Starfsfólk Ítalíu vill bíl Eflingar burt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. október 2024 12:46 Starfsfólk Ítalíu hjá bílnum sem um ræðir. Vísir/Vilhelm Starfsfólk Ítalíu mætti á skrifstofur Eflingar við Guðrúnartún nú rétt fyrir hádegi, til þess að krefjast þess að fulltrúar stéttarfélagsins hættu að leggja sendiferðabíl fyrir utan veitingastaðinn. Á bílinn hafa verið sett skilaboð um að viðskipti við Ítalíu séu fjármögnun launaþjófnaðar, vinnuréttarbrota og skattsvika. Starfsfólkið, sem allt segist félagar í Eflingu, ræddi við fréttastofu fyrir utan húsnæði Eflingar áður en inn var haldið. Þar sagðist það ekki hafa lent í neinum vandræðum við að fá laun sín greidd, en í síðasta mánuði var greint frá mótmælum Eflingar við veitingastaðinn vegna meints launaþjófnaðar. Staðurinn er í eigu Elvars Ingimarssonar. „Efling ætlar ekki að hætta að leggja bílnum fyrir utan veitingastaðinn, þannig að við fáum enga viðskiptavini. Fyrst við fáum enga viðskiptavini eigum við á hættu að missa störfin okkar. Þess vegna erum við hér,“ sagði Alex Gonzalez, einn starfsmannanna. Starfsmennirnir sögðu að eftir því sem þeir best vissu væri búið að leysa úr öllum launamálum staðarins, og því væri mál að linni. Efling þyrfti að hlusta á kröfur þeirra og hætta að leggja bílnum fyrir utan staðinn. Ræddi við hópinn frammi á biðstofu Hópurinn, sem taldi um tíu manns, hélt því næst inn í húsnæði Eflingar, ræddi við móttökuritara og vildi fá að ræða við einhvern sem hefði eitthvað með sendiferðabílinn að segja. Ekki leið að löngu þar til Viðar Þorsteinsson, fræðslustjóri Eflingar, mætti og ræddi við Alex í viðurvist hinna starfsmannanna. Hann sagði meðal annars að staðurinn hefði ekki staðið skil á öllum launagreiðslum sem fólk ætti inni, né heldur öllum skattgreiðslum. Viðar og Alex ræddu saman á biðstofu Eflingar.Vísir/Vilhelm „Við erum líka launafólk,“ sagði Alex við Viðar, sem samsinnti sjónarmiðum starfsmannahópsins að mörgu leyti. Hann sagði þó líklegt að á einhverjum tímapunkti myndi launaþjófnaður eða önnur brot gera vart við sig, og að það væri réttur fyrri starfsmanna að fá greidd þau laun sem þeir eigi inni. „Þetta ætti ekki að leggja störf ykkar í hættu. Það er á ábyrgð rekstraraðila fyrirtækisins að leysa þessi mál,“ sagði Viðar, og sýndi því skilning að starfsfólkið væri í erfiðri stöðu. Bókuðu fund og tókust í hendur Samtali þeirra Viðars og Alex lauk með því að þeir urðu ásáttir um að halda fund með núverandi og fyrrverandi starfsfólki á Ítalíu, auk fulltrúa Eflingar, til þess að ræða málin og finna málinu farsælan farveg. „Ert þú tilbúinn til þess að gerast trúnaðarmaður,“ spurði Viðar í lok samtalsins. „Já, af hverju ekki,“ svaraði Alex þá um hæl. Að svo búnu tókust þeir í hendur og starfsfólkið hélt sína leið. Alex Gonzalez fór fyrir hópnum.Vísir/Vilhelm Fyrirtækið með „allt niður um sig“ Í samtali við fréttastofu sagðist Viðar vel skilja málstað starfsmannanna. Í þessu tilviki væru aðgerðir Eflingar byggðar á reynslu og vilja stórs hóps fyrrverandi starfsmanna Ítalíu. „Þetta er staða sem getur komið upp og ég hlakka til að eiga samtal við þessa starfsmenn, þessa félagsmenn okkar,“ sagði Viðar. Hann sagði félagið sem stendur að rekstri Ítalíu ekki hafa greitt úr öllum sínum málum, heldur væri með „allt niður um sig“. „Það er ekki bara í því að greiða laun til félagsfólks í Eflingu, heldur líka greiðslur á skatti, svo dæmi sé tekið. Ég myndi segja að ef þú ert starfsmaður sem er að vinna hjá þessu fyrirtæki þá er bara tímaspursmál hvenær þú verður svikinn um laun, vegna þess að mynstrið í því er svo algjörlega skýrt.“ Nú ætlið þið að hittast, þessi hópur og fyrrverandi starfsmenn. Kemur til greina að láta af þessum aðgerðum í millitíðinni, að beiðni þessa fólks? „Ég held að við metum það bara, hvað við teljum rétt.“ Kjaramál Veitingastaðir Reykjavík Deilur Eflingar og Ítalíu Tengdar fréttir Segir það alrangt að Elvar skuldi ekki nema tvær milljónir í laun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki rétt að Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, skuldi um tvær milljónir í laun. Á þessari stundu séu 3,8 milljónir hjá lögmanni í innheimtu fyrir hönd fólks sem hafi leitað til Eflingar vegna launaþjófnaðar. 14. september 2024 08:52 Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, viðurkennir að félagið hafi átt í erfiðleikum með að greiða út laun. Hann segir að sem stendur skuldi veitingastaðurinn tvær milljónir króna í ógreidd laun, sem samsvari um tveimur prósentum af launum sem hafa verið til greiðslu á þessu ári. 13. september 2024 14:11 „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Formaður Eflingar segir mótmæli fyrir utan Ítalíu tilkomin vegna stórfellds launaþjófnaðar eigandans. Vandinn sé að á Íslandi er ekkert mál að stela launum. Menn komi sér því upp viðskiptamódeli sem gangi út að ráða erlent verkafólk og greiða þeim ekki laun. 12. september 2024 21:44 Mótmæla við veitingastaðinn Ítalíu vegna meints launaþjófnaðar Stéttarfélagið Efling stendur í kvöld fyrir mótmælum við veitingastaðinn Ítalíu vegna meintra brota Elvars Ingimarssonar, eiganda og rekstraraðila Ítalíu, gegn starfsfólki staðarins. Eflingarfélagar tóku upp mótmælastöðu fyrir framan staðinn klukkan sjö og ætla að dreifa dreifimiðum um framferði Elvars og ræða við gesti. 12. september 2024 19:02 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Starfsfólkið, sem allt segist félagar í Eflingu, ræddi við fréttastofu fyrir utan húsnæði Eflingar áður en inn var haldið. Þar sagðist það ekki hafa lent í neinum vandræðum við að fá laun sín greidd, en í síðasta mánuði var greint frá mótmælum Eflingar við veitingastaðinn vegna meints launaþjófnaðar. Staðurinn er í eigu Elvars Ingimarssonar. „Efling ætlar ekki að hætta að leggja bílnum fyrir utan veitingastaðinn, þannig að við fáum enga viðskiptavini. Fyrst við fáum enga viðskiptavini eigum við á hættu að missa störfin okkar. Þess vegna erum við hér,“ sagði Alex Gonzalez, einn starfsmannanna. Starfsmennirnir sögðu að eftir því sem þeir best vissu væri búið að leysa úr öllum launamálum staðarins, og því væri mál að linni. Efling þyrfti að hlusta á kröfur þeirra og hætta að leggja bílnum fyrir utan staðinn. Ræddi við hópinn frammi á biðstofu Hópurinn, sem taldi um tíu manns, hélt því næst inn í húsnæði Eflingar, ræddi við móttökuritara og vildi fá að ræða við einhvern sem hefði eitthvað með sendiferðabílinn að segja. Ekki leið að löngu þar til Viðar Þorsteinsson, fræðslustjóri Eflingar, mætti og ræddi við Alex í viðurvist hinna starfsmannanna. Hann sagði meðal annars að staðurinn hefði ekki staðið skil á öllum launagreiðslum sem fólk ætti inni, né heldur öllum skattgreiðslum. Viðar og Alex ræddu saman á biðstofu Eflingar.Vísir/Vilhelm „Við erum líka launafólk,“ sagði Alex við Viðar, sem samsinnti sjónarmiðum starfsmannahópsins að mörgu leyti. Hann sagði þó líklegt að á einhverjum tímapunkti myndi launaþjófnaður eða önnur brot gera vart við sig, og að það væri réttur fyrri starfsmanna að fá greidd þau laun sem þeir eigi inni. „Þetta ætti ekki að leggja störf ykkar í hættu. Það er á ábyrgð rekstraraðila fyrirtækisins að leysa þessi mál,“ sagði Viðar, og sýndi því skilning að starfsfólkið væri í erfiðri stöðu. Bókuðu fund og tókust í hendur Samtali þeirra Viðars og Alex lauk með því að þeir urðu ásáttir um að halda fund með núverandi og fyrrverandi starfsfólki á Ítalíu, auk fulltrúa Eflingar, til þess að ræða málin og finna málinu farsælan farveg. „Ert þú tilbúinn til þess að gerast trúnaðarmaður,“ spurði Viðar í lok samtalsins. „Já, af hverju ekki,“ svaraði Alex þá um hæl. Að svo búnu tókust þeir í hendur og starfsfólkið hélt sína leið. Alex Gonzalez fór fyrir hópnum.Vísir/Vilhelm Fyrirtækið með „allt niður um sig“ Í samtali við fréttastofu sagðist Viðar vel skilja málstað starfsmannanna. Í þessu tilviki væru aðgerðir Eflingar byggðar á reynslu og vilja stórs hóps fyrrverandi starfsmanna Ítalíu. „Þetta er staða sem getur komið upp og ég hlakka til að eiga samtal við þessa starfsmenn, þessa félagsmenn okkar,“ sagði Viðar. Hann sagði félagið sem stendur að rekstri Ítalíu ekki hafa greitt úr öllum sínum málum, heldur væri með „allt niður um sig“. „Það er ekki bara í því að greiða laun til félagsfólks í Eflingu, heldur líka greiðslur á skatti, svo dæmi sé tekið. Ég myndi segja að ef þú ert starfsmaður sem er að vinna hjá þessu fyrirtæki þá er bara tímaspursmál hvenær þú verður svikinn um laun, vegna þess að mynstrið í því er svo algjörlega skýrt.“ Nú ætlið þið að hittast, þessi hópur og fyrrverandi starfsmenn. Kemur til greina að láta af þessum aðgerðum í millitíðinni, að beiðni þessa fólks? „Ég held að við metum það bara, hvað við teljum rétt.“
Kjaramál Veitingastaðir Reykjavík Deilur Eflingar og Ítalíu Tengdar fréttir Segir það alrangt að Elvar skuldi ekki nema tvær milljónir í laun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki rétt að Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, skuldi um tvær milljónir í laun. Á þessari stundu séu 3,8 milljónir hjá lögmanni í innheimtu fyrir hönd fólks sem hafi leitað til Eflingar vegna launaþjófnaðar. 14. september 2024 08:52 Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, viðurkennir að félagið hafi átt í erfiðleikum með að greiða út laun. Hann segir að sem stendur skuldi veitingastaðurinn tvær milljónir króna í ógreidd laun, sem samsvari um tveimur prósentum af launum sem hafa verið til greiðslu á þessu ári. 13. september 2024 14:11 „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Formaður Eflingar segir mótmæli fyrir utan Ítalíu tilkomin vegna stórfellds launaþjófnaðar eigandans. Vandinn sé að á Íslandi er ekkert mál að stela launum. Menn komi sér því upp viðskiptamódeli sem gangi út að ráða erlent verkafólk og greiða þeim ekki laun. 12. september 2024 21:44 Mótmæla við veitingastaðinn Ítalíu vegna meints launaþjófnaðar Stéttarfélagið Efling stendur í kvöld fyrir mótmælum við veitingastaðinn Ítalíu vegna meintra brota Elvars Ingimarssonar, eiganda og rekstraraðila Ítalíu, gegn starfsfólki staðarins. Eflingarfélagar tóku upp mótmælastöðu fyrir framan staðinn klukkan sjö og ætla að dreifa dreifimiðum um framferði Elvars og ræða við gesti. 12. september 2024 19:02 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Segir það alrangt að Elvar skuldi ekki nema tvær milljónir í laun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki rétt að Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, skuldi um tvær milljónir í laun. Á þessari stundu séu 3,8 milljónir hjá lögmanni í innheimtu fyrir hönd fólks sem hafi leitað til Eflingar vegna launaþjófnaðar. 14. september 2024 08:52
Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, viðurkennir að félagið hafi átt í erfiðleikum með að greiða út laun. Hann segir að sem stendur skuldi veitingastaðurinn tvær milljónir króna í ógreidd laun, sem samsvari um tveimur prósentum af launum sem hafa verið til greiðslu á þessu ári. 13. september 2024 14:11
„Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Formaður Eflingar segir mótmæli fyrir utan Ítalíu tilkomin vegna stórfellds launaþjófnaðar eigandans. Vandinn sé að á Íslandi er ekkert mál að stela launum. Menn komi sér því upp viðskiptamódeli sem gangi út að ráða erlent verkafólk og greiða þeim ekki laun. 12. september 2024 21:44
Mótmæla við veitingastaðinn Ítalíu vegna meints launaþjófnaðar Stéttarfélagið Efling stendur í kvöld fyrir mótmælum við veitingastaðinn Ítalíu vegna meintra brota Elvars Ingimarssonar, eiganda og rekstraraðila Ítalíu, gegn starfsfólki staðarins. Eflingarfélagar tóku upp mótmælastöðu fyrir framan staðinn klukkan sjö og ætla að dreifa dreifimiðum um framferði Elvars og ræða við gesti. 12. september 2024 19:02