Jóhanna Margrét gerði sér lítið fyrir og skoraði sjö af mörkum Kristianstad í leiknum en um er að ræða fyrsta sigur liðsins í deildinni þetta tímabilið. Einnig var um að ræða fyrsta heimaleik liðsins á tímabilinu.
Íslenska valkyrjan fer því vel af stað hjá Kristianstad en hún gekk til liðs við liðið fyrir yfirstandandi tímabil frá liði Skara.
Jóhanna Margrét er hluti af landsliðshópi Íslands sem er í þann mund að fara halda til Tékklands þar sem liðið mun taka þátt á æfingarmóti sem er hluti af undirbúningi liðsins fyrir Evrópumótið sem fer fram í nóvember og desember í lok þessa árs. Hluti landsliðsins kom saman í dag og mun Jóhanna nú halda hingað til lands og koma til móts við landsliðið.