Geðheilsa er samfélagsmál Halldóra Friðgerður Víðisdóttir skrifar 10. október 2024 11:33 Geðheilbrigði er ofarlega á dagskrá í opinberri þjóðfélagsumræðu og er umræðan opinská og oft á tíðum einlæg. Sífellt fleiri skilja mikilvægi þess að viðhalda þurfi geðheilsunni með virkum hætti, á sama hátt og við erum meðvituð um áhrif hreyfingar og hollrar fæðu á líkamlegt hreysti. Geðraskanir spyrja ekki um stétt eða stöðu, en geta einstaklingsins og samfélagsins í kringum hann til að takast á við geðheilsuna getur haft gríðarleg áhrif á bæði veikindi og bata. Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn, 10. október, er að þessu sinni helgaður geðheilsu á vinnustað. Fyrir utan heimilið eyðum við bróðurparti okkar tíma innan veggja vinnustaðarins. Vinnuumhverfið og menning á vinnustöðum getur gegnt stóru hlutverki í vellíðan starfsfólks og þegar þessir þættir bresta hefur það slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. Vonandi þykir okkur flestum vinnan skemmtileg og gefandi, sem svo aftur stuðlar að góðri geðheilsu. Gott vinnuumhverfi stuðlar að geðheilbrigði Fjölmargir þættir hafa áhrif á geðheilbrigði og það hvernig við tökumst á við vanlíðan eða aðrar áskoranir. Persónulegir þættir og reynsla, tengsl við fjölskyldu og vini, andlegt upplag, stuðningur úr nærumhverfi og umhverfisþættir eru þar á meðal. Efnahagslegt óöryggi, ófriður og samfélagsleg áföll geta haft áhrif á okkur öll og við þurfum að hlúa bæði að sjálfum okkur og hvert að öðru. Við sem einstaklingar erum partur af stærra mengi, ekki síst fjölskyldu og vinahóp og mörg hver af vinnustað. Hraðinn í samfélaginu gerir vinnuumhverfið oft flókið og fyrir mörgum er nokkur áskorun að tryggja gott samspil vinnu og einkalífs. Á síðustu árum hefur verið lögð rík áhersla á styttri vinnutíma sem lið í að bæta þetta strembna samspil. Fyrir geðheilsuna er þó ekki síður mikilvægt að vinnuumhverfið sjálft stuðli að góðu geðheilbrigði. Tengslamyndun á vinnustað, bæði persónuleg og fagleg, styrkir okkur í að standast álag og ekki er verra ef vinnustaðurinn er skemmtilegur og fólk styður við bakið hvert á öðru! Sterk tengsl skipta sköpum Geðþjónusta Landspítala sinnir fólki með alvarlegan geðrænan vanda. Til okkar koma einstaklingar sem þurfa á þverfaglegri þjónustu að halda vegna bráðs eða flókins vanda og eru oft að lifa erfiðustu stundir lífs síns. Við vinnum í þverfaglegum teymum og leggjum ríka áherslu á samstarf við bæði notendur og þeirra aðstandendur. Við sjáum ítrekað hversu mikilvæg sterk félagsleg tengsl eru fyrir fólk sem glímir við geðraskanir og hversu miklu það getur skipt að fólk hafi að einhverju að hverfa að lokinni meðferð. Góðir vinnustaðir eru gulls ígildi, en það eru líka góðir vinahópar, sterkar fjölskyldur og líflegt félagsstarf. Með þessari grein fylgir hvatning til okkar allra að huga að okkar nánasta umhverfi, styðja hvert við annað og byggja upp og viðhalda félagslegum tengslum. Gerum vinnustaðina að góðum stað til að vera á og höldum utan um vinnufélaga okkar þegar á móti blæs. Þannig stuðlum við að betra geðheilbrigði, bæði okkar og annarra. Geðheilsa getur aldrei verið eingöngu málefni okkar sem einstaklinga, hún er samfélagsmál. Höfundur er forstöðuhjúkrunarfræðingur í geðþjónustu Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Geðheilbrigði er ofarlega á dagskrá í opinberri þjóðfélagsumræðu og er umræðan opinská og oft á tíðum einlæg. Sífellt fleiri skilja mikilvægi þess að viðhalda þurfi geðheilsunni með virkum hætti, á sama hátt og við erum meðvituð um áhrif hreyfingar og hollrar fæðu á líkamlegt hreysti. Geðraskanir spyrja ekki um stétt eða stöðu, en geta einstaklingsins og samfélagsins í kringum hann til að takast á við geðheilsuna getur haft gríðarleg áhrif á bæði veikindi og bata. Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn, 10. október, er að þessu sinni helgaður geðheilsu á vinnustað. Fyrir utan heimilið eyðum við bróðurparti okkar tíma innan veggja vinnustaðarins. Vinnuumhverfið og menning á vinnustöðum getur gegnt stóru hlutverki í vellíðan starfsfólks og þegar þessir þættir bresta hefur það slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. Vonandi þykir okkur flestum vinnan skemmtileg og gefandi, sem svo aftur stuðlar að góðri geðheilsu. Gott vinnuumhverfi stuðlar að geðheilbrigði Fjölmargir þættir hafa áhrif á geðheilbrigði og það hvernig við tökumst á við vanlíðan eða aðrar áskoranir. Persónulegir þættir og reynsla, tengsl við fjölskyldu og vini, andlegt upplag, stuðningur úr nærumhverfi og umhverfisþættir eru þar á meðal. Efnahagslegt óöryggi, ófriður og samfélagsleg áföll geta haft áhrif á okkur öll og við þurfum að hlúa bæði að sjálfum okkur og hvert að öðru. Við sem einstaklingar erum partur af stærra mengi, ekki síst fjölskyldu og vinahóp og mörg hver af vinnustað. Hraðinn í samfélaginu gerir vinnuumhverfið oft flókið og fyrir mörgum er nokkur áskorun að tryggja gott samspil vinnu og einkalífs. Á síðustu árum hefur verið lögð rík áhersla á styttri vinnutíma sem lið í að bæta þetta strembna samspil. Fyrir geðheilsuna er þó ekki síður mikilvægt að vinnuumhverfið sjálft stuðli að góðu geðheilbrigði. Tengslamyndun á vinnustað, bæði persónuleg og fagleg, styrkir okkur í að standast álag og ekki er verra ef vinnustaðurinn er skemmtilegur og fólk styður við bakið hvert á öðru! Sterk tengsl skipta sköpum Geðþjónusta Landspítala sinnir fólki með alvarlegan geðrænan vanda. Til okkar koma einstaklingar sem þurfa á þverfaglegri þjónustu að halda vegna bráðs eða flókins vanda og eru oft að lifa erfiðustu stundir lífs síns. Við vinnum í þverfaglegum teymum og leggjum ríka áherslu á samstarf við bæði notendur og þeirra aðstandendur. Við sjáum ítrekað hversu mikilvæg sterk félagsleg tengsl eru fyrir fólk sem glímir við geðraskanir og hversu miklu það getur skipt að fólk hafi að einhverju að hverfa að lokinni meðferð. Góðir vinnustaðir eru gulls ígildi, en það eru líka góðir vinahópar, sterkar fjölskyldur og líflegt félagsstarf. Með þessari grein fylgir hvatning til okkar allra að huga að okkar nánasta umhverfi, styðja hvert við annað og byggja upp og viðhalda félagslegum tengslum. Gerum vinnustaðina að góðum stað til að vera á og höldum utan um vinnufélaga okkar þegar á móti blæs. Þannig stuðlum við að betra geðheilbrigði, bæði okkar og annarra. Geðheilsa getur aldrei verið eingöngu málefni okkar sem einstaklinga, hún er samfélagsmál. Höfundur er forstöðuhjúkrunarfræðingur í geðþjónustu Landspítala.
Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun