Sigurborg Katla stóð í marki Víkings eins og oftast í sumar en yngri systir hennar, Þórdís Embla, kom inn á sem varamaður undir lok leiksins.
Þetta var fyrsti leikur Þórdísar í efstu deild. Hún hafði verið ónotaður varamaður í fimm leikjum en kom nú inn á völlinn í fyrsta sinn.
Þær systur náðu því að spila saman í efstu deild áður en sú eldri, Katla, hélt upp á nítján ára afmælið sitt.
Katla er átján ára síðan í janúar en Þórdís Embla heldur upp á sautján ára afmælið sitt í nóvember.
Þórdís Embla var á láni hjá Fram í fyrrasumar og lék þá fimm leiki í Lengjudeildinni.
Katla er aðalmarkvörður Víkings annað sumarið í röð en í fyrra hjálpaði hún liðinu að vinna bæði Lengjudeildina og bikarmeistaratitilinn.