Að kjarna orku þjóðar Ísak Einar Rúnarsson skrifar 26. september 2024 08:03 Stuttu eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst árið 2022 varð ljóst að orkumál í Evrópu stóðu höllum fæti. Þjóðverjar höfðu til að mynda sett sífellt fleiri egg í körfu Rússlands með sívaxandi innflutningi á gasi úr austri. Raunar höfðu Þjóðverjar samhliða gert samninga um varabirgðir af gasi við Rússland, sem leiddi til þess að bróðurpartur varabirgða var einnig í höndum Rússa við upphaf stríðsins. Erfitt er að sjá skynsemi í þeim ráðahag. Til að bíta höfuðið af skömminni ákváðu Þjóðverjar að hætta ekki við lokun á kjarnorkuverum sem stóð til að loka, sem enn jók á vandann. Þessu sjálfskaparvíti brugðust Þjóðverjar við með því að brenna kol annars vegar og flytja inn aukið magn af dýrara fljótandi jarðgasi (LNG) hins vegar. Almenningur og fyrirtæki hafa búið við dýrari orku, lakari samkeppnishæfni og aukinn útblástur gróðurhúsalofttegunda meira og minna síðan. Séð utan frá er ekki nokkur heil brú í ákvörðunum Þjóðverja en skýringar má finna í undarlegum málamiðlunum og afstöðu í pólitíkinni heimavið. Sósíaldemókratar voru ginnkeyptir fyrir hugmyndafræði þess efnis að aukin vinsamleg viðskipti við Rússa myndu koma í veg fyrir stríðsátök. Aukinheldur höfðu Græningjar lengi barist fyrir (og sannfært íhaldsmenn um) að slökkva á kjarnorkuverum, enda væru þau ekki keyrð á endurnýjanlegri orku, þó vissulega væri hún græn. Niðurstaðan varð hærra orkuverð, aukin losun og minni lífsgæði. Klassískur pólitískur ómöguleiki Stjórnmál hvers lands eiga það til að stýrast af nokkurs konar innri rökhyggju, þar sem skynsamlegar ákvarðanir verða stundum að pólitískum ómöguleika. Öll lönd þjást að einhverju leyti af slíkri andskynsemi, ef svo má að orði komast. Þó fæst lönd beri jafn skarðan hlut frá borði og Þýskaland hefur Ísland ekki farið varhluta af afleiðingum andskynseminnar í orku- og loftslagsmálum. Um árabil var næsta ómögulegt að ráðast í nýjar virkjanaframkvæmdir á Íslandi á sama tíma og kröfur um aðgerðir og árangur í loftslagsmálum urðu sífellt háværari. Fólk skellti þannig skollaeyrum við þeim sannindum að til að ráðast mætti í orkuskipti í samgöngum og þeirri framleiðslu sem enn reiddi sig á jarðefnaeldsneyti þyrfti aukna græna orkuframleiðslu. Var það einkum vegna þess að pólitískt bandalag hafði myndast milli andstæðinga virkjanaframkvæmda og loftslagsaðgerðasinna sem töldu lausnina vera þá að draga úr framleiðslu á Íslandi. Slíkt hefði eingöngu leitt til aukins útblásturs þangað sem framleiðslan flyttist auk töluverðra lífskjaraskerðinga hérlendis. Íslendingar áttu með öðrum orðum að vera píslarvottar í nafni staðbundinna umhverfissjónarmiða, þrátt fyrir að íslensk framleiðsla væri með þeirri umhverfisvænustu í heimi. Leiddi sú stefna til undarlegra ákvarðana í besta falli. Blessunarlega hafa þessi sjónarmið verið á undanhaldi síðastliðin ár og nú er svo komið að almenningur jafnt sem fyrirtæki kalla eftir aukinni grænni orkuframleiðslu til að ná árangri í loftslagsmálum. Lífskjör samhliða árangri í loftslagsmálum Samtök atvinnulífsins hafa sett sér tvíþætt markmið í loftslagsmálum; samdráttur í losun samhliða auknum lífsgæðum. Staðreyndin er sú að Íslendingar búa við einstök tækifæri og mun betri en flestar samanburðarþjóðir okkar. Á meðan flest lönd sjá fram á efnahagslegan kostnað af loftslagsmálum benda greiningar til þess að við höfum tækifæri til að auka lífsgæði okkar umtalsvert í orkuskiptavegferðinni. Mat á þjóðhagslegum ávinningi sem Efla tók saman bendir til þess að hagur Íslands geti vænkast um 1.400 milljarða uppsafnað til ársins 2060, séu réttar ákvarðanir teknar. Þá eru ótalin áhrif af annars konar tækifærum svo sem í nýsköpun við kolefnisbindingu og breytta framleiðsluferla í áliðnaði, en þar eigum við Íslendingar fyrirtæki sem eru í fremstu röð á heimvísu. Til þess að ná sem mestri samstöðu og samtakamætti teljum við hjá Samtökum atvinnulífsins að fjögur gildi þurfi að varða veginn til kolefnishlutleysis. Þau eru fullnýting grænnar verðmætasköpunar, lágmörkun kostnaðar þar sem ekki verður hjá honum komist, val á tímasetningum með hliðsjón af grænni tækniþróun, og beiting jákvæðra hvata en ekki eingöngu neikvæðra. Betri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum en stór skref óstigin Það er ánægjulegt að sjá þá áherslu sem birtist á aukna græna orkuöflun í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og það samráð sem átt var við atvinnulífið við undirbúning áætlunarinnar var mikilvægt. Það veldur hins vegar vonbrigðum að sjá meiri áherslu á lata en hvata í þeim aðgerðum sem þar birtast. Þremur fjórðu af árangri í samdrætti er ætlað að nást með beitingu skatta, banna og kvaða en eingöngu einum fjórða með samstarfi og hvötum til fjárfestinga í grænni umbreytingu. Við teldum réttara að þessum hlutföllum yrði snúið við. Eitt nærtækt dæmi er að stjórnvöld hyggjast gera kröfu um notkun sjálfbærs eldsneytis hjá fiskveiðiflotanum frá árinu 2028. Afar kostnaðarsamt og tæknilega örðugt er að knýja núverandi skipaflota með slíku eldsneyti. Miklu heldur hefði átt að leggja áherslu samdrátt í losun með hvötum til fjárfestinga í endurnýjun flotans og búnaði. Miðað við núverandi útfærslu og forgangsröðun á aðgerðum í sjávarútvegi er hætt við að samkeppnishæfni greinarinnar verði teflt í hættu. Við teljum þetta ekki nægilega vönduð vinnubrögð af hálfu stjórnvalda. Heilt yfir hefur jafnframt ekki verið ráðist í kostnaðar- og ábatagreiningu á aðgerðum í áætluninni, þrátt fyrir að það sé bæði eðlileg en líka lögbundin krafa til stjórnvalda. Atvinnulífið er tilbúið til að leiða í loftslagsmálum Atvinnulífið sér framtíðina græna og er tilbúið að leiða – það er eðlileg krafa almennings að svo sé. Við teljum aftur á móti eðlilegt að gera gagnkröfu á hendur ríkinu um fagleg og vönduð vinnubrögð. Jafnframt teljum við ótækt að stjórnvöld standi í vegi fyrir uppbyggingu orkuinnviða sem eru forsenda árangurs í loftslagsmálum, og teljum rétt að þau auðveldi og einfaldi uppbyggingu slíkra innviða, til dæmis með breytingu á regluverkinu. Það er eftir miklu að slægjast og við sem samfélag getum komið efnahagslega sterkari út úr loftslagsvegferðinni. Til þess að svo megi verða þurfum við þjóðarsátt um græna orkuöflun og um að stefna að bættum lífskjörum samhliða árangri í loftslagsmálum. Höfundur er forstöðumaður málefnasviðs SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísak Einar Rúnarsson Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Stuttu eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst árið 2022 varð ljóst að orkumál í Evrópu stóðu höllum fæti. Þjóðverjar höfðu til að mynda sett sífellt fleiri egg í körfu Rússlands með sívaxandi innflutningi á gasi úr austri. Raunar höfðu Þjóðverjar samhliða gert samninga um varabirgðir af gasi við Rússland, sem leiddi til þess að bróðurpartur varabirgða var einnig í höndum Rússa við upphaf stríðsins. Erfitt er að sjá skynsemi í þeim ráðahag. Til að bíta höfuðið af skömminni ákváðu Þjóðverjar að hætta ekki við lokun á kjarnorkuverum sem stóð til að loka, sem enn jók á vandann. Þessu sjálfskaparvíti brugðust Þjóðverjar við með því að brenna kol annars vegar og flytja inn aukið magn af dýrara fljótandi jarðgasi (LNG) hins vegar. Almenningur og fyrirtæki hafa búið við dýrari orku, lakari samkeppnishæfni og aukinn útblástur gróðurhúsalofttegunda meira og minna síðan. Séð utan frá er ekki nokkur heil brú í ákvörðunum Þjóðverja en skýringar má finna í undarlegum málamiðlunum og afstöðu í pólitíkinni heimavið. Sósíaldemókratar voru ginnkeyptir fyrir hugmyndafræði þess efnis að aukin vinsamleg viðskipti við Rússa myndu koma í veg fyrir stríðsátök. Aukinheldur höfðu Græningjar lengi barist fyrir (og sannfært íhaldsmenn um) að slökkva á kjarnorkuverum, enda væru þau ekki keyrð á endurnýjanlegri orku, þó vissulega væri hún græn. Niðurstaðan varð hærra orkuverð, aukin losun og minni lífsgæði. Klassískur pólitískur ómöguleiki Stjórnmál hvers lands eiga það til að stýrast af nokkurs konar innri rökhyggju, þar sem skynsamlegar ákvarðanir verða stundum að pólitískum ómöguleika. Öll lönd þjást að einhverju leyti af slíkri andskynsemi, ef svo má að orði komast. Þó fæst lönd beri jafn skarðan hlut frá borði og Þýskaland hefur Ísland ekki farið varhluta af afleiðingum andskynseminnar í orku- og loftslagsmálum. Um árabil var næsta ómögulegt að ráðast í nýjar virkjanaframkvæmdir á Íslandi á sama tíma og kröfur um aðgerðir og árangur í loftslagsmálum urðu sífellt háværari. Fólk skellti þannig skollaeyrum við þeim sannindum að til að ráðast mætti í orkuskipti í samgöngum og þeirri framleiðslu sem enn reiddi sig á jarðefnaeldsneyti þyrfti aukna græna orkuframleiðslu. Var það einkum vegna þess að pólitískt bandalag hafði myndast milli andstæðinga virkjanaframkvæmda og loftslagsaðgerðasinna sem töldu lausnina vera þá að draga úr framleiðslu á Íslandi. Slíkt hefði eingöngu leitt til aukins útblásturs þangað sem framleiðslan flyttist auk töluverðra lífskjaraskerðinga hérlendis. Íslendingar áttu með öðrum orðum að vera píslarvottar í nafni staðbundinna umhverfissjónarmiða, þrátt fyrir að íslensk framleiðsla væri með þeirri umhverfisvænustu í heimi. Leiddi sú stefna til undarlegra ákvarðana í besta falli. Blessunarlega hafa þessi sjónarmið verið á undanhaldi síðastliðin ár og nú er svo komið að almenningur jafnt sem fyrirtæki kalla eftir aukinni grænni orkuframleiðslu til að ná árangri í loftslagsmálum. Lífskjör samhliða árangri í loftslagsmálum Samtök atvinnulífsins hafa sett sér tvíþætt markmið í loftslagsmálum; samdráttur í losun samhliða auknum lífsgæðum. Staðreyndin er sú að Íslendingar búa við einstök tækifæri og mun betri en flestar samanburðarþjóðir okkar. Á meðan flest lönd sjá fram á efnahagslegan kostnað af loftslagsmálum benda greiningar til þess að við höfum tækifæri til að auka lífsgæði okkar umtalsvert í orkuskiptavegferðinni. Mat á þjóðhagslegum ávinningi sem Efla tók saman bendir til þess að hagur Íslands geti vænkast um 1.400 milljarða uppsafnað til ársins 2060, séu réttar ákvarðanir teknar. Þá eru ótalin áhrif af annars konar tækifærum svo sem í nýsköpun við kolefnisbindingu og breytta framleiðsluferla í áliðnaði, en þar eigum við Íslendingar fyrirtæki sem eru í fremstu röð á heimvísu. Til þess að ná sem mestri samstöðu og samtakamætti teljum við hjá Samtökum atvinnulífsins að fjögur gildi þurfi að varða veginn til kolefnishlutleysis. Þau eru fullnýting grænnar verðmætasköpunar, lágmörkun kostnaðar þar sem ekki verður hjá honum komist, val á tímasetningum með hliðsjón af grænni tækniþróun, og beiting jákvæðra hvata en ekki eingöngu neikvæðra. Betri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum en stór skref óstigin Það er ánægjulegt að sjá þá áherslu sem birtist á aukna græna orkuöflun í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og það samráð sem átt var við atvinnulífið við undirbúning áætlunarinnar var mikilvægt. Það veldur hins vegar vonbrigðum að sjá meiri áherslu á lata en hvata í þeim aðgerðum sem þar birtast. Þremur fjórðu af árangri í samdrætti er ætlað að nást með beitingu skatta, banna og kvaða en eingöngu einum fjórða með samstarfi og hvötum til fjárfestinga í grænni umbreytingu. Við teldum réttara að þessum hlutföllum yrði snúið við. Eitt nærtækt dæmi er að stjórnvöld hyggjast gera kröfu um notkun sjálfbærs eldsneytis hjá fiskveiðiflotanum frá árinu 2028. Afar kostnaðarsamt og tæknilega örðugt er að knýja núverandi skipaflota með slíku eldsneyti. Miklu heldur hefði átt að leggja áherslu samdrátt í losun með hvötum til fjárfestinga í endurnýjun flotans og búnaði. Miðað við núverandi útfærslu og forgangsröðun á aðgerðum í sjávarútvegi er hætt við að samkeppnishæfni greinarinnar verði teflt í hættu. Við teljum þetta ekki nægilega vönduð vinnubrögð af hálfu stjórnvalda. Heilt yfir hefur jafnframt ekki verið ráðist í kostnaðar- og ábatagreiningu á aðgerðum í áætluninni, þrátt fyrir að það sé bæði eðlileg en líka lögbundin krafa til stjórnvalda. Atvinnulífið er tilbúið til að leiða í loftslagsmálum Atvinnulífið sér framtíðina græna og er tilbúið að leiða – það er eðlileg krafa almennings að svo sé. Við teljum aftur á móti eðlilegt að gera gagnkröfu á hendur ríkinu um fagleg og vönduð vinnubrögð. Jafnframt teljum við ótækt að stjórnvöld standi í vegi fyrir uppbyggingu orkuinnviða sem eru forsenda árangurs í loftslagsmálum, og teljum rétt að þau auðveldi og einfaldi uppbyggingu slíkra innviða, til dæmis með breytingu á regluverkinu. Það er eftir miklu að slægjast og við sem samfélag getum komið efnahagslega sterkari út úr loftslagsvegferðinni. Til þess að svo megi verða þurfum við þjóðarsátt um græna orkuöflun og um að stefna að bættum lífskjörum samhliða árangri í loftslagsmálum. Höfundur er forstöðumaður málefnasviðs SA.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun