Gæsun Maríu Thelmu tók óvænta U-beygju Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 16. september 2024 14:31 María Thelma og Steinarr ganga í það heilaga 12. október næstkomandi. Vinkonur leikkonunnar Maríu Thelmu Smáradóttur komu henni verulega á óvart liðna helgi með skemmtilegum gæsunardegi. María birti myndir frá deginum á Instagram þar sem hún virðist hafa skemmt sér vel þrátt fyrir óvænta U-beygju á Læknavaktina. María Thelma og unnustu hennar Steinari Thors hnefaleikakappi munu ganga í það heilaga 12. október næstkomandi. Þau trúlofuðust í desember í fyrra á göngu um jólaþorpið í Hafnarfirði þegar Steinar skellti sér á skeljarnar. Dagurinn einkenndist af mikilli gleði og stemningu þar sem þær fóru meðal annars í Sky-Lagoon, fengu útrás í Skemmtigarðinum, fóru karíókí og gerðu vel við sig í mat og drykk. Allt eins og það á að vera. Úr reiðiherberginu á Læknavaktina Í Skemmtigarðinum fór hópurinn í svokallað reiðiherbergi (e. rage room) þar sem þær smössuðu ýmsa hluti með sleggju. Ein í hópnum meiddist á hendi og fékk skurð sem leit afar illa út í fyrstu. „Ég var rifin framúr af mínum nánustu kjarnakonum þar sem mér var skipað að pakka í sund- og pæjutösku. Ég lét ekki segja mér það tvisvar og ferðinni var rakleiðis haldið í Skylagoon og svo beint í bröns. Þar næst fórum við í Rage room og börðum frá okkur allt vit, þangað til að ein af okkur fékk skurð á hendina sem leit vægast sagt ekki vel út,“ segir María Thelma. „Í kjölfarið ákváðum við að kíkja á Læknavaktina og til allrar hamingju var um minniháttarskurð að ræða. Ferðinni var síðan haldið á karíókí bar og kvöldinu slúttað í mat, trúnói og samverustund. Just the way I like it! Ég er óendanlega þakklát fyrir að eiga þetta ríkidæmi sem mínar vinkonur eru. Ég óska þess heitast að okkar vinskapur eigi eftir að halda áfram að þróast og styrkjast um ókomna tíð. Nú er ekkert eftir en að giftast þessum gaur.“ View this post on Instagram A post shared by MARÍA THELMA (@mariathelma93) María Thelma útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands árið 2016. Síðan þá hefur hún meðal annars leikið í Föngum, Ófærð og kvikmyndinni Arctic þar sem hún lék á móti Mads Mikkelsen. Hún og unnusti hennar, Steinar Thors, byrjuðu saman árið 2022. Steinar hefur getið sér gott orð sem hnefaleikakappi, ásamt því að starfa sem viðskiptastjóri hjá Valitor. Þá hefur hann tekið að sér hin ýmsu hlutverk sem áhættuleikari. Steinar á einn son úr fyrra sambandi. Ástin og lífið Mest lesið Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Sjá meira
María Thelma og unnustu hennar Steinari Thors hnefaleikakappi munu ganga í það heilaga 12. október næstkomandi. Þau trúlofuðust í desember í fyrra á göngu um jólaþorpið í Hafnarfirði þegar Steinar skellti sér á skeljarnar. Dagurinn einkenndist af mikilli gleði og stemningu þar sem þær fóru meðal annars í Sky-Lagoon, fengu útrás í Skemmtigarðinum, fóru karíókí og gerðu vel við sig í mat og drykk. Allt eins og það á að vera. Úr reiðiherberginu á Læknavaktina Í Skemmtigarðinum fór hópurinn í svokallað reiðiherbergi (e. rage room) þar sem þær smössuðu ýmsa hluti með sleggju. Ein í hópnum meiddist á hendi og fékk skurð sem leit afar illa út í fyrstu. „Ég var rifin framúr af mínum nánustu kjarnakonum þar sem mér var skipað að pakka í sund- og pæjutösku. Ég lét ekki segja mér það tvisvar og ferðinni var rakleiðis haldið í Skylagoon og svo beint í bröns. Þar næst fórum við í Rage room og börðum frá okkur allt vit, þangað til að ein af okkur fékk skurð á hendina sem leit vægast sagt ekki vel út,“ segir María Thelma. „Í kjölfarið ákváðum við að kíkja á Læknavaktina og til allrar hamingju var um minniháttarskurð að ræða. Ferðinni var síðan haldið á karíókí bar og kvöldinu slúttað í mat, trúnói og samverustund. Just the way I like it! Ég er óendanlega þakklát fyrir að eiga þetta ríkidæmi sem mínar vinkonur eru. Ég óska þess heitast að okkar vinskapur eigi eftir að halda áfram að þróast og styrkjast um ókomna tíð. Nú er ekkert eftir en að giftast þessum gaur.“ View this post on Instagram A post shared by MARÍA THELMA (@mariathelma93) María Thelma útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands árið 2016. Síðan þá hefur hún meðal annars leikið í Föngum, Ófærð og kvikmyndinni Arctic þar sem hún lék á móti Mads Mikkelsen. Hún og unnusti hennar, Steinar Thors, byrjuðu saman árið 2022. Steinar hefur getið sér gott orð sem hnefaleikakappi, ásamt því að starfa sem viðskiptastjóri hjá Valitor. Þá hefur hann tekið að sér hin ýmsu hlutverk sem áhættuleikari. Steinar á einn son úr fyrra sambandi.
Ástin og lífið Mest lesið Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Sjá meira