Vörpuðu líkum fram af húsþaki á Vesturbakkanum Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2024 21:08 Ísraelskir hermenn á húsþaki í Qabatiya þar sem fjórir menn voru felldir. AP/Majdi Mohammed Ísraelsher rannsakar nú hóp hermanna sem náðust á myndbandi kasta líkum Palestínumanna fram af húsþaki eftir rassíu á Vesturbakkanum. Meðferðin á líkunum stríðir gegn alþjóðalögum. Myndbandið var tekið í aðgerðum Ísraelshers í þorpinu Qabatiya nærri Jenín í gær. Eftir að hermennirnir hentu líkunum niður sást jarðýta á vegum hersins fjarlægja þau, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alþjóðalög kveða á um að herir séu skyldugir til þess að fara með lík fallinna óvina af virðingu. Í yfirlýsingu frá Ísraelsher kom fram að atvikið væri grafalvarlegt og að framferði hermannanna samræmdist ekki gildum og vætningum hersins til þeirra. Palestínumenn segja að sjö manns hafi fallið í hernaðaraðgerð Ísraela í Qabatiya. Ísraelsher segist hafa fellt fjóra vígamenn í skotbardaga. Þrír aðrir hafi verið drepnir í drónaárás á bíl. Einn þeirra sem voru felldir hafi leitt ótilgreindan hóp hryðjuverkamanna. Engin vígahópur hefur enn gert tilkalla til þeirra föllnu, að sögn AP-fréttastofunnar. Sjónarvottur segir BBC að hermenn hafi umkringt byggingu í þorpinu. Fjórir menn hafi flúið upp á þak en þar hafi þeir verið skotnir af leyniskyttum. Eftir að bardaginn var um garð genginn hafi ísraelskir hermenn varpað líkum mannanna niður af þakinu. Þeim hafi svo verið hlaðið í jarðýtuna. BBC segir að þremur líkum hafi verið kastað niður af þakinu en AP-fréttastofan segir þau hafa verið fjögur og byggir það á frásögn fréttamanns hennar sem var á staðnum og myndböndum sem náðust af atvikinu. Þrátt fyrir að nærri því ársgömul átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna hafi fyrst og fremst farið fram á Gasaströndinni hafa fleiri en 690 Palestínumenn fallið á Vesturbakkanum eftir árás Hamas á Ísrael 7. október. Ísraelsk yfirvöld segja að hertar aðgerðir á Vesturbakkanum séu til þess að fyrirbyggja frekari árásir vígamanna sem hafa þegar orðið 33 Ísraelum að bana. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Myndbandið var tekið í aðgerðum Ísraelshers í þorpinu Qabatiya nærri Jenín í gær. Eftir að hermennirnir hentu líkunum niður sást jarðýta á vegum hersins fjarlægja þau, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alþjóðalög kveða á um að herir séu skyldugir til þess að fara með lík fallinna óvina af virðingu. Í yfirlýsingu frá Ísraelsher kom fram að atvikið væri grafalvarlegt og að framferði hermannanna samræmdist ekki gildum og vætningum hersins til þeirra. Palestínumenn segja að sjö manns hafi fallið í hernaðaraðgerð Ísraela í Qabatiya. Ísraelsher segist hafa fellt fjóra vígamenn í skotbardaga. Þrír aðrir hafi verið drepnir í drónaárás á bíl. Einn þeirra sem voru felldir hafi leitt ótilgreindan hóp hryðjuverkamanna. Engin vígahópur hefur enn gert tilkalla til þeirra föllnu, að sögn AP-fréttastofunnar. Sjónarvottur segir BBC að hermenn hafi umkringt byggingu í þorpinu. Fjórir menn hafi flúið upp á þak en þar hafi þeir verið skotnir af leyniskyttum. Eftir að bardaginn var um garð genginn hafi ísraelskir hermenn varpað líkum mannanna niður af þakinu. Þeim hafi svo verið hlaðið í jarðýtuna. BBC segir að þremur líkum hafi verið kastað niður af þakinu en AP-fréttastofan segir þau hafa verið fjögur og byggir það á frásögn fréttamanns hennar sem var á staðnum og myndböndum sem náðust af atvikinu. Þrátt fyrir að nærri því ársgömul átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna hafi fyrst og fremst farið fram á Gasaströndinni hafa fleiri en 690 Palestínumenn fallið á Vesturbakkanum eftir árás Hamas á Ísrael 7. október. Ísraelsk yfirvöld segja að hertar aðgerðir á Vesturbakkanum séu til þess að fyrirbyggja frekari árásir vígamanna sem hafa þegar orðið 33 Ísraelum að bana.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira