverfinu. Nú þarf að hægja á Virðum hámarkshraða, sérstaklega í 30 km/klst. hraða hverfunum. Þrjátíu kílómetra hámarkshraði í íbúðagötum og vistgötum er öryggisatriði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, þ.m.t. börn á leið í skóla. Lægri hraði eykur líkur á að ökumaður geti stýrt frá hættu eða hemlað, sem dregur úr meiðslum ef árekstur verður. Rannsóknir hafa sýnt að gangandi vegfarendur eiga ágætis möguleika að sleppa við alvarleg meiðsli ef hraði í árekstri er undir 30 km/klst. Sé hraðinn hærri aukast líkindi á alvarlegu slysi. Ungmenni á hraðferð á rafhlaupahjólum Enn ein áhættan sem bæst hefur við í umferðinni upp á síðkastið eru rafhlaupahjólin sem eru afar vinsæl hjá nývöknuðum unglingum og ungmennum á leið í skóla. Hraðinn á þessum tækjum getur náð um 25 km/klst. Ökumenn í morgunumferðinni, álíka nývaknaðir og unglingarnir, mega eiga von á þessum farartækjum á gangstéttum og á leið fyrir götur. Þegar líða tekur á haustið má búast við hálkublettum á morgnana og nauðsynlegt að allir fylgist vel með veðurspá. Ljós í myrkrinu Endurskinsmerki eru mjög gagnlegur öryggisbúnaður sem eykur sýnileika okkar í myrkrinu og allir ættu að vera með á veturna. Núna er rétti tíminn til þess að útvega sér endurskinsmerki því daginn er tekið að stytta og búast má við myrkri á morgnana í október. Ökumenn sjá endurskinið langt að og geta hægt á sér fyrr og dregið úr hættu á ákeyrslu. Víða er hægt að nálgast ókeypis endurskinsmerki, eins og hjá tryggingafélögum, og ættu börn og fullorðnir að verða sér úti um nokkur stykki. Þegar foreldrar fræða börn um umferðaröryggi eru þeir sjálfir í endurmenntun. Börnin eru mjög nösk að læra reglurnar og minna okkur á ef við gerum mistök. Hvað ungur nemur gamall temur, og öfugt. Höfundur er sérfræðingur i forvörnum hjá Verði tryggingum hf.
Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun
Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun
Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun