Ákveðinn hópur hafi unnið að niðurstöðunni undir yfirborðinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. október 2024 19:20 Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, tapaði í kjöri um 1. varaformann BSRB í dag. Vísir/Ívar Fannar Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, felldi Þórarin Eyfjörð, formann Sameykis, í kjöri um 1. varaformann BSRB á þingi bandalagsins í dag. Þórarinn heldur að ákveðnir þingfulltrúar hafi unnið að niðurstöðunni undir yfirborðinu. Þing BSRB fór fram undanfarna þrjá daga og lauk í dag þegar kosið var í nýja stjórn BSRB. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, var ein í framboði til formanns og því endurkjörin. Hún hefur setið sem formaður BSRB frá október 2018. Það sem vekur þó mesta athygli er að Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis sem er stærsta félagið innan BSRB, laut í lægra haldi í kosningum um sæti 1. varaformanns. Hann hefur verið 1. varaformaður BSRB frá 2021. „Í svona samtökum á enginn markað sæti. Það er ekki þannig. Það hefur verið ágreiningur um bæði áherslur og aðferðarfræði innan þessa samfélags. Það hafa fyrst og fremst verið átök í kringum kjarasamninga og útfærslur á þeim,“ sagði Þórarinn í samtali við fréttastofu þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við kosningunni. Ákveðinn hópur unnið undir yfirborðinu „Ég sem formaður Sameykis hef lagt áherslu á ákveðna þætti í kjarabaráttu og útfærslu þeirra. Sá ágreiningur hefur verið erfiður og hluti af þessari niðurstöðu liggur þar,“ bætir Þórarinn við. Hvað er það sem þú leggur áherslu á sem veldur ágreiningi? „Það eru ýmis atriði sem koma við útfærslu í kjarasamningi og áherslum.“ Þú vilt ekki fara nánar út í það? „Nei nei.“ Sameyki er svo stórt innan bandalagsins. Var þá einhver smölun á fundinn? „Það er ekki þannig að ég hafi heyrt mikið af smölun en því hefur verið haldið fram að svo hafi verið. Og það er svo sem ekkert ólíklegt að það gæti verið rétt. En ég er ekkert að velta mér upp úr því. Þetta er niðurstaða þessa kjörs sem þarna var,“ segir hann. Var hart tekist á á fundinum? „Ég held að ákveðinn hópur hafi verið að vinna að þessu undir yfirborðinu. Þingfulltrúar eða fulltrúar annarra félaga. Það var sagt við mig að þingi loknu en ég sel það nú ekki dýrara en ég keypti,“ segir hann. Umræða um úrsögn ekki farið fram „Það sem við höfum lagt áherslu á í Sameyki er fyrst og fremst að vinna árangursríka baráttu fyrir okkar félagsfólk. Við höfum náð mjög góðum árangri í því og það getur eftir atvikum kallað á ágreining við bæði viðsemjendur og líka haft áhrif á samstarf og samflot þegar áherslur fara ekki saman. Það er þekkt í þessum heimi stéttabaráttunnar að slík staða getur komið upp,“ segir Þórarinn. Að sögn Þórarins hefði vanalega verið farið í raðkjör í kjölfar úrslitanna. Hann hefði þá getað farið í stjórn í minna hlutverki en hafi ekki sóst eftir því. „Í ljósi þess að þingheimur kaus með þessum hætti sá ég ekki ástæðu til þess að leggja áherslu á að fara inn í stjórn BSRB,“ segir hann. „Þessi niðurstaða var afgerandi og þá er það bara niðurstaðan. Í meðstjórnendum eigum við fulltrúa sem er að vísu ekki félagslega kjörinn. Það er skrifstofustjórinn sem er ágætis tenging við BSRB. Svo höldum við okkar kjara- og hagmsunabaráttu fyrir félagsfólk áfram,“ segir hann. Kemur til grein að ganga úr BSRB? „Umræða um það hefur hvergi og ekkert farið fram. Að vísu voru einhverjir félagar Sameykis sem impruðu á því eftir þingið í dag. Og ég held að margir félagsmenn hafi ekki verið sáttir við þessa niðurstöðu. Hvað það ber í skauti sér í framhaldinu er ekkert hægt að segja á þessu stigi. Ef það kemur til umræðu tökum við upp það samtal,“ segir hann að lokum. Stéttarfélög Lögreglan Tengdar fréttir Sonja Ýr endurkjörin formaður BSRB Sonja Ýr Þorbergsdóttir var í dag endurkjörin formaður BSRB til næstu þriggja ára á 46. þingi BSRB. 29. september 2021 12:49 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Fleiri fréttir Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Sjá meira
Þing BSRB fór fram undanfarna þrjá daga og lauk í dag þegar kosið var í nýja stjórn BSRB. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, var ein í framboði til formanns og því endurkjörin. Hún hefur setið sem formaður BSRB frá október 2018. Það sem vekur þó mesta athygli er að Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis sem er stærsta félagið innan BSRB, laut í lægra haldi í kosningum um sæti 1. varaformanns. Hann hefur verið 1. varaformaður BSRB frá 2021. „Í svona samtökum á enginn markað sæti. Það er ekki þannig. Það hefur verið ágreiningur um bæði áherslur og aðferðarfræði innan þessa samfélags. Það hafa fyrst og fremst verið átök í kringum kjarasamninga og útfærslur á þeim,“ sagði Þórarinn í samtali við fréttastofu þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við kosningunni. Ákveðinn hópur unnið undir yfirborðinu „Ég sem formaður Sameykis hef lagt áherslu á ákveðna þætti í kjarabaráttu og útfærslu þeirra. Sá ágreiningur hefur verið erfiður og hluti af þessari niðurstöðu liggur þar,“ bætir Þórarinn við. Hvað er það sem þú leggur áherslu á sem veldur ágreiningi? „Það eru ýmis atriði sem koma við útfærslu í kjarasamningi og áherslum.“ Þú vilt ekki fara nánar út í það? „Nei nei.“ Sameyki er svo stórt innan bandalagsins. Var þá einhver smölun á fundinn? „Það er ekki þannig að ég hafi heyrt mikið af smölun en því hefur verið haldið fram að svo hafi verið. Og það er svo sem ekkert ólíklegt að það gæti verið rétt. En ég er ekkert að velta mér upp úr því. Þetta er niðurstaða þessa kjörs sem þarna var,“ segir hann. Var hart tekist á á fundinum? „Ég held að ákveðinn hópur hafi verið að vinna að þessu undir yfirborðinu. Þingfulltrúar eða fulltrúar annarra félaga. Það var sagt við mig að þingi loknu en ég sel það nú ekki dýrara en ég keypti,“ segir hann. Umræða um úrsögn ekki farið fram „Það sem við höfum lagt áherslu á í Sameyki er fyrst og fremst að vinna árangursríka baráttu fyrir okkar félagsfólk. Við höfum náð mjög góðum árangri í því og það getur eftir atvikum kallað á ágreining við bæði viðsemjendur og líka haft áhrif á samstarf og samflot þegar áherslur fara ekki saman. Það er þekkt í þessum heimi stéttabaráttunnar að slík staða getur komið upp,“ segir Þórarinn. Að sögn Þórarins hefði vanalega verið farið í raðkjör í kjölfar úrslitanna. Hann hefði þá getað farið í stjórn í minna hlutverki en hafi ekki sóst eftir því. „Í ljósi þess að þingheimur kaus með þessum hætti sá ég ekki ástæðu til þess að leggja áherslu á að fara inn í stjórn BSRB,“ segir hann. „Þessi niðurstaða var afgerandi og þá er það bara niðurstaðan. Í meðstjórnendum eigum við fulltrúa sem er að vísu ekki félagslega kjörinn. Það er skrifstofustjórinn sem er ágætis tenging við BSRB. Svo höldum við okkar kjara- og hagmsunabaráttu fyrir félagsfólk áfram,“ segir hann. Kemur til grein að ganga úr BSRB? „Umræða um það hefur hvergi og ekkert farið fram. Að vísu voru einhverjir félagar Sameykis sem impruðu á því eftir þingið í dag. Og ég held að margir félagsmenn hafi ekki verið sáttir við þessa niðurstöðu. Hvað það ber í skauti sér í framhaldinu er ekkert hægt að segja á þessu stigi. Ef það kemur til umræðu tökum við upp það samtal,“ segir hann að lokum.
Stéttarfélög Lögreglan Tengdar fréttir Sonja Ýr endurkjörin formaður BSRB Sonja Ýr Þorbergsdóttir var í dag endurkjörin formaður BSRB til næstu þriggja ára á 46. þingi BSRB. 29. september 2021 12:49 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Fleiri fréttir Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Sjá meira
Sonja Ýr endurkjörin formaður BSRB Sonja Ýr Þorbergsdóttir var í dag endurkjörin formaður BSRB til næstu þriggja ára á 46. þingi BSRB. 29. september 2021 12:49