Virkjum lýðræðið Jódís Skúladóttir skrifar 24. september 2024 17:00 Við virðumst öll deila áhyggjum af vaxandi vanlíðan og ofbeldi í samfélaginu en um ástæðurnar eru skiptar skoðanir. Ég hef þá skoðun að aukin einstaklingshyggja í allt of hröðu og neysludrifnu samfélagi sé stór þáttur í þeirri stöðu sem við erum í. Einstaklingshyggjan fer afar illa með lýðræðinu, hagur og vilji heildarinnar verður undir. Við sjáum afleiðingar þess alls staðar í samfélaginu. Það verður sí erfiðara að manna félagsstörf nema ávinningur einstaklings sé tryggður. Gott dæmi um þetta er þróunin í íþróttastarfi barna. Allt er mælt í arðsemi og hraða til að ná sem bestum árangri og á þessum forsendum verður samþjöppun valds og fjármagns meira áberandi. Samfélagsmiðlar eru stór þáttur í lífi okkar í dag og þar sjást glöggt þess merki að neysluhyggjan nær inn á öll svið samfélagsins, til allra aldurshópa, ekki síst barna, og litar hugmyndir okkar um raunveruleikann og eðlilegt gildismat. En samfélagsmiðlar bera ekki ábyrgðina á þessu, það gerir markviss stefna sem felst í því að frelsi og réttur einstaklingsins sé öllu æðra. Þegar við horfum til landsbyggðarinnar hefur sameiningarmýtan verið helsti drifkrafturinn undanfarin ár. Í henni felst að það sé svo miklu hagkvæmara að reka stórar einingar en smáar. Víða hefur þetta hins vegar skilað miklu flóknari og stærri yfirbyggingu, lakari þjónustu og sveitarfélögin virðast síst standa betur. Hver er þá lausnin? Svarið við því er svo út frá sömu hugmyndafræði að það þurfi að auka atvinnu, fjölga fólki og draga inn meira fjármagn. Fjármagn virðist svo aðeins hægt að nálgast ef að við fórnum einhverju á móti, hvort sem það er náttúran eða mannlífið. Íbúunum er gefið í skyn að fyrr munum við ekki finna hamingjuna. Svo hlaupum við öll örlítið hraðar, kaupum meira, drögum úr mannlegum samskiptum og bíðum og bíðum eftir uppskeru. Þegar við hugsum hlutina einungis út frá arðsemi frekar en lýðheilsu og mannlegri velsæld verður alltaf lengra og lengra á milli ákvarðanatöku í málefnum fólks og þeirra sem þurfa að lifa eftir þeim ákvörðunum. Íbúalýðræði hefur alltaf verið mér hugleikið og tel ég fullkomlega eðlilegt að íbúar samfélaga hafi mikið um það að segja hvernig þeirra nærsamfélög byggjast upp. Þannig geti íbúar kallað eftir eða hafnað ákveðinni atvinnustarfsemi eða ákveðinni uppbyggingu. Þannig er virkt lýðræði forsenda öflugra og réttlátra samfélaga. Lýðræði er upphaf og endir alls og ef við vegum að því á einhvern hátt mun það alltaf leiða til verri stöðu fyrir okkur öll. Í stefnu VG segir meðal annars „Kjölfesta Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs er þátttaka almennra félaga hennar um land allt, í starfi, stefnumótun og ákvörðunum. Starfið einkennist af opnum samræðum í raunheimum og netheimum þar sem félagar koma saman, móta hugmyndir, leysa úr álitamálum og koma stefnu hreyfingarinnar á framfæri og í framkvæmd.“ Þetta þykja mér góð orð og mikilvæg og í anda þeirra vil ég starfa hljóti ég brautargengi sem varaformaður hreyfingarinnar. Mér hefur þótt lýðræði í íslensku samfélagi hafa dalað hvort heldur í stjórnmálum eða á öðrum vettvangi og sú þróun nær inn á öll svið. Við verðum öll aðeins lélegri í lýðræðinu. Ég hvet okkur öll til að staldra við, huga að lýðræðinu í okkar samfélagi í stóru og smáu samhengi hlutanna. Mætum á kjörstað, tökum þátt í félagsstarfi, hugum að hag heildarinnar og stöndum með lýðræðinu. Höfundur er þingmaður VG og í framboði til varaformanns hreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Vinstri græn Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Sjá meira
Við virðumst öll deila áhyggjum af vaxandi vanlíðan og ofbeldi í samfélaginu en um ástæðurnar eru skiptar skoðanir. Ég hef þá skoðun að aukin einstaklingshyggja í allt of hröðu og neysludrifnu samfélagi sé stór þáttur í þeirri stöðu sem við erum í. Einstaklingshyggjan fer afar illa með lýðræðinu, hagur og vilji heildarinnar verður undir. Við sjáum afleiðingar þess alls staðar í samfélaginu. Það verður sí erfiðara að manna félagsstörf nema ávinningur einstaklings sé tryggður. Gott dæmi um þetta er þróunin í íþróttastarfi barna. Allt er mælt í arðsemi og hraða til að ná sem bestum árangri og á þessum forsendum verður samþjöppun valds og fjármagns meira áberandi. Samfélagsmiðlar eru stór þáttur í lífi okkar í dag og þar sjást glöggt þess merki að neysluhyggjan nær inn á öll svið samfélagsins, til allra aldurshópa, ekki síst barna, og litar hugmyndir okkar um raunveruleikann og eðlilegt gildismat. En samfélagsmiðlar bera ekki ábyrgðina á þessu, það gerir markviss stefna sem felst í því að frelsi og réttur einstaklingsins sé öllu æðra. Þegar við horfum til landsbyggðarinnar hefur sameiningarmýtan verið helsti drifkrafturinn undanfarin ár. Í henni felst að það sé svo miklu hagkvæmara að reka stórar einingar en smáar. Víða hefur þetta hins vegar skilað miklu flóknari og stærri yfirbyggingu, lakari þjónustu og sveitarfélögin virðast síst standa betur. Hver er þá lausnin? Svarið við því er svo út frá sömu hugmyndafræði að það þurfi að auka atvinnu, fjölga fólki og draga inn meira fjármagn. Fjármagn virðist svo aðeins hægt að nálgast ef að við fórnum einhverju á móti, hvort sem það er náttúran eða mannlífið. Íbúunum er gefið í skyn að fyrr munum við ekki finna hamingjuna. Svo hlaupum við öll örlítið hraðar, kaupum meira, drögum úr mannlegum samskiptum og bíðum og bíðum eftir uppskeru. Þegar við hugsum hlutina einungis út frá arðsemi frekar en lýðheilsu og mannlegri velsæld verður alltaf lengra og lengra á milli ákvarðanatöku í málefnum fólks og þeirra sem þurfa að lifa eftir þeim ákvörðunum. Íbúalýðræði hefur alltaf verið mér hugleikið og tel ég fullkomlega eðlilegt að íbúar samfélaga hafi mikið um það að segja hvernig þeirra nærsamfélög byggjast upp. Þannig geti íbúar kallað eftir eða hafnað ákveðinni atvinnustarfsemi eða ákveðinni uppbyggingu. Þannig er virkt lýðræði forsenda öflugra og réttlátra samfélaga. Lýðræði er upphaf og endir alls og ef við vegum að því á einhvern hátt mun það alltaf leiða til verri stöðu fyrir okkur öll. Í stefnu VG segir meðal annars „Kjölfesta Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs er þátttaka almennra félaga hennar um land allt, í starfi, stefnumótun og ákvörðunum. Starfið einkennist af opnum samræðum í raunheimum og netheimum þar sem félagar koma saman, móta hugmyndir, leysa úr álitamálum og koma stefnu hreyfingarinnar á framfæri og í framkvæmd.“ Þetta þykja mér góð orð og mikilvæg og í anda þeirra vil ég starfa hljóti ég brautargengi sem varaformaður hreyfingarinnar. Mér hefur þótt lýðræði í íslensku samfélagi hafa dalað hvort heldur í stjórnmálum eða á öðrum vettvangi og sú þróun nær inn á öll svið. Við verðum öll aðeins lélegri í lýðræðinu. Ég hvet okkur öll til að staldra við, huga að lýðræðinu í okkar samfélagi í stóru og smáu samhengi hlutanna. Mætum á kjörstað, tökum þátt í félagsstarfi, hugum að hag heildarinnar og stöndum með lýðræðinu. Höfundur er þingmaður VG og í framboði til varaformanns hreyfingarinnar.
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun