Daníel og Irma taka spennandi stökk: „Maður vill ekki lifa í eftirsjá eftir ferilinn“ Aron Guðmundsson skrifar 1. október 2024 09:31 Daníel og Irma sjá fram á spennandi tíma í þjálfun hjá hinum reynslumikla Yannick Tregaro Vísir/Sigurjón Tvö af okkar fremsta frjálsíþróttafólki. Stökkvararnir Daníel Ingi Egilsson og Irma Gunnarsdóttir. Hefja fljótlega þjálfun hjá hinum reynslumikla og sigursælaYannick Tregaro og taka skrefið í atvinnumennskuna. Daníel hvetur fólk til að elta drauma sína líkt og hann geri núna og aldrei gefast upp. Tregaro er reyndur þjálfari með langan feril sem þjálfari að baki sem hófst þegar að hann var aðeins 23 ára gamall. Svíinn hefur þjálfað íþróttafólk sem hefur unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum sem og heims- og Evrópumeistaramótum og er þar þekktastur þrístökkvarinn Christian Olsson sem var á sínum tíma einn besti þrístökkvari í heimi og vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. Daníel, sem fyrr á árinu bætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í langstökki utanhúss, hungrar í frekari árangur og er spenntur fyrir því að flytja út til Svíþjóðar og æfa undir stjórn Tregaro. „Maður fann fyrir löngun til þess að prófa eitthvað nýtt. Ég er búinn að ná frábærum árangri hér heima á Íslandi en svo finnur maður fyrir meira hungri. Langar að ná enn þá lengra og þá fær maður hugmyndina að því að fara út í meira atvinnumannaumhverfi með mjög svo reyndum þjálfara. Það var í raun bara hungrið í að ná meiri árangri sem leiddi til þess að maður fór að leita út á við. Daníel Ingi bætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í langstökki fyrr á árinuVísir/Sigurjón „Fyrir mann sjálfan. Að geta kynnst því hvernig er að vera atvinnumaður í sinni íþrótt. Verður frábært. Ég held að flestir þeir sem vilja ná árangri vilji geta upplifað sig sem atvinnumann í sínu sporti. Að vera halda núna út til Svíþjóðar gefur manni smá meiri tilfinningunni fyrir því hvernig það er akkúrat að vera atvinnumaður.“ Svipaða sögu er að segja af Irmu sem er ríkjandi Íslandsmethafinn í þrístökki kvenna utanhúss en hún mun byrja í fjarþjálfun hér heima hjá Tregaro á meðan að hún klárar nám. „Þegar að það er frá mun ég klárlega láta reyna á það að flytja út og upplifa drauminn minn. Þótt maður geti ekki farið strax þá er alltaf hægt að finna lausn á því. Eins og ég er að gera með því að byrja í fjarþjálfun þó það sé smá erfiðara. Irmu Gunnarsdóttur í atrennuFacebook FRÍ „Það er rosalega spennandi að svona reyndur og flottur þjálfari vilji taka við þjálfuninni hjá manni. Ég er allavegana mjög spennt fyrir því og lýst mjög vel á þennan mann.“ Það að reyndur þjálfari á borð við Tregaro sé að taka við þjálfun tveggja af okkar bestu stökkvurum veit á gott. „Ég bara hvet alla sem hafa þann draum. Að verða atvinnumenn í sinni íþrótt. Að gefast ekki upp á þeim draumi,“ segir Daníel. „Láta vaða á þetta. Maður vill ekki lifa í eftirsjá eftir ferilinn. Hugsa „af hverju reyndi ég ekki að fara út og gerast atvinnumaður.“ Aldrei missa vonina á því að verða ekki atvinnumaður. Þetta er bara með þeim betri tilfinningum sem maður getur upplifað sem íþróttamaður. Að vita það inni að maður sé atvinnumaður í sinni íþrótt.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira
Tregaro er reyndur þjálfari með langan feril sem þjálfari að baki sem hófst þegar að hann var aðeins 23 ára gamall. Svíinn hefur þjálfað íþróttafólk sem hefur unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum sem og heims- og Evrópumeistaramótum og er þar þekktastur þrístökkvarinn Christian Olsson sem var á sínum tíma einn besti þrístökkvari í heimi og vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. Daníel, sem fyrr á árinu bætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í langstökki utanhúss, hungrar í frekari árangur og er spenntur fyrir því að flytja út til Svíþjóðar og æfa undir stjórn Tregaro. „Maður fann fyrir löngun til þess að prófa eitthvað nýtt. Ég er búinn að ná frábærum árangri hér heima á Íslandi en svo finnur maður fyrir meira hungri. Langar að ná enn þá lengra og þá fær maður hugmyndina að því að fara út í meira atvinnumannaumhverfi með mjög svo reyndum þjálfara. Það var í raun bara hungrið í að ná meiri árangri sem leiddi til þess að maður fór að leita út á við. Daníel Ingi bætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í langstökki fyrr á árinuVísir/Sigurjón „Fyrir mann sjálfan. Að geta kynnst því hvernig er að vera atvinnumaður í sinni íþrótt. Verður frábært. Ég held að flestir þeir sem vilja ná árangri vilji geta upplifað sig sem atvinnumann í sínu sporti. Að vera halda núna út til Svíþjóðar gefur manni smá meiri tilfinningunni fyrir því hvernig það er akkúrat að vera atvinnumaður.“ Svipaða sögu er að segja af Irmu sem er ríkjandi Íslandsmethafinn í þrístökki kvenna utanhúss en hún mun byrja í fjarþjálfun hér heima hjá Tregaro á meðan að hún klárar nám. „Þegar að það er frá mun ég klárlega láta reyna á það að flytja út og upplifa drauminn minn. Þótt maður geti ekki farið strax þá er alltaf hægt að finna lausn á því. Eins og ég er að gera með því að byrja í fjarþjálfun þó það sé smá erfiðara. Irmu Gunnarsdóttur í atrennuFacebook FRÍ „Það er rosalega spennandi að svona reyndur og flottur þjálfari vilji taka við þjálfuninni hjá manni. Ég er allavegana mjög spennt fyrir því og lýst mjög vel á þennan mann.“ Það að reyndur þjálfari á borð við Tregaro sé að taka við þjálfun tveggja af okkar bestu stökkvurum veit á gott. „Ég bara hvet alla sem hafa þann draum. Að verða atvinnumenn í sinni íþrótt. Að gefast ekki upp á þeim draumi,“ segir Daníel. „Láta vaða á þetta. Maður vill ekki lifa í eftirsjá eftir ferilinn. Hugsa „af hverju reyndi ég ekki að fara út og gerast atvinnumaður.“ Aldrei missa vonina á því að verða ekki atvinnumaður. Þetta er bara með þeim betri tilfinningum sem maður getur upplifað sem íþróttamaður. Að vita það inni að maður sé atvinnumaður í sinni íþrótt.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira