„Langar alltaf jafn mikið að vinna KR“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2024 10:01 Sölvi Geir hefur háð marga baráttuna við KR-inga undanfarin ár. Vísir/Samsett Boltinn fer að rúlla á ný í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Íslandsmeistarar Víkings heimsækja KR. Gestirnir verða þó án þjálfara síns, sem er enn í leikbanni. Áfram mun Sölvi Geir Ottesen halda í stjórnartaumana. Sölvi Geir kom til Íslands á þriðjudag eftir að hafa fylgt A-landsliðinu í leik þess í Tyrklandi. Hann er ef til vill sá maður sem vakti mesta athygli í nýafstöðnu landsleikjahléi en föst leikatriði, sem eru á hans könnu, skiluðu Íslandi öllum þremur mörkum þess í leikjunum tveimur við Svartfjallaland og Tyrkland. Sölvi getur þó lítið staldrað við það. Hann hefur sinnt æfingum Víkinga ásamt Arnari Gunnlaugssyni og öðrum í þjálfarateyminu síðustu daga. Víkingar fengu kærkomið frí á meðan landsleikjahléinu stóð eftir mikið álag vikurnar á undan þar sem Evrópuleikir og ferðalögin sem því fylgdu voru vikuleg samhliða keppni í Bestu deildinni. Menn eru spenntir fyrir því að komast aftur á völlinn en áfram verða Víkingar í fríi frá þjálfaranum Arnari, sem tekur út síðasta leik sinn í þriggja leikja banni. „Ég er kominn með smá reynslu af því að stýra liðinu, þetta er farið að verða heilt tímabil örugglega núna,“ segir Sölvi léttur. „En það er alltaf gaman að vera á hliðarlínunni og heiður að fá að vera á hliðarlínunni. Þá er maður nær leiknum.“ Gaman að takast á við Óskar Nokkrir hatrammir bardagar hafa verið háðir milli liðanna, til að mynda þegar þeim Kára Árnasyni, Halldóri Smára Sigurðarsyni og Sölva sjálfum var öllum vísað í sturtu með beint rautt spjald sumarið 2020. Árið eftir sauð allt upp úr undir lok leiks þar sem Kjartan Henry Finnbogason fékk reisupassann og í kjölfarið þriggja leikja bann. Óskar Hrafn Þorvaldsson er tekinn við í Vesturbæ.Vísir/Viktor Freyr Víkingar hafa hins vegar haft góð tök á Vesturbæingum allra síðustu ár og verður fróðlegt að sjá hvort nýr þjálfari KR, Óskar Hrafn Þorvaldsson, getur eitthvað gert til að breyta því. „Fyrir mér er KR alltaf KR. Mig langar alltaf jafn mikið að vinna KR-inga. Ég býst við hörkuleik. Óskar er kominn inn í þetta og er að reyna að koma sinni hugmyndafræði og fótbolta inn í KR-inga. Það sést aðeins en tekur sinn tíma fyrir nýjan þjálfara að koma því inn,“ segir Sölvi og bætir við: „Maður er farinn að sjá smá handbragð Óskars á KR og okkur hlakkar til að mæta þeim.“ Arnar hugsað sinn gang í skammarkróknum Arnar hefur ekki fengið að stýra Víkingum í rúman mánuð, frá því gegn Vestra 11. ágúst þar sem hann fékk að líta rautt spjald og var í kjölfarið dæmdur í þriggja leikja bann.vísir/Diego En er Sölvi ekkert farinn að sakna þess að hafa Arnar með sér á hliðarlínunni? „Það verður mjög gott að fá Arnar aftur á hliðarlínuna. Við erum náttúrulega bara eitt teymi og viljum hafa allt teymið í kringum okkur. Sama hvort það eru leikmenn eða þjálfarar, við viljum allir vera saman í þessu. Það verður gott að fá Arnar til baka.“ Og halda aftur af honum svo hann fari ekki aftur í bann? „Já, já. Hann hlýtur að vera búinn að læra af þessu núna. Hann er búinn að fá nokkra leiki til að hugsa sinn gang,“ segir Sölvi hlægjandi að lokum. Leikur KR og Víkings hefst klukkan 17:00 í dag og verður sérstakur styrktarleikur fyrir Alzheimer-samtökin. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Besta deild karla Víkingur Reykjavík KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Íslenski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira
Sölvi Geir kom til Íslands á þriðjudag eftir að hafa fylgt A-landsliðinu í leik þess í Tyrklandi. Hann er ef til vill sá maður sem vakti mesta athygli í nýafstöðnu landsleikjahléi en föst leikatriði, sem eru á hans könnu, skiluðu Íslandi öllum þremur mörkum þess í leikjunum tveimur við Svartfjallaland og Tyrkland. Sölvi getur þó lítið staldrað við það. Hann hefur sinnt æfingum Víkinga ásamt Arnari Gunnlaugssyni og öðrum í þjálfarateyminu síðustu daga. Víkingar fengu kærkomið frí á meðan landsleikjahléinu stóð eftir mikið álag vikurnar á undan þar sem Evrópuleikir og ferðalögin sem því fylgdu voru vikuleg samhliða keppni í Bestu deildinni. Menn eru spenntir fyrir því að komast aftur á völlinn en áfram verða Víkingar í fríi frá þjálfaranum Arnari, sem tekur út síðasta leik sinn í þriggja leikja banni. „Ég er kominn með smá reynslu af því að stýra liðinu, þetta er farið að verða heilt tímabil örugglega núna,“ segir Sölvi léttur. „En það er alltaf gaman að vera á hliðarlínunni og heiður að fá að vera á hliðarlínunni. Þá er maður nær leiknum.“ Gaman að takast á við Óskar Nokkrir hatrammir bardagar hafa verið háðir milli liðanna, til að mynda þegar þeim Kára Árnasyni, Halldóri Smára Sigurðarsyni og Sölva sjálfum var öllum vísað í sturtu með beint rautt spjald sumarið 2020. Árið eftir sauð allt upp úr undir lok leiks þar sem Kjartan Henry Finnbogason fékk reisupassann og í kjölfarið þriggja leikja bann. Óskar Hrafn Þorvaldsson er tekinn við í Vesturbæ.Vísir/Viktor Freyr Víkingar hafa hins vegar haft góð tök á Vesturbæingum allra síðustu ár og verður fróðlegt að sjá hvort nýr þjálfari KR, Óskar Hrafn Þorvaldsson, getur eitthvað gert til að breyta því. „Fyrir mér er KR alltaf KR. Mig langar alltaf jafn mikið að vinna KR-inga. Ég býst við hörkuleik. Óskar er kominn inn í þetta og er að reyna að koma sinni hugmyndafræði og fótbolta inn í KR-inga. Það sést aðeins en tekur sinn tíma fyrir nýjan þjálfara að koma því inn,“ segir Sölvi og bætir við: „Maður er farinn að sjá smá handbragð Óskars á KR og okkur hlakkar til að mæta þeim.“ Arnar hugsað sinn gang í skammarkróknum Arnar hefur ekki fengið að stýra Víkingum í rúman mánuð, frá því gegn Vestra 11. ágúst þar sem hann fékk að líta rautt spjald og var í kjölfarið dæmdur í þriggja leikja bann.vísir/Diego En er Sölvi ekkert farinn að sakna þess að hafa Arnar með sér á hliðarlínunni? „Það verður mjög gott að fá Arnar aftur á hliðarlínuna. Við erum náttúrulega bara eitt teymi og viljum hafa allt teymið í kringum okkur. Sama hvort það eru leikmenn eða þjálfarar, við viljum allir vera saman í þessu. Það verður gott að fá Arnar til baka.“ Og halda aftur af honum svo hann fari ekki aftur í bann? „Já, já. Hann hlýtur að vera búinn að læra af þessu núna. Hann er búinn að fá nokkra leiki til að hugsa sinn gang,“ segir Sölvi hlægjandi að lokum. Leikur KR og Víkings hefst klukkan 17:00 í dag og verður sérstakur styrktarleikur fyrir Alzheimer-samtökin. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Íslenski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira