Smábátar eru þjóðhagslega hagkvæmari en togarar Kjartan Sveinsson skrifar 4. október 2024 14:01 Í gær birti Hagstofa Íslands frétt þar sem fram kemur að strandveiðiflotinn sló enn eitt metið í aflaverðmætum og skilaði rúmlega 5 milljörðum inn í hagkerfið. Þetta eru í sjálfu sér ánægjulegar fréttir en þær vöktu mig þó til umhugsunar: hver eru heildarverðmæti þorskaflans í íslenskri lögsögu, og hvað myndu þau vera ef allur þorskur hefði verið veiddur á handfæri? Ég settist niður við tölvuna og lagði dæmið upp í excel. Þetta er útkoman: Árið 2021 var þorskafli strandveiðiflotans 11.170 tonn með aflaverðmæti upp á 3,888 milljarða. Heildaraflinn var aftur á móti 271.723 með aflaverðmæti upp á 75,589 milljarða. Ef allur þorskafli það árið hefði sama aflaverðmæti og strandveiðifiskurinn (um 350 kr/kíló) hefði heildarverðmætið verið 94,6 milljarðar, eða 19 milljörðum meira en það var. Árið 2022 var þorskafli strandveiðiflotans 10.990 tonn með aflaverðmæti upp á 4,726. Heildaraflinn var 243.483 tonn með aflaverðmæti upp á 85,348 milljarða. Mismunurinn var aftur um 19 milljarðar. Árið 2023 var þorskafli strandveiðiflotans 9.967 tonn með aflaverðmæti upp á 4,245 milljarða. Heildaraflinn var 220.281 með aflaverðmæti upp á 80,658 milljarða. Mismunurinn var þá um 13 milljarðar. Á þessum þremur árum varð íslenska hagkerfinu samtals af 51 milljarði. Þetta samsvarar mismun upp á tæp 20%. Ég á enn eftir að hitta þann hagfræðing sem getur útskýrt fyrir mér hvernig það er þjóðhagslega hagkvæmara að fá lægra verð fyrir útflutningsvöru en hærra. Þar sem að togarar veiddu meirihluta þorsks á þessum árum er í raun bara hægt að draga eina ályktun af þessum tölum: smábátar eru þjóðhagslega hagkvæmari en togarar. Síðasta vígi SFS fallið Sægreifarnir eru löngu búnir að gefast upp á tveimur grundvallarmarkmiðum íslenskrar sjávarútvegsstefnu – fiskvernd og byggðafestu – sbr. 1. grein laga um stjórn fiskveiða: „Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“ Þeir eru hættir að klóra í bakkann varðandi neikvæð áhrif sín á brothættar byggðir og umhverfið, enda álíka gáfulegt og að halda því fram að svart sé hvítt. En þeir hafa hangið á hagvæmninni eins og hundar á roði. Kvótakóngar vilja gjarnan, í gegnum málpípu sína SFS og aðkeypta hagfræðinga, halda því fram að kvótakerfið tryggi „myndarlegt framlag sjávarútvegs til hagvaxtar og góðra lífskjara hér á landi.“ Frá þeirra sjónarhorni hafa þeir gert heiðursmannasamkomulag við þjóðina: „Jújú, við leggjum vissulega heilu og hálfu sjávarbyggðirnar í rúst. Og já, við skröpum sjávarbotninn eins og jarðýtur í berjamó. En maður minn, við skilum svo góðri afkomu!“ Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, bendir réttilega á í nýlegri grein að „þó arðsemi einstakra fyrirtækja af notkun framleiðsluþátta sé mikil þá geta komið upp tilvik þar sem hagnaður eins framkallar tap hjá mörgum öðrum, jafnvel svo að þjóðhagslegt tap hljótist af umsvifum hins arðbæra fyrirtækis.“ Íslenskur sjávarútvegur er einmitt svoleiðis tilvik, eins og tölur Hagstofu Íslands sýna svart á hvítu. Nú er síðasta vígi stórútgerðarinnar fallið. Hvað ef smábátar mættu róa í friði? Í þessu samhengi þarf að hafa það í huga að ekkert annað útgerðarform er neytt til að starfa í annarri eins spennitreyju og strandveiðiflotinn. Við fáum að róa 12 daga í mánuði, tvo og hálfan mánuð á ári, en fáum hvorki að velja bestu mánuði ársins (erum takmörkuð við maí, júní og hálfan júlí) né bestu daga vikunnar (megum bara róa mánudag til fimmudags, og ekki á rauðum dögum). Þetta hefur þá afleiðingu í för með sér að við fáum lítið svigrúm til að sækja besta fiskinn þegar hann gefur sig. Það er sárt að sitja í landi á blíðviðrisföstudegi eftir fjögurra daga brælu. Eins hefur ófremdarástand skapast á norðausturlandi þar sem ótímabær stöðvun vertíðar fimm ár í röð hefur þýtt að þau missa iðulega af sínu besta tímabili. Ef við fengjum sama frelsi til að athafna okkur og kvótakóngarnir, þá væri munurinn á aflaverðmæti enn hærra. Framtíðin liggur í auknum smábátaveiðum Nú er ég ekki að færa rök fyrir því að trillur eigi að veiða allan fisk í íslenskri lögsögu. Togarar munu halda áfram að gegna lykilhlutverki í fiskveiðum um ókomna framtíð og mikilvægt er að veita þeim svigrúm til þess að þróa vistvænni veiðiaðferðir. En það virðist sama hvað tautar og raular, sama hversu sterk rökin fyrir auknum smábátaveiðum séu og veik rök sægreifanna – aldrei geta íslensk stjórnvöld staðið í lappirnar gagnvart frekjunni í SFS eða losað um eitt gat á spennitreyju smábátaflotans. Þau virðast oft gleyma því að auðlindir hafsins eru sameign þjóðarinnar og þjóðin ræður því hvernig þær eru nýttar. Kvótakóngarnir (sem nota bene ráða yfir 94% af þorskafla og 99% af heildarafla) eru eina fyrirstaðan gegn því að trillukarlar og konur geti haft lifibrauð af smábátaveiðum. En ef núverandi fyrirkomulag brýtur svona bersýnilega í bága við öll þrjú grundvallarmarkmið laga um stjórn fiskveiða – „að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu“ – þá vaknar spurningin: hvers vegna er því ekki breytt? Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Í gær birti Hagstofa Íslands frétt þar sem fram kemur að strandveiðiflotinn sló enn eitt metið í aflaverðmætum og skilaði rúmlega 5 milljörðum inn í hagkerfið. Þetta eru í sjálfu sér ánægjulegar fréttir en þær vöktu mig þó til umhugsunar: hver eru heildarverðmæti þorskaflans í íslenskri lögsögu, og hvað myndu þau vera ef allur þorskur hefði verið veiddur á handfæri? Ég settist niður við tölvuna og lagði dæmið upp í excel. Þetta er útkoman: Árið 2021 var þorskafli strandveiðiflotans 11.170 tonn með aflaverðmæti upp á 3,888 milljarða. Heildaraflinn var aftur á móti 271.723 með aflaverðmæti upp á 75,589 milljarða. Ef allur þorskafli það árið hefði sama aflaverðmæti og strandveiðifiskurinn (um 350 kr/kíló) hefði heildarverðmætið verið 94,6 milljarðar, eða 19 milljörðum meira en það var. Árið 2022 var þorskafli strandveiðiflotans 10.990 tonn með aflaverðmæti upp á 4,726. Heildaraflinn var 243.483 tonn með aflaverðmæti upp á 85,348 milljarða. Mismunurinn var aftur um 19 milljarðar. Árið 2023 var þorskafli strandveiðiflotans 9.967 tonn með aflaverðmæti upp á 4,245 milljarða. Heildaraflinn var 220.281 með aflaverðmæti upp á 80,658 milljarða. Mismunurinn var þá um 13 milljarðar. Á þessum þremur árum varð íslenska hagkerfinu samtals af 51 milljarði. Þetta samsvarar mismun upp á tæp 20%. Ég á enn eftir að hitta þann hagfræðing sem getur útskýrt fyrir mér hvernig það er þjóðhagslega hagkvæmara að fá lægra verð fyrir útflutningsvöru en hærra. Þar sem að togarar veiddu meirihluta þorsks á þessum árum er í raun bara hægt að draga eina ályktun af þessum tölum: smábátar eru þjóðhagslega hagkvæmari en togarar. Síðasta vígi SFS