Flugvöllur í Hvassahrauni alls ekki úr myndinni Árni Sæberg skrifar 1. október 2024 11:15 Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshóps um rannsóknir á byggingu flugvallar í Hvassahrauni. Vísir/Vilhelm Niðurstöður starfshóps um byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru þær helstar að ólíklegt sé að náttúruvá hafi áhrif á flugvöll á svæðinu, engin veðurskilyrði mæli gegn valinu og líklega verði ekki mikil langtímaáhrif á eftirspurn í innanlandsflugi ef af flutningi þess verður í Hvassahraun. Skýrsla starfshópsins var kynnt á blaðamannafundi innviðaráðuneytisins í Hafnarborg í Hafnarfirði, sem hófst klukkan 11. Í skýrslunni segir að innviðaráðherra, sem þá var Sigurður Ingi Jóhannsson, hafi ákveðið í júní árið 2020 í samráði við Reykjavíkurborg og sveitarfélögin á Suðurnesjum, að hefja vinnu við rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni. Stýrihópur skipaður Stýrihópur hafi verið skipaður og hafið strax vinnu við undirbúning verkefnisins. Í vinnu hópsins hafi verið lögð megináhersla á að koma af stað veðurmælingum og hefja vinnu við mat á náttúruvá á svæðinu sem sé til skoðunar. Samið hafi verið við Veðurstofuna um þessa vinnu en ennfremur hafi verið samið við Háskólann í Reykjavík um mælingar á ókyrrð með því að fljúga yfir svæðið. Veðurmælingar hafi hafist 1. janúar 2021 og þær standi enn yfir að hluta. Úrvinnsla úr veðurmælingum hafi hafist á seinni hluta árs 2023 og niðurstaða þeirrar vinnu sé sett fram í skýrslunni. Auk þessa hafi verið unnið mat á mögulegum áhrifum færslu innanlandsflugvallar úr Vatnsmýrinni í Hvassahraun annars vegar og til Keflavíkur hins vegar. Takmarkanir vegna vinds ekki meiri en gengur og gerist Hvað veðurskilyrði varðar hafi mælingar ekki leitt í ljós nein veðurskilyrði sem mæltu gegn byggingu flugvallar í Hvassahrauni. Takmarkanir vegna vinds (eða hliðarvinds), skyggnis, skýjahæðar eða ókyrrðar séu ekki meiri í Hvassahrauni en almennt er þekkt suðvestanlands. Þær veðuraðstæður sem líklega valda mestri ókyrrð sé sterkur vindur sem kemur inn á svæðið úr austan til sunnan vindáttum. Þessar vindáttir séu því líklegastar til að hafa áhrif á flugöryggi og notagildi flugvallarins. Í samanburði nokkurra tilraunafluga, þar sem bæði hafi verið flogið yfir Hvassahraun og Reykjavíkurflugvöll, hafi komið í ljós að ókyrrð væri almennt hærri í vindáttum á milli norðurs og austurs á Reykjavíkurflugvelli en öfugt farið og hærri í Hvassahrauni fyrir vindáttir frá austri til suðurs sem jafnframt séu algengar vindáttir þar. Að mestu utan skilgreindra eldstöðvakerfa Hvað náttúruvá varðar sé mögulegt flugvallarsvæði í Hvassahrauni að mestu utan skilgreindra eldstöðvakerfa og líkur á gosupptökum á svæðinu séu hverfandi. Svæðið sé ekki útsett fyrir hraunflæði lítilla gosa en eigi gos sér stað í eldstöðvakerfi Krýsuvíkur, næst svæðinu, bendi niðurstöður til þess að líklegt sé að hluti athugunarsvæðisins verði fyrir hrauni. Líkur á því minnka þó eftir því sem norðar kemur á svæðið. Ólíklegt sé að hraun renni yfir Reykjanesbrautina á þessu svæði en það sé þó ekki útilokað. Hverfandi líkur séu taldar á hraunflæði frá öðrum stöðum þar sem líklegt er talið að gosop opnist. Frá gatnamótum Reykjanesbrautar við Hvassahraun.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Fullvíst megi telja að áhrif frá jarðskjálftum verði vel viðráðanleg í allri mannvirkjahönnun sem gerð yrði. Líklegast sé að gasmengun verði ekki mikil á athugunarsvæðinu en að þær aðstæður geti skapast að loftgæði verði mjög óholl af völdum brennisteinsdíoxíðs að gasstyrkur fari vel yfir hættumörk. Líklegast sé að gjóskufall valdi einungis skammvinnum áhrifum á athugunarsvæðið í Hvassahrauni. Ekki mikil áhrif á innanlandsflug Loks segir að líklegast sé að ekki verði mikil langtímaáhrif á eftirspurn í innanlandsflugi ef af flutningi þess verður í Hvassahraun. Enn fremur sé talið að langtímaáhrif á kennslu-, æfinga- og einkaflug verði takmörkuð, að því gefnu að aðstaða fyrir slíkt flug verði einnig flutt í Hvassahraun. Flutningur innanlandsflugs til Keflavíkur sé hins vegar líklegur til að hafa mikil áhrif á notkun þess. Leggja til að gert verði ráð fyrir þremur flugbrautum „Veðurfarslega er ekkert því til fyrirstöðu að halda áfram undirbúningi að byggingu flugvallar í Hvassahrauni sem myndi þjóna kennslu-, æfinga- og einkaflugi, innanlandsflugi og sem varaflugvöllur millilandaflugs. Ekki er hægt að útiloka að flugvöllurinn verði fyrir áhrifum af völdum hraunflæðis en líkur eru taldar afar litlar,“ segir í lok samantektar á niðurstöðum skýrslunnar. Starfshópurinn leggur til að tekið verði frá svæði upp af Hvassahrauni og gert ráð fyrir tveimur allt að 3.000 metra löngum flugbrautum og þriðju brautinni 1.500 metra langri til að hækka nothæfisstuðulinn fyrir flugvélar með lítið hliðarvindþol. Unnið verði að áhættumati fjárfestingar, viðskiptaáætlun, fjármögnun, áfangaskiptingu og tímasetningu framkvæmda. Hvað frekari rannsóknir varðar er lagt til að kannaðar verði leiðir til frekari flugprófana, einkum við erfið skilyrði, og nákvæmari líkangerðar fyrir ókyrrð á svæðinu. Þá er lagt til að 30 metra hátt veðurmastur sem í dag er í Rjúpnadalshrauni verði fært á Hólsbrunahæð og haldið verði áfram veðurmælingum til notkunar á hönnunarstigi. Fréttir af flugi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vogar Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Lítur út fyrir að flugvöllur í Hvassahrauni sé úr myndinni Formaður borgarráðs segir það líti út fyrir að flugvöllur í Hvassahrauni sé úr myndinni. Þó þurfi enn að bíða eftir niðurstöðum starfshóps til þess að útiloka hann alveg. 29. ágúst 2022 18:54 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Skýrsla starfshópsins var kynnt á blaðamannafundi innviðaráðuneytisins í Hafnarborg í Hafnarfirði, sem hófst klukkan 11. Í skýrslunni segir að innviðaráðherra, sem þá var Sigurður Ingi Jóhannsson, hafi ákveðið í júní árið 2020 í samráði við Reykjavíkurborg og sveitarfélögin á Suðurnesjum, að hefja vinnu við rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni. Stýrihópur skipaður Stýrihópur hafi verið skipaður og hafið strax vinnu við undirbúning verkefnisins. Í vinnu hópsins hafi verið lögð megináhersla á að koma af stað veðurmælingum og hefja vinnu við mat á náttúruvá á svæðinu sem sé til skoðunar. Samið hafi verið við Veðurstofuna um þessa vinnu en ennfremur hafi verið samið við Háskólann í Reykjavík um mælingar á ókyrrð með því að fljúga yfir svæðið. Veðurmælingar hafi hafist 1. janúar 2021 og þær standi enn yfir að hluta. Úrvinnsla úr veðurmælingum hafi hafist á seinni hluta árs 2023 og niðurstaða þeirrar vinnu sé sett fram í skýrslunni. Auk þessa hafi verið unnið mat á mögulegum áhrifum færslu innanlandsflugvallar úr Vatnsmýrinni í Hvassahraun annars vegar og til Keflavíkur hins vegar. Takmarkanir vegna vinds ekki meiri en gengur og gerist Hvað veðurskilyrði varðar hafi mælingar ekki leitt í ljós nein veðurskilyrði sem mæltu gegn byggingu flugvallar í Hvassahrauni. Takmarkanir vegna vinds (eða hliðarvinds), skyggnis, skýjahæðar eða ókyrrðar séu ekki meiri í Hvassahrauni en almennt er þekkt suðvestanlands. Þær veðuraðstæður sem líklega valda mestri ókyrrð sé sterkur vindur sem kemur inn á svæðið úr austan til sunnan vindáttum. Þessar vindáttir séu því líklegastar til að hafa áhrif á flugöryggi og notagildi flugvallarins. Í samanburði nokkurra tilraunafluga, þar sem bæði hafi verið flogið yfir Hvassahraun og Reykjavíkurflugvöll, hafi komið í ljós að ókyrrð væri almennt hærri í vindáttum á milli norðurs og austurs á Reykjavíkurflugvelli en öfugt farið og hærri í Hvassahrauni fyrir vindáttir frá austri til suðurs sem jafnframt séu algengar vindáttir þar. Að mestu utan skilgreindra eldstöðvakerfa Hvað náttúruvá varðar sé mögulegt flugvallarsvæði í Hvassahrauni að mestu utan skilgreindra eldstöðvakerfa og líkur á gosupptökum á svæðinu séu hverfandi. Svæðið sé ekki útsett fyrir hraunflæði lítilla gosa en eigi gos sér stað í eldstöðvakerfi Krýsuvíkur, næst svæðinu, bendi niðurstöður til þess að líklegt sé að hluti athugunarsvæðisins verði fyrir hrauni. Líkur á því minnka þó eftir því sem norðar kemur á svæðið. Ólíklegt sé að hraun renni yfir Reykjanesbrautina á þessu svæði en það sé þó ekki útilokað. Hverfandi líkur séu taldar á hraunflæði frá öðrum stöðum þar sem líklegt er talið að gosop opnist. Frá gatnamótum Reykjanesbrautar við Hvassahraun.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Fullvíst megi telja að áhrif frá jarðskjálftum verði vel viðráðanleg í allri mannvirkjahönnun sem gerð yrði. Líklegast sé að gasmengun verði ekki mikil á athugunarsvæðinu en að þær aðstæður geti skapast að loftgæði verði mjög óholl af völdum brennisteinsdíoxíðs að gasstyrkur fari vel yfir hættumörk. Líklegast sé að gjóskufall valdi einungis skammvinnum áhrifum á athugunarsvæðið í Hvassahrauni. Ekki mikil áhrif á innanlandsflug Loks segir að líklegast sé að ekki verði mikil langtímaáhrif á eftirspurn í innanlandsflugi ef af flutningi þess verður í Hvassahraun. Enn fremur sé talið að langtímaáhrif á kennslu-, æfinga- og einkaflug verði takmörkuð, að því gefnu að aðstaða fyrir slíkt flug verði einnig flutt í Hvassahraun. Flutningur innanlandsflugs til Keflavíkur sé hins vegar líklegur til að hafa mikil áhrif á notkun þess. Leggja til að gert verði ráð fyrir þremur flugbrautum „Veðurfarslega er ekkert því til fyrirstöðu að halda áfram undirbúningi að byggingu flugvallar í Hvassahrauni sem myndi þjóna kennslu-, æfinga- og einkaflugi, innanlandsflugi og sem varaflugvöllur millilandaflugs. Ekki er hægt að útiloka að flugvöllurinn verði fyrir áhrifum af völdum hraunflæðis en líkur eru taldar afar litlar,“ segir í lok samantektar á niðurstöðum skýrslunnar. Starfshópurinn leggur til að tekið verði frá svæði upp af Hvassahrauni og gert ráð fyrir tveimur allt að 3.000 metra löngum flugbrautum og þriðju brautinni 1.500 metra langri til að hækka nothæfisstuðulinn fyrir flugvélar með lítið hliðarvindþol. Unnið verði að áhættumati fjárfestingar, viðskiptaáætlun, fjármögnun, áfangaskiptingu og tímasetningu framkvæmda. Hvað frekari rannsóknir varðar er lagt til að kannaðar verði leiðir til frekari flugprófana, einkum við erfið skilyrði, og nákvæmari líkangerðar fyrir ókyrrð á svæðinu. Þá er lagt til að 30 metra hátt veðurmastur sem í dag er í Rjúpnadalshrauni verði fært á Hólsbrunahæð og haldið verði áfram veðurmælingum til notkunar á hönnunarstigi.
Fréttir af flugi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vogar Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Lítur út fyrir að flugvöllur í Hvassahrauni sé úr myndinni Formaður borgarráðs segir það líti út fyrir að flugvöllur í Hvassahrauni sé úr myndinni. Þó þurfi enn að bíða eftir niðurstöðum starfshóps til þess að útiloka hann alveg. 29. ágúst 2022 18:54 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Lítur út fyrir að flugvöllur í Hvassahrauni sé úr myndinni Formaður borgarráðs segir það líti út fyrir að flugvöllur í Hvassahrauni sé úr myndinni. Þó þurfi enn að bíða eftir niðurstöðum starfshóps til þess að útiloka hann alveg. 29. ágúst 2022 18:54