Mikla athygli vakti að Rashford var tekinn út af í hálfleik í leiknum á Drekavöllum í gær eftir að hafa skorað fyrra mark United og lagt það seinna upp fyrir Rasmus Højlund.
United komst í 0-2 en Porto jafnaði fyrir hálfleik. Heimamenn komust svo yfir í upphafi seinni hálfleiks og kláruðu leikinn manni fleiri eftir að Bruno Fernandes fékk rauða spjaldið. En Harry Maguire tryggði United stig þegar hann jafnaði í 3-3 í uppbótartíma.
Ten Hag hefur nú útskýrt af hverju hann tók Rashford af velli í leiknum í gær.
„Ég þarf að horfa á þetta aftur og við vörðumst ekki vel á vinstri kantinum. Marcus átti sinn þátt í því en þetta hafði með það að gera að [Alejandro] Garnacho kom inn á. Þessu var ekkert beint gegn Rashford,“ sagði Ten Hag.
„Við verðum að dreifa álaginu. Við eigum erfiðan leik gegn Aston Villa á sunnudaginn og þurfum að halda leikmönnunum ferskum.“
Rashford hefur skorað fjögur mörk á tímabilinu og markahæsti leikmaður liðsins ásamt Garnacho.