fallið Sægreifarnir eru löngu búnir að gefast upp á tveimur grundvallarmarkmiðum íslenskrar sjávarútvegsstefnu – fiskvernd og byggðafestu – sbr. 1. grein laga um stjórn fiskveiða: „Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“ Þeir eru hættir að klóra í bakkann varðandi neikvæð áhrif sín á brothættar byggðir og umhverfið, enda álíka gáfulegt og að halda því fram að svart sé hvítt. En þeir hafa hangið á hagvæmninni eins og hundar á roði. Kvótakóngar vilja gjarnan, í gegnum málpípu sína SFS og aðkeypta hagfræðinga, halda því fram að kvótakerfið tryggi „myndarlegt framlag sjávarútvegs til hagvaxtar og góðra lífskjara hér á landi.“ Frá þeirra sjónarhorni hafa þeir gert heiðursmannasamkomulag við þjóðina: „Jújú, við leggjum vissulega heilu og hálfu sjávarbyggðirnar í rúst. Og já, við skröpum sjávarbotninn eins og jarðýtur í berjamó. En maður minn, við skilum svo góðri afkomu!“ Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, bendir réttilega á í nýlegri grein að „þó arðsemi einstakra fyrirtækja af notkun framleiðsluþátta sé mikil þá geta komið upp tilvik þar sem hagnaður eins framkallar tap hjá mörgum öðrum, jafnvel svo að þjóðhagslegt tap hljótist af umsvifum hins arðbæra fyrirtækis.“ Íslenskur sjávarútvegur er einmitt svoleiðis tilvik, eins og tölur Hagstofu Íslands sýna svart á hvítu. Nú er síðasta vígi stórútgerðarinnar fallið. Hvað ef smábátar mættu róa í friði? Í þessu samhengi þarf að hafa það í huga að ekkert annað útgerðarform er neytt til að starfa í annarri eins spennitreyju og strandveiðiflotinn. Við fáum að róa 12 daga í mánuði, tvo og hálfan mánuð á ári, en fáum hvorki að velja bestu mánuði ársins (erum takmörkuð við maí, júní og hálfan júlí) né bestu daga vikunnar (megum bara róa mánudag til fimmudags, og ekki á rauðum dögum). Þetta hefur þá afleiðingu í för með sér að við fáum lítið svigrúm til að sækja besta fiskinn þegar hann gefur sig. Það er sárt að sitja í landi á blíðviðrisföstudegi eftir fjögurra daga brælu. Eins hefur ófremdarástand skapast á norðausturlandi þar sem ótímabær stöðvun vertíðar fimm ár í röð hefur þýtt að þau missa iðulega af sínu besta tímabili. Ef við fengjum sama frelsi til að athafna okkur og kvótakóngarnir, þá væri munurinn á aflaverðmæti enn hærra. Framtíðin liggur í auknum smábátaveiðum Nú er ég ekki að færa rök fyrir því að trillur eigi að veiða allan fisk í íslenskri lögsögu. Togarar munu halda áfram að gegna lykilhlutverki í fiskveiðum um ókomna framtíð og mikilvægt er að veita þeim svigrúm til þess að þróa vistvænni veiðiaðferðir. En það virðist sama hvað tautar og raular, sama hversu sterk rökin fyrir auknum smábátaveiðum séu og veik rök sægreifanna – aldrei geta íslensk stjórnvöld staðið í lappirnar gagnvart frekjunni í SFS eða losað um eitt gat á spennitreyju smábátaflotans. Þau virðast oft gleyma því að auðlindir hafsins eru sameign þjóðarinnar og þjóðin ræður því hvernig þær eru nýttar. Kvótakóngarnir (sem nota bene ráða yfir 94% af þorskafla og 99% af heildarafla) eru eina fyrirstaðan gegn því að trillukarlar og konur geti haft lifibrauð af smábátaveiðum. En ef núverandi fyrirkomulag brýtur svona bersýnilega í bága við öll þrjú grundvallarmarkmið laga um stjórn fiskveiða – „að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu“ – þá vaknar spurningin: hvers vegna er því ekki breytt? Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun