Mikið var um dýrðir þegar Þjóðleikhúsið frumsýndi bráðfyndna útilegufarsann Eltum veðrið síðastliðið föstudagskvöld. Meðal þeirra sem létu sjá sig voru sjálf forsetahjónin.
Sýningin er samið af mörgum fremstu gamanleikurum þjóðarinnar úr leikhópi Þjóðleikhússins. Það er unnið upp úr missönnum sögum af útilegum á Íslandi þar sem allt fer í steik.
Skrautlegur vinahópur heldur í sína árlegu útilegu þar sem allt þarf að vera á sínum stað – rétta stæðið fyrir hjólhýsin, moðsteikta holulambið, sándboxið og allt hitt. En nú er samt ekkert eins og það var, því það vantar eina í hópinn. Hver og einn er með sínar hugmyndir um það hvernig eigi að bregðast við nýrri stöðu og hin árlega samkoma vinahópsins tekur óvænta og stórvarasama stefnu.


















