„Ég held að við höfum öll sofnað á verðinum“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. september 2024 20:25 Elísabet Brekkan telur að gera þurfi mun betur í að kenna innflytjendum íslensku og fyrirtækin þurfi að taka ábyrgð. Kennari með áratugareynslu af íslenskukennslu fyrir útlendinga segir þjóðina hafa sofnað á verðinum hvað varðar að kenna innflytjendum málið. Fyrirtækin í landinu þurfi að taka ábyrgð og Íslendingar þurfi líka að sýna útlendingum áhuga. Innflytjendum hefur hvergi fjölgað meira hlutfallslega miðað við íbúafjölda en á Íslandi meðal allra ríkja OECD. Hlutfall innflytjenda frá Evrópska efnahagssvæðinu er sömuleiðis hvergi hærra en á Íslandi. Sjá einnig: Íslendingar eiga met í fjölgun útlendinga Elísabet Brekkan hefur kennt útlendingum íslensku í rúm 40 ár. Hún ræddi um stöðu íslenskukennslu fyrir innflytjendur við Erlu Björgu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fyrirtækin verði að taka meiri ábyrgð „Þetta hefur breyst alveg rosalega mikið af því það er svo ofboðslega mikið af fólki sem fer beint að vinna. Svo er líka afstaðan til þeirra að þú snýrð þér alltaf bara að útlendingnum og talar ensku við hann þó þetta sé ekki hans heimamál,“ segir Elísabet aðspurð hvaða máli íslenskukennsla skipti fyrir stöðu útlendinga. „Þetta skiptir rosalega miklu máli og fyrirtækin verða sjálf að taka ábyrgð,“ segir Elísabet. „Þetta hefur breyst rosalega mikið frá því að víetnömsku hóparnir komu 1979. Þetta er allt öðruvísi í dag. Þú sérð að það er verið að byggja steinhallir út um allt og það eru allt Pólverjar og Litháar sem eru að vinna þar.“ Alltof lítið samneyti milli Íslendinga og útlendinga Elísabet telur fyrirtækin þurfa að gera meira í að kenna starfsfólki sínu málið. Heldurðu að það sé áhugi hjá þessu fólki á að læra tungumálið? „Það er jafn mismunandi eins og þeir eru margir og við verðum líka að sýna þeim áhuga. Því miður er alltof lítið samneyti. Fyrir svo utan að ég er að kenna krökkum líka og ég fer út í frímínútur og þá eru sauðíslenskir krakkar að tala ensku saman. Hvað er að gerast?“ Er eitthvað sem við þurfum að gera til að gera þetta aðgengilegra? „Mér fyndist til dæmis að fyrirtæki eins og Bónus eða Krónan ættu að fá einhvern til að koma inn í fyrirtækið og segja „Þetta er orðaforðinn sem væri eðlilegt að þeir hefðu.“ Þarf ekki að vera mikið,“ segir hún. Læra þá á vinnutíma? „Á vinnutíma já, byrja þar,“ segir Elísabet og bætir við „Það er óþolandi að fara út á land á Íslandi og panta hamborgara og það er enginn sem skilur þegar þú talar íslensku.“ Hver ber ábyrgðina? „Hver ber ábyrgðina? Nú ætla ég ekki að segja eitthvað eitt nafn. Ég held að við höfum öll sofnað á verðinum af því þetta gerðist allt svo ofboðslega hratt,“ segir Elísabet. Endurvekja þurfi Sumarskólann „Ég er búin að vera í þessum bransa mjög lengi. Þannig var að Námsflokkar Reykjavíkur, Rauði krossinn og Reykjavíkurborg hélt hér úti alveg stórkostlegri starfsemi sem hét Sumarskólinn. Hann var starfræktur í sextán ár og ég vann þar í fjórtán ár. „Þar var hver einasti útlenski krakki, mömmur og jafnvel ömmur og líka pabbar sem voru ekkert margir, allan daginn í heilan mánuð. Árangurinn var svakalegur því ég fylgdist með mörgum krökkum sem fóru út í skólana sem höfðu fengið þetta start,“ segir Elísabet. „Orðaforðakennslu í fyrirtækin! Það er ekki nóg að kunna að segja Viltu poka,“ segir hún að lokum. Innflytjendamál Íslensk tunga Vinnumarkaður Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Sjá meira
Innflytjendum hefur hvergi fjölgað meira hlutfallslega miðað við íbúafjölda en á Íslandi meðal allra ríkja OECD. Hlutfall innflytjenda frá Evrópska efnahagssvæðinu er sömuleiðis hvergi hærra en á Íslandi. Sjá einnig: Íslendingar eiga met í fjölgun útlendinga Elísabet Brekkan hefur kennt útlendingum íslensku í rúm 40 ár. Hún ræddi um stöðu íslenskukennslu fyrir innflytjendur við Erlu Björgu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fyrirtækin verði að taka meiri ábyrgð „Þetta hefur breyst alveg rosalega mikið af því það er svo ofboðslega mikið af fólki sem fer beint að vinna. Svo er líka afstaðan til þeirra að þú snýrð þér alltaf bara að útlendingnum og talar ensku við hann þó þetta sé ekki hans heimamál,“ segir Elísabet aðspurð hvaða máli íslenskukennsla skipti fyrir stöðu útlendinga. „Þetta skiptir rosalega miklu máli og fyrirtækin verða sjálf að taka ábyrgð,“ segir Elísabet. „Þetta hefur breyst rosalega mikið frá því að víetnömsku hóparnir komu 1979. Þetta er allt öðruvísi í dag. Þú sérð að það er verið að byggja steinhallir út um allt og það eru allt Pólverjar og Litháar sem eru að vinna þar.“ Alltof lítið samneyti milli Íslendinga og útlendinga Elísabet telur fyrirtækin þurfa að gera meira í að kenna starfsfólki sínu málið. Heldurðu að það sé áhugi hjá þessu fólki á að læra tungumálið? „Það er jafn mismunandi eins og þeir eru margir og við verðum líka að sýna þeim áhuga. Því miður er alltof lítið samneyti. Fyrir svo utan að ég er að kenna krökkum líka og ég fer út í frímínútur og þá eru sauðíslenskir krakkar að tala ensku saman. Hvað er að gerast?“ Er eitthvað sem við þurfum að gera til að gera þetta aðgengilegra? „Mér fyndist til dæmis að fyrirtæki eins og Bónus eða Krónan ættu að fá einhvern til að koma inn í fyrirtækið og segja „Þetta er orðaforðinn sem væri eðlilegt að þeir hefðu.“ Þarf ekki að vera mikið,“ segir hún. Læra þá á vinnutíma? „Á vinnutíma já, byrja þar,“ segir Elísabet og bætir við „Það er óþolandi að fara út á land á Íslandi og panta hamborgara og það er enginn sem skilur þegar þú talar íslensku.“ Hver ber ábyrgðina? „Hver ber ábyrgðina? Nú ætla ég ekki að segja eitthvað eitt nafn. Ég held að við höfum öll sofnað á verðinum af því þetta gerðist allt svo ofboðslega hratt,“ segir Elísabet. Endurvekja þurfi Sumarskólann „Ég er búin að vera í þessum bransa mjög lengi. Þannig var að Námsflokkar Reykjavíkur, Rauði krossinn og Reykjavíkurborg hélt hér úti alveg stórkostlegri starfsemi sem hét Sumarskólinn. Hann var starfræktur í sextán ár og ég vann þar í fjórtán ár. „Þar var hver einasti útlenski krakki, mömmur og jafnvel ömmur og líka pabbar sem voru ekkert margir, allan daginn í heilan mánuð. Árangurinn var svakalegur því ég fylgdist með mörgum krökkum sem fóru út í skólana sem höfðu fengið þetta start,“ segir Elísabet. „Orðaforðakennslu í fyrirtækin! Það er ekki nóg að kunna að segja Viltu poka,“ segir hún að lokum.
Innflytjendamál Íslensk tunga Vinnumarkaður Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Sjá meira