Segja má að fjörið verði á Vodafone Sport rásinni í allan dag og það hefst klukkan hálf tíu núna fyrir hádegi með þriðju og síðustu æfingum í Formúlu 1 fyrir tímatökurnar fyrir Singapúr kappakstur sunnudagsins.
Tímatökurnar hefjast klukkan eitt í dag og er engu logið þegar því er haldið fram að þær séu mjög svo mikilvægar fyrir þá ökumenn sem eru að berjast við toppinn bæði í stigakeppni ökuþóra sem og bílasmiða þar sem að erfitt getur reynst að taka fram úr á hinni snúnu kappakstursbraut Singapúr.
Seinna í dag á Vodafone Sport rásinni verður sýnt frá áhugaverðum Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta þar sem að Rhein Neckar Löwen og MT Melsungen mætast. Arnór Snær Óskarsson er á mála hjá Löwen en hjá Melsungen má finna Íslendingana Elvar Örn Jónsson og Arnar Frey Arnarsson. Leikur liðanna hefst klukkan fimm.
Deginum á Vodafone Sport rásinni lýkur svo með útsendingu frá leik Mariners og Rangers í MLB deildinni í hafnabolta klukkan ellefu.
Á Stöð 2 Sport 4 hefst bein útsending frá Queen City Championship mótinu á LPGA mótaröðinni í golfi klukkan fimm.