Hafi rætt við Rúnar og Börk og allir jafn undrandi Valur Páll Eiríksson skrifar 24. september 2024 07:31 Rúnar Kristinsson var þjálfari erkifjenda Vals í KR um árabil en tók við Fram fyrir yfirstandandi leiktíð. Vísir / Hulda Margrét Formaður knattspyrnudeildar Fram furðar sig á sögusögnum þess efnis að Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs félagsins, hafi átt viðræður um að taka við liði Vals. Hann hafi rætt við kollega sinn hjá Val sem og Rúnar sjálfan og ekkert sé til í sögum þess efnis. Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar á Stöð 2 Sport og stjórnandi Gula spjaldsins, sagði í hlaðvarpinu í gær að Valsmenn hafi sett sig í samband við Rúnar um að taka við Hlíðarendafélaginu fyrir næstu leiktíð. Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar, sagði svipaða sögu í útsendingu Stöðvar 2 Sport frá leik Breiðabliks og ÍA í gærkvöld. Guðmundur kvaðst hafa rætt við Börk Edvardsson, formann knattspyrnudeildar Vals, vegna málsins. „Hann neitaði því að það hefðu átt sér stað einhver samskipti þar á milli. Það væri ekki í plönunum,“ sagði Gummi Ben af samskiptum sínum við Börk. Fótbolti.net hafði samband við Guðmund Torfason, formann knattspyrnudeildar Fram, vegna málsins. Guðmundur furðaði sig á orðrómunum. „Það er enginn fótur fyrir þessu,“ hefur Fótbolti.net eftir Guðmundi. Jafnframt segir í frétt miðilsins að Guðmundur hafi rætt við bæði áðurnefndan Börk sem og Rúnar vegna málsins og allir séu þeir jafn undrandi á þessu öllu saman. Srdjan Tufegdzic er þjálfari Vals en hann tók við af Arnari Grétarssyni á miðju sumri. Hann skrifaði þá undir þriggja ára samning við Val. Valur gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna í gær þar sem liðið lenti 2-0 undir. Valsmenn sitja í 3. sæti Bestu deildarinnar, sem veitir keppnisrétt í Sambandsdeild Evrópu að ári. Fram vann 2-0 sigur á botnliði Fylkis í fyrrakvöld og er efst í neðri hluta Bestu deildarinnar. Gengi Fram var fram úr vonum framan af sumri og stefndi lengi vel í að liðið myndi enda í efri hlutanum, en það gaf hressilega á bátinn á lokakafla hefðbundu deildarkeppninnar. Valur Fram Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira
Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar á Stöð 2 Sport og stjórnandi Gula spjaldsins, sagði í hlaðvarpinu í gær að Valsmenn hafi sett sig í samband við Rúnar um að taka við Hlíðarendafélaginu fyrir næstu leiktíð. Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar, sagði svipaða sögu í útsendingu Stöðvar 2 Sport frá leik Breiðabliks og ÍA í gærkvöld. Guðmundur kvaðst hafa rætt við Börk Edvardsson, formann knattspyrnudeildar Vals, vegna málsins. „Hann neitaði því að það hefðu átt sér stað einhver samskipti þar á milli. Það væri ekki í plönunum,“ sagði Gummi Ben af samskiptum sínum við Börk. Fótbolti.net hafði samband við Guðmund Torfason, formann knattspyrnudeildar Fram, vegna málsins. Guðmundur furðaði sig á orðrómunum. „Það er enginn fótur fyrir þessu,“ hefur Fótbolti.net eftir Guðmundi. Jafnframt segir í frétt miðilsins að Guðmundur hafi rætt við bæði áðurnefndan Börk sem og Rúnar vegna málsins og allir séu þeir jafn undrandi á þessu öllu saman. Srdjan Tufegdzic er þjálfari Vals en hann tók við af Arnari Grétarssyni á miðju sumri. Hann skrifaði þá undir þriggja ára samning við Val. Valur gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna í gær þar sem liðið lenti 2-0 undir. Valsmenn sitja í 3. sæti Bestu deildarinnar, sem veitir keppnisrétt í Sambandsdeild Evrópu að ári. Fram vann 2-0 sigur á botnliði Fylkis í fyrrakvöld og er efst í neðri hluta Bestu deildarinnar. Gengi Fram var fram úr vonum framan af sumri og stefndi lengi vel í að liðið myndi enda í efri hlutanum, en það gaf hressilega á bátinn á lokakafla hefðbundu deildarkeppninnar.
Valur Fram Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira