Á bak við tjöldin Arnar Þór Jónsson skrifar 8. október 2024 12:02 Stjórnmálin eiga að byggjast á grundvallarviðmiðum. Stjórnmálaflokkar bjóða fram lista og skuldbinda sig til að framfylgja sínum viðmiðum. Á Íslandi hefur það gerst að flokkarnir hafa hrokkið af sinni hugmyndafræðilegu rót. Afleiðingin hefur orðið sú að stjórnmálin hafa orðið stefnulaus, ófyrirsjáanlegur hrærigrautur. Í sinni verstu mynd fara þau að snúast um hagsmuni valdamanna, en ekki kjósenda. Hér þarf endurnýjunar við. Stofnendur og stuðningsmenn Lýðræðisflokksins hafa fengið nóg af stefnulausri siglingu þjóðarskútunnar því öll berum við í brjósti ættjarðarást til landsins okkar og alls þess góða sem það hefur gefið okkur. Snúa verður stýrinu án tafar ef ekki á illa að fara. Ábyrgðin á að það verði gert hvílir á okkur Íslendingum, því allt ríkisvald stafar frá þjóðinni. Það erum við sem kjósum fulltrúa á Alþingi. Hlutverk þingmanna er að setja lög og svara til ábyrgðar gagnvart kjósendum. Í ljósi alls framanritaðs er erfitt að skilja áhuga íslenskra ráðamanna á því að framselja völd og áhrif úr landi til erlendra stofnana, sbr. nú m.a. frumvarp utanríkisráðherra um breytingu á EES samningnum viðvíkjandi bókun 35. Miklir hagsmunir eru við það bundnir að Íslendingar átti sig á þeim straumum sem móta stjórnmálin nú á dögum. Vísbendingar eru nú um að þar styrkist nú straumar sem eru ekki lýðræðislegir og hirða ekkert um klassískt frjálslyndi, heldur sigla áfram undir flaggi gervifrjálslyndis og gervilýðræðis. Í bókinni Framfaragoðsögnin eftir Georg Henrik von Wright (útg. 1993) fá finna umfjöllun sem varpa gagnlegu ljósi á samhengið sem hér um ræðir: Bandalag vísinda, tækni og iðnaðar mætti nefna tækniveldi. Tilhneiging þess er að verða alþjóðlegt og hafið yfir landamæri. Þar með verður það einnig sífellt óháðara því félagslega og pólitíska kerfi sem þróast hefur innan þjóðríkjanna og reist er á menningarlegum og þjóðernislegum venslum. Aukin spenna milli hins þjóðlega og hins yfirþjóðlega, milli hins pólitíska stjórnarforms og tækniveldisins, er eitt af dæmigerðum þjóðfélagseinkennum menningarinnar í lok tuttugustu aldar. [...] við lifum á tímum þegar tækniveldið er um það bil að taka völdin af pólitíska kerfinu. Ákvarðanir sem teknar eru innan hins síðarnefnda eru oft aðeins staðfesting á því sem hrundið hefur verið í framkvæmd innan hins fyrrnefnda. [Bls. 106-107] Tækniveldið stefnir að heimsumsvifum, um allan hnöttinn, milli ríkja eða öllu heldur þvert yfir landamæri. Pólitíska kerfið er samkvæmt hefð skipulagt innan þjóðríkja. Með einföldun má kalla stjórn tækniveldisins tækniræði, stjórn pólitíska kerfisins lýðræði. Milli þessara tveggja stjórnkerfa ríkir margs konar spenna. [ ...] hið þjoðlega pólitíska kerfi er á góðri leið með að hverfa inn í hið hnattræna tækniveldi. Ríkisstjórnum og þjoðþingum er stillt upp gagnvart veruleika sem þau hafa átt lítinn eða engan þátt í að skapa en neyðast þó til að aðlaga framtíðarákvarðanir sínar eftir afleiðingum hans og kröfum. Hið pólitíska kerfi er þannig milli steins og sleggur. annars vegar er fólkið eða kjósendurnir sem það hefur þegið umboð sitt frá og hins vegar er þrýsingur ákveðinna afla sem ríkisstjórnir þjóðríkjanna hafa engin yfirráð yfir. Þetta skapar trúnaðarbrest milli fólksins og þjóðkjörinna fulltrúa þess. Eitt af sjúkdómseinkennunum er það sem í daglegu tali kallast leiði á stjórnmálum og stjórnmálamönnum. Alvarlegara er að kjósendur hætti að treysta því að hinar lýðræðislegu stjórnarstofnanir séu þeirra leið til að taka þátt í ákvörðun þess sem gera skal. Upp kemur ástand sem ekki er ofmælt að kalla kreppu lýðræðisins. Einstaklingurinn, sem lítur ekki lengur á sig sem borgara í þjoðfélagi þar sem vilji hans eða hennar á aðild að ákvörðunum, verður í staðinn einangruð einkapersóna sem mænir á sína eigin spegilmynd. Bls. [124-125] Samantekt Hér að framan er lýst straumum sem renna undir yfirborði lýðræðislegrar umræðu. Að baki búa risastór, alþjóðleg fjármála- og hagsmunaöfl sem vilja seilast til áhrifa á vettvangi þjóðríkjanna. Gegn þessu þarf að standa lýðræðislegan vörð og tryggja að ekki verði hróflað við grunnstoðum lífsgæða í landinu, þ.m.t. náttúruauðlindum, orku, vatnsnýtingu, umhverfisvernd o.fl. Ég hvet lesendur til rýna í gegnum yfirborð daglegrar umræðu og greina hvað býr að baki. Ísland þarf ekki – og á ekki – að þurfa að sópast með straumnum. Við þurfum ekki að afhenda vald og áhrif úr landi til fólks sem við þekkjum ekki. Kjörnum fulltrúum okkar leyfist ekki að afsala íslensku ríkisvaldi (valdi þjóðarinnar) til erlendra ríkja eða ríkjabandalaga. Slíkt má a.m.k. ekki gerast nema að undangenginni upplýstri umræðu og viðeigandi breytingum á stjórnarskrá. Sjálfsákvörðunarréttur verður ekki varinn með því að taka upp stjórnlyndi. Lýðræðið verður ekki varið með því að taka upp tækniræði. Höfundur er lögmaður og stofnandi Lýðræðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Lýðræðisflokkurinn Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálin eiga að byggjast á grundvallarviðmiðum. Stjórnmálaflokkar bjóða fram lista og skuldbinda sig til að framfylgja sínum viðmiðum. Á Íslandi hefur það gerst að flokkarnir hafa hrokkið af sinni hugmyndafræðilegu rót. Afleiðingin hefur orðið sú að stjórnmálin hafa orðið stefnulaus, ófyrirsjáanlegur hrærigrautur. Í sinni verstu mynd fara þau að snúast um hagsmuni valdamanna, en ekki kjósenda. Hér þarf endurnýjunar við. Stofnendur og stuðningsmenn Lýðræðisflokksins hafa fengið nóg af stefnulausri siglingu þjóðarskútunnar því öll berum við í brjósti ættjarðarást til landsins okkar og alls þess góða sem það hefur gefið okkur. Snúa verður stýrinu án tafar ef ekki á illa að fara. Ábyrgðin á að það verði gert hvílir á okkur Íslendingum, því allt ríkisvald stafar frá þjóðinni. Það erum við sem kjósum fulltrúa á Alþingi. Hlutverk þingmanna er að setja lög og svara til ábyrgðar gagnvart kjósendum. Í ljósi alls framanritaðs er erfitt að skilja áhuga íslenskra ráðamanna á því að framselja völd og áhrif úr landi til erlendra stofnana, sbr. nú m.a. frumvarp utanríkisráðherra um breytingu á EES samningnum viðvíkjandi bókun 35. Miklir hagsmunir eru við það bundnir að Íslendingar átti sig á þeim straumum sem móta stjórnmálin nú á dögum. Vísbendingar eru nú um að þar styrkist nú straumar sem eru ekki lýðræðislegir og hirða ekkert um klassískt frjálslyndi, heldur sigla áfram undir flaggi gervifrjálslyndis og gervilýðræðis. Í bókinni Framfaragoðsögnin eftir Georg Henrik von Wright (útg. 1993) fá finna umfjöllun sem varpa gagnlegu ljósi á samhengið sem hér um ræðir: Bandalag vísinda, tækni og iðnaðar mætti nefna tækniveldi. Tilhneiging þess er að verða alþjóðlegt og hafið yfir landamæri. Þar með verður það einnig sífellt óháðara því félagslega og pólitíska kerfi sem þróast hefur innan þjóðríkjanna og reist er á menningarlegum og þjóðernislegum venslum. Aukin spenna milli hins þjóðlega og hins yfirþjóðlega, milli hins pólitíska stjórnarforms og tækniveldisins, er eitt af dæmigerðum þjóðfélagseinkennum menningarinnar í lok tuttugustu aldar. [...] við lifum á tímum þegar tækniveldið er um það bil að taka völdin af pólitíska kerfinu. Ákvarðanir sem teknar eru innan hins síðarnefnda eru oft aðeins staðfesting á því sem hrundið hefur verið í framkvæmd innan hins fyrrnefnda. [Bls. 106-107] Tækniveldið stefnir að heimsumsvifum, um allan hnöttinn, milli ríkja eða öllu heldur þvert yfir landamæri. Pólitíska kerfið er samkvæmt hefð skipulagt innan þjóðríkja. Með einföldun má kalla stjórn tækniveldisins tækniræði, stjórn pólitíska kerfisins lýðræði. Milli þessara tveggja stjórnkerfa ríkir margs konar spenna. [ ...] hið þjoðlega pólitíska kerfi er á góðri leið með að hverfa inn í hið hnattræna tækniveldi. Ríkisstjórnum og þjoðþingum er stillt upp gagnvart veruleika sem þau hafa átt lítinn eða engan þátt í að skapa en neyðast þó til að aðlaga framtíðarákvarðanir sínar eftir afleiðingum hans og kröfum. Hið pólitíska kerfi er þannig milli steins og sleggur. annars vegar er fólkið eða kjósendurnir sem það hefur þegið umboð sitt frá og hins vegar er þrýsingur ákveðinna afla sem ríkisstjórnir þjóðríkjanna hafa engin yfirráð yfir. Þetta skapar trúnaðarbrest milli fólksins og þjóðkjörinna fulltrúa þess. Eitt af sjúkdómseinkennunum er það sem í daglegu tali kallast leiði á stjórnmálum og stjórnmálamönnum. Alvarlegara er að kjósendur hætti að treysta því að hinar lýðræðislegu stjórnarstofnanir séu þeirra leið til að taka þátt í ákvörðun þess sem gera skal. Upp kemur ástand sem ekki er ofmælt að kalla kreppu lýðræðisins. Einstaklingurinn, sem lítur ekki lengur á sig sem borgara í þjoðfélagi þar sem vilji hans eða hennar á aðild að ákvörðunum, verður í staðinn einangruð einkapersóna sem mænir á sína eigin spegilmynd. Bls. [124-125] Samantekt Hér að framan er lýst straumum sem renna undir yfirborði lýðræðislegrar umræðu. Að baki búa risastór, alþjóðleg fjármála- og hagsmunaöfl sem vilja seilast til áhrifa á vettvangi þjóðríkjanna. Gegn þessu þarf að standa lýðræðislegan vörð og tryggja að ekki verði hróflað við grunnstoðum lífsgæða í landinu, þ.m.t. náttúruauðlindum, orku, vatnsnýtingu, umhverfisvernd o.fl. Ég hvet lesendur til rýna í gegnum yfirborð daglegrar umræðu og greina hvað býr að baki. Ísland þarf ekki – og á ekki – að þurfa að sópast með straumnum. Við þurfum ekki að afhenda vald og áhrif úr landi til fólks sem við þekkjum ekki. Kjörnum fulltrúum okkar leyfist ekki að afsala íslensku ríkisvaldi (valdi þjóðarinnar) til erlendra ríkja eða ríkjabandalaga. Slíkt má a.m.k. ekki gerast nema að undangenginni upplýstri umræðu og viðeigandi breytingum á stjórnarskrá. Sjálfsákvörðunarréttur verður ekki varinn með því að taka upp stjórnlyndi. Lýðræðið verður ekki varið með því að taka upp tækniræði. Höfundur er lögmaður og stofnandi Lýðræðisflokksins.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun