Miklar líkur á vandræðalegri stöðu fyrir Ísland Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2024 08:33 Það er enn hægt að spila á Laugardalsvelli, þar sem Ísland hefur oft náð frábærum úrslitum, en KSÍ segir útilokað að þar verði spilað í mars. vísir/Hulda Margrét Tölfræðiveita telur áttatíu prósent líkur á því að íslenska karlalandsliðið í fótbolta spili umspilsleiki í Þjóðadeild UEFA í mars á næsta ári. Ekki yrði hægt að spila á Laugardalsvelli og því góð ráð dýr. Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu eru í harðri baráttu í sínum fjögurra liða riðli, í B-deild Þjóðadeildarinnar, eftir sigur gegn Svartfjallalandi en tap gegn Tyrklandi ytra í september. Nú mæta þeir Wales á morgun og Tyrklandi á mánudag, og eru báðir leikirnir á Laugardalsvelli. Með því að taka 4-6 stig úr þessum leikjum ætti Ísland fína möguleika á að vinna sinn riðil, en riðlakeppninni lýkur með útileikjum við Svartfjallalandi og Wales í nóvember. Hvað gerist ef Ísland endar í: 1. sæti: Ísland upp í A-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025. Miði inn í HM-umspilið í mars 2026 nánast tryggður, gerist þess þörf. 2. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 3. sæti riðils í A-deild, um sæti í A-deild. 3. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 2. sæti riðils í C-deild, um sæti í B-deild. 4. sæti: Ísland fellur í C-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025. Aðeins ef Ísland vinnur sinn riðil eða endar neðst í honum, spilar liðið ekki í tveggja leikja umspili í mars á næsta ári. Síðan We Global Football, sem sérhæfir sig í fótboltatölfræði, metur líkurnar 80% á því að Ísland endi í 2. eða 3. sæti síns riðils og fari því í umspilsleiki. Teams in the Nations League quarters or pro/rel playoffs will play Nations League matches in March, meaning no World Cup qualifiers until June. 8 League A teams have a 99%+ chance:🇵🇹 🇮🇹 🇫🇷 🇧🇪 🇩🇪 🇳🇱 🇪🇸 🇩🇰 League B/C/D most likely🇬🇷 Greece - 82.8%🇮🇸 Iceland - 80.4%🏴 Wales…— We Global Football (@We_Global) October 8, 2024 HM-umspil með sigri í riðlinum Sigur í riðlinum myndi koma Íslandi hjá því að spila umspilsleiki í mars, og jafnframt nær örugglega tryggja liðinu afar spennandi tækifæri sem felst í öðru umspili (í mars 2026), um sæti á HM 2026 í Norður-Ameríku. Liðið myndi reyndar ekki þurfa að nýta sér þetta tækifæri ef það kæmist svo beint á HM í gegnum undankeppnina á næsta ári, en það gæti reynst dýrmætt að hafa þessa varaleið. KSÍ meðvitað um stöðuna en engin ákvörðun tekin En ef að Ísland endar í 2. eða 3. sæti síns riðils þá þarf liðið að fara í umspilsleiki 20. og 25. mars, þar sem leikið yrði heima og að heiman. Liðið í 2. sæti fer í umspil við lið úr 3. sæti í A-deild, og því mögulega eitthvað stórlið, en liðið í 3. sæti í riðli Íslands gæti fallið því það fer í umspil við lið úr 2. sæti í C-deild. Liðið í 4. sæti fellur beint niður í C-deild og í því tilviki þyrfti ekki að spila heimaleik á Íslandi í mars. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að sambandið sé meðvitað um stöðuna. Fari svo að Ísland spili í umspili í mars verði ekki hægt að spila á Laugardalsvelli enda sé stefnt á að hefja brátt framkvæmdir þar, til að leggja blandað gras. Aðspurður hvort einhver möguleiki sé þá á að spilað yrði í umspili á Íslandi í mars, til að mynda á Kópavogsvelli líkt og Víkingur fékk leyfi til að gera í Sambandsdeild Evrópu í vetur, svarar Eysteinn: „Það er bara verið að vinna í því að skoða stöðuna og alla möguleika. Ekkert verið ákveðið ennþá.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Sviss | Barist um að forðast hættulegt fall Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu eru í harðri baráttu í sínum fjögurra liða riðli, í B-deild Þjóðadeildarinnar, eftir sigur gegn Svartfjallalandi en tap gegn Tyrklandi ytra í september. Nú mæta þeir Wales á morgun og Tyrklandi á mánudag, og eru báðir leikirnir á Laugardalsvelli. Með því að taka 4-6 stig úr þessum leikjum ætti Ísland fína möguleika á að vinna sinn riðil, en riðlakeppninni lýkur með útileikjum við Svartfjallalandi og Wales í nóvember. Hvað gerist ef Ísland endar í: 1. sæti: Ísland upp í A-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025. Miði inn í HM-umspilið í mars 2026 nánast tryggður, gerist þess þörf. 2. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 3. sæti riðils í A-deild, um sæti í A-deild. 3. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 2. sæti riðils í C-deild, um sæti í B-deild. 4. sæti: Ísland fellur í C-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025. Aðeins ef Ísland vinnur sinn riðil eða endar neðst í honum, spilar liðið ekki í tveggja leikja umspili í mars á næsta ári. Síðan We Global Football, sem sérhæfir sig í fótboltatölfræði, metur líkurnar 80% á því að Ísland endi í 2. eða 3. sæti síns riðils og fari því í umspilsleiki. Teams in the Nations League quarters or pro/rel playoffs will play Nations League matches in March, meaning no World Cup qualifiers until June. 8 League A teams have a 99%+ chance:🇵🇹 🇮🇹 🇫🇷 🇧🇪 🇩🇪 🇳🇱 🇪🇸 🇩🇰 League B/C/D most likely🇬🇷 Greece - 82.8%🇮🇸 Iceland - 80.4%🏴 Wales…— We Global Football (@We_Global) October 8, 2024 HM-umspil með sigri í riðlinum Sigur í riðlinum myndi koma Íslandi hjá því að spila umspilsleiki í mars, og jafnframt nær örugglega tryggja liðinu afar spennandi tækifæri sem felst í öðru umspili (í mars 2026), um sæti á HM 2026 í Norður-Ameríku. Liðið myndi reyndar ekki þurfa að nýta sér þetta tækifæri ef það kæmist svo beint á HM í gegnum undankeppnina á næsta ári, en það gæti reynst dýrmætt að hafa þessa varaleið. KSÍ meðvitað um stöðuna en engin ákvörðun tekin En ef að Ísland endar í 2. eða 3. sæti síns riðils þá þarf liðið að fara í umspilsleiki 20. og 25. mars, þar sem leikið yrði heima og að heiman. Liðið í 2. sæti fer í umspil við lið úr 3. sæti í A-deild, og því mögulega eitthvað stórlið, en liðið í 3. sæti í riðli Íslands gæti fallið því það fer í umspil við lið úr 2. sæti í C-deild. Liðið í 4. sæti fellur beint niður í C-deild og í því tilviki þyrfti ekki að spila heimaleik á Íslandi í mars. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að sambandið sé meðvitað um stöðuna. Fari svo að Ísland spili í umspili í mars verði ekki hægt að spila á Laugardalsvelli enda sé stefnt á að hefja brátt framkvæmdir þar, til að leggja blandað gras. Aðspurður hvort einhver möguleiki sé þá á að spilað yrði í umspili á Íslandi í mars, til að mynda á Kópavogsvelli líkt og Víkingur fékk leyfi til að gera í Sambandsdeild Evrópu í vetur, svarar Eysteinn: „Það er bara verið að vinna í því að skoða stöðuna og alla möguleika. Ekkert verið ákveðið ennþá.“
Hvað gerist ef Ísland endar í: 1. sæti: Ísland upp í A-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025. Miði inn í HM-umspilið í mars 2026 nánast tryggður, gerist þess þörf. 2. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 3. sæti riðils í A-deild, um sæti í A-deild. 3. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 2. sæti riðils í C-deild, um sæti í B-deild. 4. sæti: Ísland fellur í C-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Sviss | Barist um að forðast hættulegt fall Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira