Um ferðaþjónustu og ADHD Nanný Arna Guðmundsdóttir skrifar 16. september 2024 14:01 Við lestur fréttamiðla undanfarna daga má ætla að stærsta vandamál þjóðarinnar (fyrir utan ofurvexti) sé íslensk ferðaþjónusta og fólk með ADHD eða aðrar greiningar (aðalega drengir samt) Vandi Íslenskrar ferðaþjónustu virðist aðalega snúast um hver má keyra hvaða farartæki og hver má leiðsegja í söguferðum (með tilliti til menntunar og móðurmáls), eins og það sé eina tegund ferðaþjónustu á Íslandi. ADHD er kostnaðarsamt ofgreint vandamál sem við verðum að leysa, helst lækna. Umræðan um þessi tvö mál umhverfast um vandamál og ásakanir í stað þess að velta upp tækifærum og lausnum. Í mínu litla ferðaþjónustufyrirtæki unnu 33 einstaklingar yfir sumarvertíðina, flest allir með ADHD með eða án ofvirkni, lesblindu eða aðrar greiningar. Allt frábærir starfsmenn sem búa yfir innri styrk, þrautseigju og víðsýni. Þau búa öll yfir hæfuleikum sem henta vel í ferðaþjónustu, þau eru orkumikil, þeim finnst gaman að vera úti að leika, þau eru lausnamiðuð, það sem vekur áhuga þeirra muna þau í smáatriðum og þeim er allveg sama þó að vinnudagurinn þróist í allt aðar átt en excel skjalið sagði til eða að tímalína verkefna líti meira út eins og hjartalínurit en bein lína. Þessi litli hópur starfsmanna í ferðaþjónustu er með alskonar menntun sem þau hafa valið út frá áhugasviði sínu, masterspróf í náttúruvísindum, nám í fjallaleiðsögn, útinám úr lýðskóla, skipstjórnarnám, kennaranám og allskonar iðnám. Og já sumir í hópnum eru með annað móðurmál en íslensku, sem hindar þau ekki í að taka þátt í samfélagslegum verkefnum. Umræða um ferðaþjónustu snýst oftast um skort á fagmennsku, græðgi og útlendingana sem þekkja ekkert til Gísla Súrsonar eða Njálsbrennu. Það á sér sjálfsagt einhverja stoð, en ferðaþjónusta á Íslandi er svo miklu meira en það. Afþreyingarferðamennska er stór á Íslandi, enda eigum við náttúru sem kallar á alskonar útileiki. Þessháttar ferðamennska er samt ekki bara leikur, hún krefst fagmennsku, þekkingar og reynslu. Og þá erum við komin að fléttunni í þessari langloku. Á sama tíma og við skrifum greinar um greiningu, dæsum yfir börnunum sem passa ekki í skólakerfið og verða aldrei skrauthattar við skrifborð, er aðgengi að "öðruvísi" menntun skert. Ákvörðun barna og menntamálaráðherra um að hætta fjármögnun á sérstöku námi í fjallaleiðsögn við FAS er svo lýsandi fyrir skilningsleysi á þörfum samfélagsins fyrir alskonar menntun, fyrir alskonar fólk sem býr til þjóðartekjur sem nýtast í alskonar. Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem þarf að hlúa að með fagmennsku að vopni. Hún snýst ekki um excel skjöl eða fjölbreyttar skrifstofur. Hún er útivera, íslenskt veður, plan a-b-c-og -d, hún er valdeflandi, gefandi og ágætlega launuð. (Allavegana betur launuð en starf í þjónustuveri bankanna) Hún er frábær starfsvettvangur fyrir skapandi, líflegt, orkumikið fólk sem hefur gaman af því að tala, elskar að sökkva sér niður í smáatriði og sér umhverfið sitt í þrívídd, samhverfum myndum og mynstrum. Nám í Fjallamennsku við FAS er sérhæft nám í fjallamennsku sem tekur tvær annir og lýkur á 2. hæfniþrepi. Náminu er ætlað að auka hæfni nemenda til að ferðast um fjalllendi og óbyggðir á Íslandi. Námið hefst á 60 eininga grunnnámi með áherslu á jöklaleiðsögn og síðan er boðið upp á 60 eininga framhaldsnám með áherlsu á fjallaleiðsögn og fjallamennsku. Námið samanstendur af verkelegum vettvangsáföngum og bóklegu fjarnámi og hentar því einstaklega vel fyrir nemendur með búsetu um allt land. Nemendur sem ljúka náminu fá réttindi innan fagfélagsins íslenskra fjallaleiðsögumanna AIMG og viðurkennda þjálfun í fyrstu hjálp frá Landsbjörgu. Námið er það eina sinna tegundar á Íslandi og styður sannarlega við markmið nýrrar ferðamálastefnu um að upplifun gesta okkar af íslenskri ferðaþjónustu eigi að byggja á fagmennsku, gæðum og öryggi. Höfundur er framkvæmdastjóri Borea Adventures. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ADHD Ferðamennska á Íslandi Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Sjá meira
Við lestur fréttamiðla undanfarna daga má ætla að stærsta vandamál þjóðarinnar (fyrir utan ofurvexti) sé íslensk ferðaþjónusta og fólk með ADHD eða aðrar greiningar (aðalega drengir samt) Vandi Íslenskrar ferðaþjónustu virðist aðalega snúast um hver má keyra hvaða farartæki og hver má leiðsegja í söguferðum (með tilliti til menntunar og móðurmáls), eins og það sé eina tegund ferðaþjónustu á Íslandi. ADHD er kostnaðarsamt ofgreint vandamál sem við verðum að leysa, helst lækna. Umræðan um þessi tvö mál umhverfast um vandamál og ásakanir í stað þess að velta upp tækifærum og lausnum. Í mínu litla ferðaþjónustufyrirtæki unnu 33 einstaklingar yfir sumarvertíðina, flest allir með ADHD með eða án ofvirkni, lesblindu eða aðrar greiningar. Allt frábærir starfsmenn sem búa yfir innri styrk, þrautseigju og víðsýni. Þau búa öll yfir hæfuleikum sem henta vel í ferðaþjónustu, þau eru orkumikil, þeim finnst gaman að vera úti að leika, þau eru lausnamiðuð, það sem vekur áhuga þeirra muna þau í smáatriðum og þeim er allveg sama þó að vinnudagurinn þróist í allt aðar átt en excel skjalið sagði til eða að tímalína verkefna líti meira út eins og hjartalínurit en bein lína. Þessi litli hópur starfsmanna í ferðaþjónustu er með alskonar menntun sem þau hafa valið út frá áhugasviði sínu, masterspróf í náttúruvísindum, nám í fjallaleiðsögn, útinám úr lýðskóla, skipstjórnarnám, kennaranám og allskonar iðnám. Og já sumir í hópnum eru með annað móðurmál en íslensku, sem hindar þau ekki í að taka þátt í samfélagslegum verkefnum. Umræða um ferðaþjónustu snýst oftast um skort á fagmennsku, græðgi og útlendingana sem þekkja ekkert til Gísla Súrsonar eða Njálsbrennu. Það á sér sjálfsagt einhverja stoð, en ferðaþjónusta á Íslandi er svo miklu meira en það. Afþreyingarferðamennska er stór á Íslandi, enda eigum við náttúru sem kallar á alskonar útileiki. Þessháttar ferðamennska er samt ekki bara leikur, hún krefst fagmennsku, þekkingar og reynslu. Og þá erum við komin að fléttunni í þessari langloku. Á sama tíma og við skrifum greinar um greiningu, dæsum yfir börnunum sem passa ekki í skólakerfið og verða aldrei skrauthattar við skrifborð, er aðgengi að "öðruvísi" menntun skert. Ákvörðun barna og menntamálaráðherra um að hætta fjármögnun á sérstöku námi í fjallaleiðsögn við FAS er svo lýsandi fyrir skilningsleysi á þörfum samfélagsins fyrir alskonar menntun, fyrir alskonar fólk sem býr til þjóðartekjur sem nýtast í alskonar. Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem þarf að hlúa að með fagmennsku að vopni. Hún snýst ekki um excel skjöl eða fjölbreyttar skrifstofur. Hún er útivera, íslenskt veður, plan a-b-c-og -d, hún er valdeflandi, gefandi og ágætlega launuð. (Allavegana betur launuð en starf í þjónustuveri bankanna) Hún er frábær starfsvettvangur fyrir skapandi, líflegt, orkumikið fólk sem hefur gaman af því að tala, elskar að sökkva sér niður í smáatriði og sér umhverfið sitt í þrívídd, samhverfum myndum og mynstrum. Nám í Fjallamennsku við FAS er sérhæft nám í fjallamennsku sem tekur tvær annir og lýkur á 2. hæfniþrepi. Náminu er ætlað að auka hæfni nemenda til að ferðast um fjalllendi og óbyggðir á Íslandi. Námið hefst á 60 eininga grunnnámi með áherslu á jöklaleiðsögn og síðan er boðið upp á 60 eininga framhaldsnám með áherlsu á fjallaleiðsögn og fjallamennsku. Námið samanstendur af verkelegum vettvangsáföngum og bóklegu fjarnámi og hentar því einstaklega vel fyrir nemendur með búsetu um allt land. Nemendur sem ljúka náminu fá réttindi innan fagfélagsins íslenskra fjallaleiðsögumanna AIMG og viðurkennda þjálfun í fyrstu hjálp frá Landsbjörgu. Námið er það eina sinna tegundar á Íslandi og styður sannarlega við markmið nýrrar ferðamálastefnu um að upplifun gesta okkar af íslenskri ferðaþjónustu eigi að byggja á fagmennsku, gæðum og öryggi. Höfundur er framkvæmdastjóri Borea Adventures.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun