England loks tekið úr handbremsu: „Leikmenn eiga allt hrós skilið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2024 23:01 Anthony Gordon, Declan Rice og Lee Carsley. Michael Regan/Getty Images England lagði lærisveina Heimis Hallgrímssonar hjá Írlandi 2-0 með mörkum tveimur fyrrverandi leikmanna yngri landsliða Íra, þeim Declan Rice og Jack Grealish. Sérfræðingar eru á því að nýr þjálfari Englands hafi tekið liðið úr handbremsu. Sigurinn var einkar sannfærandi en þó liðið hafi aðeins skorað tvö mörk þá sköpuðu lærisveinar Lee Carsley sér urmul færa. Eitthvað sem liðið hafði ekki gert undir stjórn forvera hans, Gareth Southgate. Alls átti liðið 16 skot, þar af 9 á markið. Ofan á það spilaði það blússandi sóknarbolta, eitthvað sem vantaði á Evrópumótinu í sumar að mati sérfræðinga breska ríkisútvarpsins, BBC. Það vakti athygli margra að Trent Alexander-Arnold var loks stillt upp í hægri bakverði hjá Englandi. Þó svo hann spili eingöngu þá stöðu með Liverpool hafði hann ekki byrjað landsleik í þeirri stöðu í fjögur ár. Skapaði hann tvö af færunum sextán. Þó liðið hafi farið alla leið í úrslit á EM, annað Evrópumótið i röð, þá var spilamennskan heldur þurr og leiðinleg. Það var allt annað upp á teningnum í Dublin á laugardag. Liðið sótti á mörgum mönnum léku þeir Anthony Gordon og Bukayo Saka á alls oddi á meðan Harry Kane var síógnandi sem fremsti maður. Gordon sjálfur sagði í viðtali nýverið að liðið hefði þurft á meiri sköpunargleði að halda í sumar. Það er leyfi til að skapa og sýna meira inn á vellinum. Það fengu þeir gegn Írlandi í því sem var kallað „Cars-bolti“ en Carsley vildi alls ekki taka undir það. „Allavega alls ekki það. Það eru leikmennirnir sem eru nægilega færir til að taka á móti boltanum í litlum svæðum og spila honum áfram. Þeir eiga allt hrós skilið.“ Paul Robinson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englands og einn af sérfræðingum BBC, vildi þó gefa Carsley hrós fyrir að leyfa leikmönnum að njóta sín. „Það sem við sáum í fyrri hálfleik var allt annað landslið. Handbremsan var tekin af og við viljum sjá meira af því sama.“ England, sem leikur í B-deild Þjóðadeildarinnar eftir fall undir stjórn Southgate, mætir Finnlandi á þriðjudaginn kemur. Leikurinn verður í beinni útsendingu Vodafone Sport. Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Sigurinn var einkar sannfærandi en þó liðið hafi aðeins skorað tvö mörk þá sköpuðu lærisveinar Lee Carsley sér urmul færa. Eitthvað sem liðið hafði ekki gert undir stjórn forvera hans, Gareth Southgate. Alls átti liðið 16 skot, þar af 9 á markið. Ofan á það spilaði það blússandi sóknarbolta, eitthvað sem vantaði á Evrópumótinu í sumar að mati sérfræðinga breska ríkisútvarpsins, BBC. Það vakti athygli margra að Trent Alexander-Arnold var loks stillt upp í hægri bakverði hjá Englandi. Þó svo hann spili eingöngu þá stöðu með Liverpool hafði hann ekki byrjað landsleik í þeirri stöðu í fjögur ár. Skapaði hann tvö af færunum sextán. Þó liðið hafi farið alla leið í úrslit á EM, annað Evrópumótið i röð, þá var spilamennskan heldur þurr og leiðinleg. Það var allt annað upp á teningnum í Dublin á laugardag. Liðið sótti á mörgum mönnum léku þeir Anthony Gordon og Bukayo Saka á alls oddi á meðan Harry Kane var síógnandi sem fremsti maður. Gordon sjálfur sagði í viðtali nýverið að liðið hefði þurft á meiri sköpunargleði að halda í sumar. Það er leyfi til að skapa og sýna meira inn á vellinum. Það fengu þeir gegn Írlandi í því sem var kallað „Cars-bolti“ en Carsley vildi alls ekki taka undir það. „Allavega alls ekki það. Það eru leikmennirnir sem eru nægilega færir til að taka á móti boltanum í litlum svæðum og spila honum áfram. Þeir eiga allt hrós skilið.“ Paul Robinson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englands og einn af sérfræðingum BBC, vildi þó gefa Carsley hrós fyrir að leyfa leikmönnum að njóta sín. „Það sem við sáum í fyrri hálfleik var allt annað landslið. Handbremsan var tekin af og við viljum sjá meira af því sama.“ England, sem leikur í B-deild Þjóðadeildarinnar eftir fall undir stjórn Southgate, mætir Finnlandi á þriðjudaginn kemur. Leikurinn verður í beinni útsendingu Vodafone Sport.
Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira