Kostir gamaldags samræmdra prófa Pawel Bartoszek skrifar 6. október 2024 14:31 Til skýringar: Með (gamaldags) samræmdum prófum í þessari grein er átt við stór próf sem haldin eru samdægurs í mörgum skólum, próf sem eru samin og yfirfarin miðlægt og próf sem hafa áhrif á leið nemenda í gegnum skólakerfið. Hér er því átt við próf eins og gömlu samræmdu prófin voru: próf þar sem mikið er undir. Þær tillögur um námsmat sem lagðar hafa verið til kallast „Matsferill“ og byggja á styttri prófum sem nemendur taka ekki allir á sama tíma. Matsferillinn er athyglisverð hugmynd sem hefur ýmsa kosti: sá stærsti er möguleikinn á tíðari endurgjöf til nemenda. En í nokkrum veigamiklum atriðum þá eru „gamaldags“ samræmd próf betri. Óumflýjanleiki Gamaldags samræmd próf eru óumflýjanleg. Þau eru haldin á ákveðnum degi, sama hvort nemandanum eða skólanum hans líkar það betur eða ekki. Óumflýjanleikinn býr til hvatningu. Nemendur vita að prófin koma og efnið verður það sama, óháð því hvort kennarinn hafi verið veikur og ekki komist yfir allt. Þetta veitir aðhald í námi og það er kostur. Til samanburðar má nefna að í drögum að tillögu um Matsferilinn segir: „Kennarar og skólarnir sjálfir bera ábyrgð á fyrirlögn matstækjanna ásamt því að sjá um að skrá og halda utan um niðurstöður í námsmatskerfi skólans og gera þær aðgengilegar forsjáraðilum og nemendum samkvæmt lögum. Kennarar og skólar njóta trausts til að taka ákvörðun um hvaða verkfæri Matsferils þau nota, fyrir hvaða nemendur, hvenær þau eru lögð fyrir og hve oft. Allir grunnskólar skulu þó meta námsárangur nemenda sinna í stærðfræði og íslensku, eða íslensku sem öðru tungumáli.“ Með öðrum orðum ráða kennararnir og skólarnir ferðinni þegar kemur að tímasetningu prófanna og því hversu oft er prófað. Blindni Næsti kostur gamaldags samræmdra prófa er blindni þeirra. Allir nemendur fá sama prófið. Nemandinn er metinn án fyrirframmótaðra hugmynda sem kennarinn hefur um hann. Prófúrlausnin hans verður yfirfarin af utanaðkomandi prófdómurum. Þetta gerir prófin að mikilvægu jafnréttistæki. Líkt lýst var hér að ofan er í Matsferlinum gert ráð fyrir að kennarar og skólar „njóti trausts“ til að ákveða hvaða nemendur verða prófaðir í hverju, hvenær og hve oft. Það gerir prófin ekki lengur blind. Til dæmis má ímynda sér að metnaðarfullir foreldrar muni fara fram á að matsþættir séu endurteknir uns viðunandi árangur næst, en foreldrar sem fylgjast ekki jafnmikið með skólagöngu barna sinna geri það síður. Þarna er hætta á að matið dragi frekar fram mismun í félagslegum bakgrunni nemenda, fremur en að draga úr honum. Árangursmat nemenda Næsta spurning er síðan hvort Matsferilinn muni mega nota til að bera nemendur saman innbyrðis, til dæmis við inntöku í framhaldsskóla. Í tillögunum segir: „Óheimilter þó að birta niðurstöður einstakra nemenda, námshópa, skóla eða sveitarfélaga opinberlega eða að vera með samanburð þar á milli.“ Af þessu má því ráða óheimilt verði að nota þennan, þó samræmda, mælikvarða við inntöku í framhaldsskóla. Matsferilinn verður þá mögulega nýttur inn í skólaeinkunn en inntakan í skólanna mun ófram ráðast af ósamræmdu mati. Svo það sé sagt: Ekkert kerfi til að úthluta nemendum takmörkuðum plássum (sumra) framhaldsskóla er fullkomið en samræmd, miðlæg mæling er samt sanngjörnust og gegnsæjust. Hana má fá fram með gamaldags samræmdum prófum. Árangursmat skóla Loks á eru samræmd próf líka mikilvægt tæki fyrir mat menntastofnunum sjálfum. Tæki sem nota má til að vita hvar allt sé eins og það eigi að vera, hvar breytinga sé þörf eða hvar meiri stuðning vantar. Hér er fólk auðvitað mjög smeykt, að svona tölur, ef þær eru birtar opinberlega hafi neikvæð áhrif á ákveðin skólasamfélög sem standa höllum fæti. Það eru raunveruleg rök, en trompa ekki sjálfsagða, lýðræðislega kröfu um gegnsæi. Það myndi aldrei líðast að halda ástandsskýrslum um skólahúsnæði leyndum fyrir almenningi. Hví ætti því að hvíla leynd yfir þeim þætti skólastarfsins sem mestu máli skiptir? Hættan við leyndina er nefnilega enn meiri: að fólk horfist ekki í augu við vandamálin, því það veit einfaldlega ekki af þeim. Gagna-laus ár Þrátt fyrir ýmsa mögulega kosti Matsferilsins er samt fjarri að hugmyndin hafi verið það óumdeilt frábær að rétt hafi verið að henda til hliðar öðru samræmdu mati á meðan unnið væri að því að koma henni á. Líklega hefði hið þveröfuga verið rétt: Að keyra samræmdu könnunarprófin sem enn voru við lýði samhliða Matsferlinum í 2-3 ár til að tapa ekki samfellu í gögnum. Það var því miður ekki gert. Of mikið frelsi - of mikil leynd Stærstu spurningamerkin sem setja má við Matsferilinn felast í þeim þáttum sem auglýstir hafa verið sem hans helstu kostir. Of mikið frelsi kennara til að ákveða hvað sé prófað og hvenær getur verið varhugavert. Sú leynd sem hvíla á yfir öllum niðurstöðunum er það líka. Matsferlinum fylgja ákveðin tækifæri. En þegar kemur að óumflýjanleikanum, blindni prófanna og möguleikanum til að bera saman árangur nemenda og skóla þá hafa „gamaldags“ samræmd próf ýmsa kosti sem Matsferillinn hefur ekki. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Skóla- og menntamál Viðreisn Grunnskólar Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Til skýringar: Með (gamaldags) samræmdum prófum í þessari grein er átt við stór próf sem haldin eru samdægurs í mörgum skólum, próf sem eru samin og yfirfarin miðlægt og próf sem hafa áhrif á leið nemenda í gegnum skólakerfið. Hér er því átt við próf eins og gömlu samræmdu prófin voru: próf þar sem mikið er undir. Þær tillögur um námsmat sem lagðar hafa verið til kallast „Matsferill“ og byggja á styttri prófum sem nemendur taka ekki allir á sama tíma. Matsferillinn er athyglisverð hugmynd sem hefur ýmsa kosti: sá stærsti er möguleikinn á tíðari endurgjöf til nemenda. En í nokkrum veigamiklum atriðum þá eru „gamaldags“ samræmd próf betri. Óumflýjanleiki Gamaldags samræmd próf eru óumflýjanleg. Þau eru haldin á ákveðnum degi, sama hvort nemandanum eða skólanum hans líkar það betur eða ekki. Óumflýjanleikinn býr til hvatningu. Nemendur vita að prófin koma og efnið verður það sama, óháð því hvort kennarinn hafi verið veikur og ekki komist yfir allt. Þetta veitir aðhald í námi og það er kostur. Til samanburðar má nefna að í drögum að tillögu um Matsferilinn segir: „Kennarar og skólarnir sjálfir bera ábyrgð á fyrirlögn matstækjanna ásamt því að sjá um að skrá og halda utan um niðurstöður í námsmatskerfi skólans og gera þær aðgengilegar forsjáraðilum og nemendum samkvæmt lögum. Kennarar og skólar njóta trausts til að taka ákvörðun um hvaða verkfæri Matsferils þau nota, fyrir hvaða nemendur, hvenær þau eru lögð fyrir og hve oft. Allir grunnskólar skulu þó meta námsárangur nemenda sinna í stærðfræði og íslensku, eða íslensku sem öðru tungumáli.“ Með öðrum orðum ráða kennararnir og skólarnir ferðinni þegar kemur að tímasetningu prófanna og því hversu oft er prófað. Blindni Næsti kostur gamaldags samræmdra prófa er blindni þeirra. Allir nemendur fá sama prófið. Nemandinn er metinn án fyrirframmótaðra hugmynda sem kennarinn hefur um hann. Prófúrlausnin hans verður yfirfarin af utanaðkomandi prófdómurum. Þetta gerir prófin að mikilvægu jafnréttistæki. Líkt lýst var hér að ofan er í Matsferlinum gert ráð fyrir að kennarar og skólar „njóti trausts“ til að ákveða hvaða nemendur verða prófaðir í hverju, hvenær og hve oft. Það gerir prófin ekki lengur blind. Til dæmis má ímynda sér að metnaðarfullir foreldrar muni fara fram á að matsþættir séu endurteknir uns viðunandi árangur næst, en foreldrar sem fylgjast ekki jafnmikið með skólagöngu barna sinna geri það síður. Þarna er hætta á að matið dragi frekar fram mismun í félagslegum bakgrunni nemenda, fremur en að draga úr honum. Árangursmat nemenda Næsta spurning er síðan hvort Matsferilinn muni mega nota til að bera nemendur saman innbyrðis, til dæmis við inntöku í framhaldsskóla. Í tillögunum segir: „Óheimilter þó að birta niðurstöður einstakra nemenda, námshópa, skóla eða sveitarfélaga opinberlega eða að vera með samanburð þar á milli.“ Af þessu má því ráða óheimilt verði að nota þennan, þó samræmda, mælikvarða við inntöku í framhaldsskóla. Matsferilinn verður þá mögulega nýttur inn í skólaeinkunn en inntakan í skólanna mun ófram ráðast af ósamræmdu mati. Svo það sé sagt: Ekkert kerfi til að úthluta nemendum takmörkuðum plássum (sumra) framhaldsskóla er fullkomið en samræmd, miðlæg mæling er samt sanngjörnust og gegnsæjust. Hana má fá fram með gamaldags samræmdum prófum. Árangursmat skóla Loks á eru samræmd próf líka mikilvægt tæki fyrir mat menntastofnunum sjálfum. Tæki sem nota má til að vita hvar allt sé eins og það eigi að vera, hvar breytinga sé þörf eða hvar meiri stuðning vantar. Hér er fólk auðvitað mjög smeykt, að svona tölur, ef þær eru birtar opinberlega hafi neikvæð áhrif á ákveðin skólasamfélög sem standa höllum fæti. Það eru raunveruleg rök, en trompa ekki sjálfsagða, lýðræðislega kröfu um gegnsæi. Það myndi aldrei líðast að halda ástandsskýrslum um skólahúsnæði leyndum fyrir almenningi. Hví ætti því að hvíla leynd yfir þeim þætti skólastarfsins sem mestu máli skiptir? Hættan við leyndina er nefnilega enn meiri: að fólk horfist ekki í augu við vandamálin, því það veit einfaldlega ekki af þeim. Gagna-laus ár Þrátt fyrir ýmsa mögulega kosti Matsferilsins er samt fjarri að hugmyndin hafi verið það óumdeilt frábær að rétt hafi verið að henda til hliðar öðru samræmdu mati á meðan unnið væri að því að koma henni á. Líklega hefði hið þveröfuga verið rétt: Að keyra samræmdu könnunarprófin sem enn voru við lýði samhliða Matsferlinum í 2-3 ár til að tapa ekki samfellu í gögnum. Það var því miður ekki gert. Of mikið frelsi - of mikil leynd Stærstu spurningamerkin sem setja má við Matsferilinn felast í þeim þáttum sem auglýstir hafa verið sem hans helstu kostir. Of mikið frelsi kennara til að ákveða hvað sé prófað og hvenær getur verið varhugavert. Sú leynd sem hvíla á yfir öllum niðurstöðunum er það líka. Matsferlinum fylgja ákveðin tækifæri. En þegar kemur að óumflýjanleikanum, blindni prófanna og möguleikanum til að bera saman árangur nemenda og skóla þá hafa „gamaldags“ samræmd próf ýmsa kosti sem Matsferillinn hefur ekki. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun