Þverár Amasonfljóts þorna upp sem aldrei fyrr Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2024 13:32 Maður gengur á sandgrynningu þar sem áin Madeira ætti að renna 10. september. Madeira er ein af stærri þverám Amasonfljótsins. Vísir/EPA Vatnsstaða í mörgum þverám Amasonfljóts er nú lægri en nokkru sinni hefur mælst áður af völdum langvarandi þurrks. Sumar ár sem voru áður siglanlegar hafa jafnvel þornað alveg upp. Fjöldi þorpa hefur einangrast því ekki er lengur hægt að sigla þangað. Náttúruvárstofnun Brasilíu segir að þurrkurinn sé sá ákafasti og víðfeðmasti sem um getur. Það sé sérstakt áhyggjuefni að hann eigi sér stað tiltölulega snemma á þurrkatímabili sem stendur alla jafna yfir frá júní til nóvember. Ástandið gæti því mögulega ekki skánað fyrr eftir fleiri mánuði. Solimões, ein helsta þverá Amasonfljóts, hefur aldrei mælst lægri við brasilíska bæinn Tabatinga við landamæri Kólumbíu. Áin Tefé, ein kvísl Solimões, var algerlega uppþornuð þegar fréttamaður Reuters flaug yfir á sunnudag. Tefé-vatn er einnig uppþornað. Fleiri en tvö hundruð ferskvatnshöfrungar drápust í miklum þurrki þar í fyrra. Þurrkurinn á vatnasviði Amason í fyrra var sá versti í mælingasögunni. Loftslagsvísindamenn komust að þeirri niðurstöðu að hnattræn hlýnun af völdum manna hefði margfaldað líkurnar á honum. Veðurfyrirbrigðið El niño átti einnig sinn þátt en því fylgir að jafnaði meiri hlýindi og þurrkur í Amasonskóginum en ella. Eyðing Amasonfrumskógarins getur einnig aukið á þurrkinn þar sem tré útgufun þeirra eykur raka í lofti. Þurrkurinn skapar aftur aðstæður við skógarelda sem ganga enn á skóginn. Erfiðlega gengur að koma nauðsynjum til íbúa sem búa við árnar. Brasilíska náttúruvárstofnunin segir að í fleiri en hundrað byggðarlögum hafi ekki regndropið fallið úr lofti í meira en 150 daga. „Við festum bát hérna og hann var fastur á þurru landi daginn eftir. Við höfum enga leið til þess að færa hann,“ segir Josué Oliveira, veiðimaður í Manacapuru við bakka Solimões, við breska ríkisútvarpið BBC. Loftslagsmál Brasilía Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Sjá meira
Náttúruvárstofnun Brasilíu segir að þurrkurinn sé sá ákafasti og víðfeðmasti sem um getur. Það sé sérstakt áhyggjuefni að hann eigi sér stað tiltölulega snemma á þurrkatímabili sem stendur alla jafna yfir frá júní til nóvember. Ástandið gæti því mögulega ekki skánað fyrr eftir fleiri mánuði. Solimões, ein helsta þverá Amasonfljóts, hefur aldrei mælst lægri við brasilíska bæinn Tabatinga við landamæri Kólumbíu. Áin Tefé, ein kvísl Solimões, var algerlega uppþornuð þegar fréttamaður Reuters flaug yfir á sunnudag. Tefé-vatn er einnig uppþornað. Fleiri en tvö hundruð ferskvatnshöfrungar drápust í miklum þurrki þar í fyrra. Þurrkurinn á vatnasviði Amason í fyrra var sá versti í mælingasögunni. Loftslagsvísindamenn komust að þeirri niðurstöðu að hnattræn hlýnun af völdum manna hefði margfaldað líkurnar á honum. Veðurfyrirbrigðið El niño átti einnig sinn þátt en því fylgir að jafnaði meiri hlýindi og þurrkur í Amasonskóginum en ella. Eyðing Amasonfrumskógarins getur einnig aukið á þurrkinn þar sem tré útgufun þeirra eykur raka í lofti. Þurrkurinn skapar aftur aðstæður við skógarelda sem ganga enn á skóginn. Erfiðlega gengur að koma nauðsynjum til íbúa sem búa við árnar. Brasilíska náttúruvárstofnunin segir að í fleiri en hundrað byggðarlögum hafi ekki regndropið fallið úr lofti í meira en 150 daga. „Við festum bát hérna og hann var fastur á þurru landi daginn eftir. Við höfum enga leið til þess að færa hann,“ segir Josué Oliveira, veiðimaður í Manacapuru við bakka Solimões, við breska ríkisútvarpið BBC.
Loftslagsmál Brasilía Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Sjá meira