Fjöldinn allur af fólki kom saman til að heyra á grípandi tóna rapparans sem flutti nýjustu plötu sína Legend í leiknum í heild sinni ásamt öðrum smellum. Sjálfur segist hann elska Gamla Bíó og því kom ekkert annað til greina en að halda tónleikana þar.
Blaðamaður tók púlsinn á Árna sem segir helgina hafa verið magnaða.
„Þetta var ógeðslega gaman. Ég var að taka mörg þessum lögum af nýju plötunni í fyrsta skipti og það var alveg sturlað fá viðbrögðin beint frá crowdinu. Þau kunnu textana af lögunum, það er náttúrulega bara algjörlega tryllt.
Það var algjör plús að fá að gera þetta á afmælinu mínu. Ég er lítill afmæliskall í mér en crowdið tók upp á því á laugardeginum að syngja afmælissönginn eftir fyrsta lagið sem var bara stemning. Þetta var bara viðbjóðslega gaman og viðtökurnar við plötunni hafa farið framar mínum stærstu vonum. Ég er mjög stoltur af þessu verki,“ segir rapparinn.
Meðal gesta var myndlistarmaðurinn Elli Egillson sem Herra Hnetusmjör skírði lag eftir. Í textanum segir: „Ég set búnt á skenkinn, Elli Egils á vegginn“ og tóku tónleikagestir undir hátt og snjallt þegar hann flutti lagið.
Hér má sjá vel valdar myndir frá tónleikunum:










Myndlistarmaðurinn Elli Egils var einmitt viðmælandi í fyrra í Vísis þáttunum Kúnst ásamt föður sínum Agli Eðvarðssyni. Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan:
Hér má hlusta á nýju plötu Herra Hnetusmjörs, Legend í leiknum, á streymisveitunni Spotify.