Samtökin segjast hafa skotið á ísraelska hermenn á móti og að barist hafi verið í landamærabænum Metula í morgun. Hezbollah hafi notast við eldlflaugar en svo virðist sem Ísraelsmenn hafi skotið þær flestar niður áður en þær ollu skaða.
Í myndbandi sem Ísraelsher birti í morgun sést herforingi ávarpa menn sína í nótt þar sem hann segir að eftir afmarkaðar aðgerðir í nótt séu stærri aðgerðir í uppsiglingu.
After operating in Gaza, where the soldiers of the 98th division gained skills and operational experience, they moved north and are now conducting limited, localized, targeted operations that began last night.
— Israel Defense Forces (@IDF) October 1, 2024
We will continue fighting to achieve all goals of the war including… pic.twitter.com/eoSDaYbRvo
Þá hafa loftárásir á höfuðborgina Beirút haldið áfram einnig og hafa þær beinst að suðurhluta borgarinnar þar sem Hezbollah ráða ríkjum.
„Það er harðir bardagar í suðurhluta Líbanons, þar sem sveitir Hezbollah nota borgaraleg svæði og óbreytta borgara sem mannlega skildi,“ segir Avichay Adraee, talsmaður Ísraelshers á samfélagsmiðlinum X í morgun.
Áður hafði Ísraelsher ráðlagt íbúum í þremur hverfum borgarinnar að yfirgefa þau hið snarasta. Sömuleiðis hafa borist fregnir af loftárásum Ísraela á svæði í Sýrlandi en Ísralsher hefur ekki tjáð sig um þau mál. Ríkismiðlar þar í landi segja að þrír hafi látið lífið í árásunum.