Svikin loforð gagnvart börnum? Hildur Rós Guðbjargardóttir skrifar 25. september 2024 17:32 Á kjörtímabilinu 2002-2006 var Hafnarfjörður undir stjórn Samfylkingarinnar fyrst allra sveitarfélaga til að taka upp frístundastyrk fyrir börn og ungmenni. Markmið með styrknum er að gera börnum kleift að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag fjölskyldna og að efla íþrótta- og annað forvarnarstarf. Allar götur síðan hafa fulltrúar Samfylkingarinnar verið ötulir talsmenn styrksins. En það er nefnilega það, frístundastyrkurinn er eitt öflugasta tæki sem sveitarfélög hafa til að auka þátttöku barna og ungmenna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Þátttaka í slíku starfi er ein öflugasta forvörnum sem völ er á. Í huga meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks er frístundastyrkurinn ekki merkilegri en svo að meirihlutinn samþykkti ekki tillögur Samfylkingarinnar í bæjarstjórn um að lækka aldursviðmiðin úr 6 ára í 5 ára og hækka frístundastyrkinn næstu áramót svo hann yrði 65.000 kr. fyrir hvert barn frá og með 1. Janúar 2025 og 75.000 kr. frá og með 1. Janúar 2026. En frístundastyrkurinn í Hafnarfirði hefur ekki fylgt verðlagsþróun og er lægri en í öðrum sveitarfélögum á Höfuðborgarsvæðinu. Og miklu lægri en í Reykjavík, þar sem hann er 75.000 kr. á hvern einstakling. Hljóð og mynd fara ekki saman Það er mér ráðgáta af hverju það gerist, þegar tillögur koma fram sem snúa að því að styðja frekar við barnafjölskyldur í Hafnarfirði þá mæta þær andstöðu meirihlutans. Fyrst var það þessi mikla andstaða Sjálfstæðisflokksins við gjaldfrjálsar skólamáltíðir í boði ríkisins. Bæjarstjóri í broddi fylkingar lýsti endurtekið andstöðu sinni, þrátt fyrir að í meirihlutasáttmála Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins væri kveðið á um að á kjörtímabilinu yrðu markviss skref tekinn í átt að gjaldfrjálsum skólamáltíðum. Aftur samþykkja þau ekki að hækka frístundastyrkinn eða lækka aldursviðmiðin. Þess má þó geta að í meirihlutasáttmála Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins sé talað um að lækka aldursviðmiðin fyrir frístundastyrkinn niður í þriggja ára aldur. Nú er síðari hluti kjörtímabilsins hafinn og það virðist augljóst að engin áform eru uppi um að standa við þessi gefnu loforð. Hljóð og mynd fara ekki saman. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Íþróttir barna Mest lesið Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á kjörtímabilinu 2002-2006 var Hafnarfjörður undir stjórn Samfylkingarinnar fyrst allra sveitarfélaga til að taka upp frístundastyrk fyrir börn og ungmenni. Markmið með styrknum er að gera börnum kleift að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag fjölskyldna og að efla íþrótta- og annað forvarnarstarf. Allar götur síðan hafa fulltrúar Samfylkingarinnar verið ötulir talsmenn styrksins. En það er nefnilega það, frístundastyrkurinn er eitt öflugasta tæki sem sveitarfélög hafa til að auka þátttöku barna og ungmenna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Þátttaka í slíku starfi er ein öflugasta forvörnum sem völ er á. Í huga meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks er frístundastyrkurinn ekki merkilegri en svo að meirihlutinn samþykkti ekki tillögur Samfylkingarinnar í bæjarstjórn um að lækka aldursviðmiðin úr 6 ára í 5 ára og hækka frístundastyrkinn næstu áramót svo hann yrði 65.000 kr. fyrir hvert barn frá og með 1. Janúar 2025 og 75.000 kr. frá og með 1. Janúar 2026. En frístundastyrkurinn í Hafnarfirði hefur ekki fylgt verðlagsþróun og er lægri en í öðrum sveitarfélögum á Höfuðborgarsvæðinu. Og miklu lægri en í Reykjavík, þar sem hann er 75.000 kr. á hvern einstakling. Hljóð og mynd fara ekki saman Það er mér ráðgáta af hverju það gerist, þegar tillögur koma fram sem snúa að því að styðja frekar við barnafjölskyldur í Hafnarfirði þá mæta þær andstöðu meirihlutans. Fyrst var það þessi mikla andstaða Sjálfstæðisflokksins við gjaldfrjálsar skólamáltíðir í boði ríkisins. Bæjarstjóri í broddi fylkingar lýsti endurtekið andstöðu sinni, þrátt fyrir að í meirihlutasáttmála Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins væri kveðið á um að á kjörtímabilinu yrðu markviss skref tekinn í átt að gjaldfrjálsum skólamáltíðum. Aftur samþykkja þau ekki að hækka frístundastyrkinn eða lækka aldursviðmiðin. Þess má þó geta að í meirihlutasáttmála Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins sé talað um að lækka aldursviðmiðin fyrir frístundastyrkinn niður í þriggja ára aldur. Nú er síðari hluti kjörtímabilsins hafinn og það virðist augljóst að engin áform eru uppi um að standa við þessi gefnu loforð. Hljóð og mynd fara ekki saman. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar