Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2024 22:37 Trump ræddi við blaðamenn í golfklúbbi sínum í Rancho Palos Verdes utan við Los Angeles í dag. AP/Jae C. Hong Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, hét því að vísa þúsundum löglegra haítískra innflytjenda frá einni tiltekinni borg í Ohio úr landi í dag. Hann virtist ruglaður í ríminu þegar hann sagðist ætla að senda fólki „aftur til Venesúela“. Haítískir innflytjendur í borginni Springfield í Ohio hafa verið mikið til umfjöllunar vestanhafs eftir að Trump og J.D. Vance, varaforsetaefni hans, tóku upp lygar fjarhægrimanna um að ólöglegir innflytjendur þar stælu og ætu gæludýr annarra borgarbúa. „Þeir eru að borða gæludýr þeirra sem búa þarna!“ sagði Trump í sjónvarskappræðum við Kamölu Harris á aðfararnótt miðvikudags. Enginn fótur er fyrir ásökununum og meirihluti þeirra Haítíbúa sem hafa sest að í Springfield eru þar löglega. Þrátt fyrir það hótaði Trump því að vísa haítískum íbúum borgarinnar úr landi og senda þá til lands sem þeir hafa engin tengsl við þegar hann ræddi við blaðamenn í Los Angeles í dag. „Við munum standa fyrir miklum brottvísunum frá Springfield í Ohio. Miklar brottvísanir. Við ætlum að koma þessu fólki burt. Við ætlum að senda það aftur til Venesúela,“ sagði fyrrverandi forsetinn sem virtist hafa gleymt því hvaðan fólkið var. Trump: We will do large deportations from Springfield, Ohio. Large deportations. We're going to get these people out. We’re bringing them back to Venezuela pic.twitter.com/41CdKtcmwq— Acyn (@Acyn) September 13, 2024 Hugsanlegt er að tveimur lygasögum hafi þar slegið saman í höfði Trump en hann hefur ítrekað logið því að venesúelanskt glæpagengi hafi „tekið yfir“ heila íbúðarblokk í Colorado og þvingað íbúa þar til þess að greiða því leigu. Yfirvöld þar hafa ítrekað að þrátt fyrir að glæpagengi hafi vissulega skotið upp kollinum þar eigi fullyrðingar um að það hafi tekið yfir blokk ekki við rök að styðjast. „Það verður að hætta“ Borgaryfirvöld og lögreglan í Springfield hefur margítrekað að ekkert sé hæft í fullyrðingum Trump og bandamanna hans um meint gæludýraát haítískra innflytjenda í borginni í vikunni. Þau hafa nú einnig þurft að glíma við röð hótanna sem leiddu meðal annars til þes að þrír skólar voru annað hvort rýmdir eða lokað tímabundið. Joe Biden Bandaríkjaforseti fordæmdi árásir Trump og félaga á hatítíska innflytjendasamfélagið í dag. Leiðtogar þess hafa sagt ummæli Trump geta stefnt lífi fólks í hættu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þetta verður að hætta, það sem hann er að gera. Það verður að hætta,“ sagði Biden. Trump hefur boðað stórfelldar brottvísanir fólks sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum nái hann kjöri, jafnvel tugi milljóna manna. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Haítí Venesúela Innflytjendamál Gæludýr Tengdar fréttir Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Eitt umtalaðasta atvikið frá kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum í gærnótt er samsæriskenning Donald Trump um gæludýraát innflytjenda. Frekari upplýsingar hafa nú komið fram um meint dýraát, sem forsetinn fyrrverandi byggði kenningu sína á. 11. september 2024 23:44 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Haítískir innflytjendur í borginni Springfield í Ohio hafa verið mikið til umfjöllunar vestanhafs eftir að Trump og J.D. Vance, varaforsetaefni hans, tóku upp lygar fjarhægrimanna um að ólöglegir innflytjendur þar stælu og ætu gæludýr annarra borgarbúa. „Þeir eru að borða gæludýr þeirra sem búa þarna!“ sagði Trump í sjónvarskappræðum við Kamölu Harris á aðfararnótt miðvikudags. Enginn fótur er fyrir ásökununum og meirihluti þeirra Haítíbúa sem hafa sest að í Springfield eru þar löglega. Þrátt fyrir það hótaði Trump því að vísa haítískum íbúum borgarinnar úr landi og senda þá til lands sem þeir hafa engin tengsl við þegar hann ræddi við blaðamenn í Los Angeles í dag. „Við munum standa fyrir miklum brottvísunum frá Springfield í Ohio. Miklar brottvísanir. Við ætlum að koma þessu fólki burt. Við ætlum að senda það aftur til Venesúela,“ sagði fyrrverandi forsetinn sem virtist hafa gleymt því hvaðan fólkið var. Trump: We will do large deportations from Springfield, Ohio. Large deportations. We're going to get these people out. We’re bringing them back to Venezuela pic.twitter.com/41CdKtcmwq— Acyn (@Acyn) September 13, 2024 Hugsanlegt er að tveimur lygasögum hafi þar slegið saman í höfði Trump en hann hefur ítrekað logið því að venesúelanskt glæpagengi hafi „tekið yfir“ heila íbúðarblokk í Colorado og þvingað íbúa þar til þess að greiða því leigu. Yfirvöld þar hafa ítrekað að þrátt fyrir að glæpagengi hafi vissulega skotið upp kollinum þar eigi fullyrðingar um að það hafi tekið yfir blokk ekki við rök að styðjast. „Það verður að hætta“ Borgaryfirvöld og lögreglan í Springfield hefur margítrekað að ekkert sé hæft í fullyrðingum Trump og bandamanna hans um meint gæludýraát haítískra innflytjenda í borginni í vikunni. Þau hafa nú einnig þurft að glíma við röð hótanna sem leiddu meðal annars til þes að þrír skólar voru annað hvort rýmdir eða lokað tímabundið. Joe Biden Bandaríkjaforseti fordæmdi árásir Trump og félaga á hatítíska innflytjendasamfélagið í dag. Leiðtogar þess hafa sagt ummæli Trump geta stefnt lífi fólks í hættu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þetta verður að hætta, það sem hann er að gera. Það verður að hætta,“ sagði Biden. Trump hefur boðað stórfelldar brottvísanir fólks sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum nái hann kjöri, jafnvel tugi milljóna manna.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Haítí Venesúela Innflytjendamál Gæludýr Tengdar fréttir Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Eitt umtalaðasta atvikið frá kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum í gærnótt er samsæriskenning Donald Trump um gæludýraát innflytjenda. Frekari upplýsingar hafa nú komið fram um meint dýraát, sem forsetinn fyrrverandi byggði kenningu sína á. 11. september 2024 23:44 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Eitt umtalaðasta atvikið frá kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum í gærnótt er samsæriskenning Donald Trump um gæludýraát innflytjenda. Frekari upplýsingar hafa nú komið fram um meint dýraát, sem forsetinn fyrrverandi byggði kenningu sína á. 11. september 2024 23:44