Útboð á Fjarðarheiðargöngum Hildur Þórisdóttir skrifar 25. september 2024 18:31 Það situr fast í minninu þegar Færeyingur einn var að spjalla við heimamann á Seyðisfirði en í orðum sínum lagði hann þunga áherslu á hversu dýrt það væri samfélagslega að gera ekki neitt í jarðgangnamálum undir Fjarðarheiði. Færeyingar eru ljósárum á undan okkur Íslendingum í samgöngumálum en þeir átta sig líka á því að til þess að halda byggð á lífi utan Þórshafnar þurfa samgöngur að vera greiðar allan ársins hring. Enda er alltaf verið að vinna í að minnsta kosti einum jarðgöngum þar í einu og löngu komin skilningur á því að sjálfsagt sé að greiða gjöld í gegnum jarðgöng svo til sé fjármagn í næstu framkvæmd. Í frétt Vísis frá 8. maí 2023 kom fram að verið er að grafa sex jarðgöng samtímis í Færeyjumtil viðbótar við tvenn sem þeir hafa nýlokið við. Sandeyjargöng, neðansjávargöng milli Straumeyjar og Sandeyjar, við Klakksvík koma senn tvenn ný göng, Árnafjarðargöng og Hvannasundsgöng, á Sandey er verið að grafa Dalsgöng, á Suðurey er það Fámjinsgöng ásamt Húsareynsgöngum við Þórshöfn. Samtals eru Færeyingar þannig að fá átta ný jarðgöng á fimm ára tímabili. Hér á landi hafa ein ný göng, Dýrafjarðargöng, bæst við vegakerfið á síðustu árum. Fjallvegurinn um Fjarðarheiði veldur fyrirtækjum og íbúum ómældum kostnaði, tjóni og töpuðum tækifærum á hverju einasta ári. Austurlandi blæðir í heild sinni með sína háu fjallvegi og löngu vegalengdir á milli byggðalaga á meðan þingið dregur lappirnar við að greiða úr fjármögnun framkvæmdar sem hefur verið meðal þeirra verkefna sem næst eru á dagskrá samkvæmt samgönguáætlun allt frá miðju ári 2020. https://www.stjornarradid.is/verkefni/samgongur/samgonguaaetlun/samgonguaaetlun-2020-2034/ Kostnaður er gríðarlegur vegna ónýttra tækifæra fyrir atvinnulífið þar sem tengd eru saman byggðalög með Seyðisfjarðarhöfn sem er bein tenging við Evrópu og Egilsstaðaflugvöll. Ferðaþjónustan getur ekki haldið úti þjónustu yfir veturinn vegna óvissu með samgöngur en er uppseld hina 6 mánuði ársins Miklir vöruflutningar svo sem á ferskum fiski fer í gegnum Seyðisfjarðarhöfn til markaða í Evrópu Fjárfestar vilja ekki taka áhættu á meðan Fjarðarheiðin sem er eina lífæðin til og frá byggðalaginu er ótrygg Byggingaraðilar sem hafa áhuga á að byggja húsnæði fá ekki reikningsdæmið til að ganga upp vegna fasteignaverðs Þá er ótalið tekjutapið og tjónið á bifreiðum sem íbúar, gestir og fyrirtæki verða fyrir sem lenda í ógöngum á Fjarðarheiði. Þar er hægt vísa í frétt Rúv frá 25.9 2024 https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-09-25-treystu-ser-ekki-med-rutur-yfir-fjardarheidi-i-halku-og-krapa-og-urdu-af-tekjum-423088?fbclid=IwY2xjawFhGShleHRuA2FlbQIxMQABHRKduq26H4aXymiJz3My2adoTO07XxG4V_IgTgJ5iSgC6ZN1MTeBLdPmpQ_aem_yvwQQQ3MLPZx3r7GSCU0dw Ekki hefur verið unnið að neinum jarðgöngum á Íslandi í 4 ár þrátt fyrir fyrirheit um annað. Það þarf ekki að finna upp hjólið þegar kemur að fjármögnun og framkvæmdum við jarðgöng í þessum efnum. Dæmin frá Færeyjum sýna það glögglega. Fjarðarheiðargöng eru fullhönnuð og tilbúin til útboðs! Eftir hverju er verið að bíða? Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Samgöngur Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það situr fast í minninu þegar Færeyingur einn var að spjalla við heimamann á Seyðisfirði en í orðum sínum lagði hann þunga áherslu á hversu dýrt það væri samfélagslega að gera ekki neitt í jarðgangnamálum undir Fjarðarheiði. Færeyingar eru ljósárum á undan okkur Íslendingum í samgöngumálum en þeir átta sig líka á því að til þess að halda byggð á lífi utan Þórshafnar þurfa samgöngur að vera greiðar allan ársins hring. Enda er alltaf verið að vinna í að minnsta kosti einum jarðgöngum þar í einu og löngu komin skilningur á því að sjálfsagt sé að greiða gjöld í gegnum jarðgöng svo til sé fjármagn í næstu framkvæmd. Í frétt Vísis frá 8. maí 2023 kom fram að verið er að grafa sex jarðgöng samtímis í Færeyjumtil viðbótar við tvenn sem þeir hafa nýlokið við. Sandeyjargöng, neðansjávargöng milli Straumeyjar og Sandeyjar, við Klakksvík koma senn tvenn ný göng, Árnafjarðargöng og Hvannasundsgöng, á Sandey er verið að grafa Dalsgöng, á Suðurey er það Fámjinsgöng ásamt Húsareynsgöngum við Þórshöfn. Samtals eru Færeyingar þannig að fá átta ný jarðgöng á fimm ára tímabili. Hér á landi hafa ein ný göng, Dýrafjarðargöng, bæst við vegakerfið á síðustu árum. Fjallvegurinn um Fjarðarheiði veldur fyrirtækjum og íbúum ómældum kostnaði, tjóni og töpuðum tækifærum á hverju einasta ári. Austurlandi blæðir í heild sinni með sína háu fjallvegi og löngu vegalengdir á milli byggðalaga á meðan þingið dregur lappirnar við að greiða úr fjármögnun framkvæmdar sem hefur verið meðal þeirra verkefna sem næst eru á dagskrá samkvæmt samgönguáætlun allt frá miðju ári 2020. https://www.stjornarradid.is/verkefni/samgongur/samgonguaaetlun/samgonguaaetlun-2020-2034/ Kostnaður er gríðarlegur vegna ónýttra tækifæra fyrir atvinnulífið þar sem tengd eru saman byggðalög með Seyðisfjarðarhöfn sem er bein tenging við Evrópu og Egilsstaðaflugvöll. Ferðaþjónustan getur ekki haldið úti þjónustu yfir veturinn vegna óvissu með samgöngur en er uppseld hina 6 mánuði ársins Miklir vöruflutningar svo sem á ferskum fiski fer í gegnum Seyðisfjarðarhöfn til markaða í Evrópu Fjárfestar vilja ekki taka áhættu á meðan Fjarðarheiðin sem er eina lífæðin til og frá byggðalaginu er ótrygg Byggingaraðilar sem hafa áhuga á að byggja húsnæði fá ekki reikningsdæmið til að ganga upp vegna fasteignaverðs Þá er ótalið tekjutapið og tjónið á bifreiðum sem íbúar, gestir og fyrirtæki verða fyrir sem lenda í ógöngum á Fjarðarheiði. Þar er hægt vísa í frétt Rúv frá 25.9 2024 https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-09-25-treystu-ser-ekki-med-rutur-yfir-fjardarheidi-i-halku-og-krapa-og-urdu-af-tekjum-423088?fbclid=IwY2xjawFhGShleHRuA2FlbQIxMQABHRKduq26H4aXymiJz3My2adoTO07XxG4V_IgTgJ5iSgC6ZN1MTeBLdPmpQ_aem_yvwQQQ3MLPZx3r7GSCU0dw Ekki hefur verið unnið að neinum jarðgöngum á Íslandi í 4 ár þrátt fyrir fyrirheit um annað. Það þarf ekki að finna upp hjólið þegar kemur að fjármögnun og framkvæmdum við jarðgöng í þessum efnum. Dæmin frá Færeyjum sýna það glögglega. Fjarðarheiðargöng eru fullhönnuð og tilbúin til útboðs! Eftir hverju er verið að bíða? Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun