Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði yfirleitt á bilinu fimm til ellefu stig.
„Hægari vindur á morgun og bætir heldur í úrkomu, einkum norðvestantil, en áfram þurrt á Suðaustur- og Austurlandi fram undir kvöld. Hiti breytist lítið.
Norðaustan 8-15 m/s á fimmtudag og væta með köflum, en það styttir smám saman upp norðan- og vestanlands. Síðdegis hvessir svo syðst á landinu. Kólnar í veðri,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Suðvestan 3-10 m/s og væta með köflum, en samfelld rigning norðvestantil. Lengst af þurrt á Suðaustur- og Austurlandi. Hiti 5 til 11 stig.
Á fimmtudag: Norðaustan 8-15 og rigning með köflum, en sums staðar slydda fyrir norðan. Úrkomulítið vestanlands síðdegis og hvessir við suðausturströndina. Hiti 2 til 9 stig að deginum, mildast suðvestantil.
Á föstudag og laugardag: Norðaustan 8-15, en hvassara suðaustantil. Stöku él um landið norðaustanvert, en lengst af þurrt og bjart á Suður- og Vesturlandi. Hiti 0 til 7 stig yfir daginn, mildast sunnanlands.
Á sunnudag og mánudag: Norðaustlæg átt og dálítil él, en bjartviðri á Suðvestur- og Vesturlandi. Fremur svalt.