Dansaðu vindur Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 19. september 2024 17:01 Á Íslandi er eftirspurnin eftir raforku mikil. Það er jákvætt að atvinnulífið sé svo blómlegt að umframeftirspurn hafi myndast en neikvætt ef stjórnvöld ná ekki að tryggja að af framkvæmdum verði vegna seinagangs í uppbyggingu á raforkukerfinu. Til mikils er að vinna svo hugmyndir og tækifæri renni ekki úr greipum okkar. Samkvæmt raforkuspá Landsnets eru líkur á viðvarandi orkuskorti hér á landi næstu árin. Staðan batnar með tilkomu nýrra virkjana sem búið er að ákveða að virkja samkvæmt rammaáætlun. Þeir virkjanakostir munu þó duga ekki til að mæta eftirspurn eftir raforku sem fer stigvaxandi með hverju árinu sem líður. Ekki hefur náðst tilhlýðilegur árangur í orkuöflun, þrátt fyrir það að staðan eins og hún birtist okkur hafi lengi blasað við. Auðvitað þarf að afla meiri orku, ýta undir að smærri virkjanakostir séu nýttir, að tryggja að vindurinn sé beislaður og svo einnig leita leiða til að nýta betur þá orku sem við höfum til skiptanna í dag. Olíubruni í bakgarðinum Að nýju verða skerðingar á afhendingu á raforku til fiskimjölsverksmiðja veruleiki okkar í vetur. Olíubruni í stað grænnar orku verður festur enn frekar í sessi. Með töluverðum afleiðingum fyrir umhverfið og efnahag þjóðarinnar. Í nafni umhverfis- og náttúruverndar hafa einstaklingar og hópar komið í veg fyrir frekari orkuöflun og virðast snúa blinda auganu að afleiðingar aðgerða þeirra kynda undir olíubruna í eigin bakgarði. Virkjum vindinn Skiptar skoðanir eru um nýtingu á vindinum til orkuöflunar. Sjálfri þykir mér augljóst að við verðum að virkja vindinn. Það má vel gera hóflega og skynsamlega um landið allt. Vindurinn nýtist vel á móti vatnsaflsvirkjunum til sveiflujöfnunar og á meðan vindur blæs á veturna er hægt að safna í lónin og bæta þannig vatnsbúskapinn. Orkumálin má flokka í marga undirflokka. Orkumálin eru efnahagsmál því á meðan við höfum ekki fulla getu til að fullnægja þörfum kerfisins með grænni orku eyðum við tugum milljarða af gjaldeyri þjóðarinnar í kaup á jarðefnaeldsneyti. Orkumálin eru líka umhverfismál því við vitum hver áhrif notkunar á jarðefnaeldsneyti er á náttúruna. Orkumálin eru byggðamál, því án tryggrar raforku munum við ekki ná að treysta byggð um allt land. Orkumálin eru og verða ennþá, lykilmál fyrir þjóðina. Fólk og fyrirtækin í landinu eiga að geta treyst því að stjórnvöld vinni í þágu heildarinnar. Það er stórt hagsmunamál okkar allra, grundvöllur að áframhaldandi lífsgæðasókn okkar, að orkuframleiðsla sé í vexti og mæti stórhuga framtíðarsýn fyrir Ísland. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Vindorka Orkumál Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er eftirspurnin eftir raforku mikil. Það er jákvætt að atvinnulífið sé svo blómlegt að umframeftirspurn hafi myndast en neikvætt ef stjórnvöld ná ekki að tryggja að af framkvæmdum verði vegna seinagangs í uppbyggingu á raforkukerfinu. Til mikils er að vinna svo hugmyndir og tækifæri renni ekki úr greipum okkar. Samkvæmt raforkuspá Landsnets eru líkur á viðvarandi orkuskorti hér á landi næstu árin. Staðan batnar með tilkomu nýrra virkjana sem búið er að ákveða að virkja samkvæmt rammaáætlun. Þeir virkjanakostir munu þó duga ekki til að mæta eftirspurn eftir raforku sem fer stigvaxandi með hverju árinu sem líður. Ekki hefur náðst tilhlýðilegur árangur í orkuöflun, þrátt fyrir það að staðan eins og hún birtist okkur hafi lengi blasað við. Auðvitað þarf að afla meiri orku, ýta undir að smærri virkjanakostir séu nýttir, að tryggja að vindurinn sé beislaður og svo einnig leita leiða til að nýta betur þá orku sem við höfum til skiptanna í dag. Olíubruni í bakgarðinum Að nýju verða skerðingar á afhendingu á raforku til fiskimjölsverksmiðja veruleiki okkar í vetur. Olíubruni í stað grænnar orku verður festur enn frekar í sessi. Með töluverðum afleiðingum fyrir umhverfið og efnahag þjóðarinnar. Í nafni umhverfis- og náttúruverndar hafa einstaklingar og hópar komið í veg fyrir frekari orkuöflun og virðast snúa blinda auganu að afleiðingar aðgerða þeirra kynda undir olíubruna í eigin bakgarði. Virkjum vindinn Skiptar skoðanir eru um nýtingu á vindinum til orkuöflunar. Sjálfri þykir mér augljóst að við verðum að virkja vindinn. Það má vel gera hóflega og skynsamlega um landið allt. Vindurinn nýtist vel á móti vatnsaflsvirkjunum til sveiflujöfnunar og á meðan vindur blæs á veturna er hægt að safna í lónin og bæta þannig vatnsbúskapinn. Orkumálin má flokka í marga undirflokka. Orkumálin eru efnahagsmál því á meðan við höfum ekki fulla getu til að fullnægja þörfum kerfisins með grænni orku eyðum við tugum milljarða af gjaldeyri þjóðarinnar í kaup á jarðefnaeldsneyti. Orkumálin eru líka umhverfismál því við vitum hver áhrif notkunar á jarðefnaeldsneyti er á náttúruna. Orkumálin eru byggðamál, því án tryggrar raforku munum við ekki ná að treysta byggð um allt land. Orkumálin eru og verða ennþá, lykilmál fyrir þjóðina. Fólk og fyrirtækin í landinu eiga að geta treyst því að stjórnvöld vinni í þágu heildarinnar. Það er stórt hagsmunamál okkar allra, grundvöllur að áframhaldandi lífsgæðasókn okkar, að orkuframleiðsla sé í vexti og mæti stórhuga framtíðarsýn fyrir Ísland. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson Skoðun