Miður að misbrestur hafi orðið í þjónustu neyðarmóttökunnar Lovísa Arnardóttir skrifar 11. október 2024 14:31 Skoðun fer til dæmis fram í þessu herbergi á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Anne María Steinþórsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis, segir ljóst að misbrestur hafi orðið á þjónustu neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota í júní síðasta sumar þegar kona leitaði þangað vegna kynferðislegs ofbeldis. Hún segir það miður. Dómur féll í gær í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar. Hann var fyrir dómi sýknaður af ákæru um kynferðisbrot og taldist frásögn hans trúverðugri en konunnar sem sakaði hann um að brjóta á sér kynferðislega með því að sleikja kynfæri hennar og stinga fingrum sínum í leggöng hennar. Í dómnum, sem var birtur í gær, kom fram að konan hefði leitað á neyðarmóttökuna fyrir þolendur kynferðisbrota þann 26. júní en verið sagt að koma aftur. Haft hafi verið samband við hana símleiðis daginn eftir og hún boðuð í viðtal þann 28. júní. „Líkamsskoðun fór þó einhverra hluta vegna ekki fram, heldur var aðeins tekið við hana viðtal,“ segir í dómi. Neyðarmóttaka fékk ekki upplýsingar um að maðurinn hefði sett fingur sína í leggöng konunnar. Viðtalið við hana var tekið í biðstofu.Vísir/Vilhelm Í dómi er einnig að finna lýsingu konunnar sjálfrar á móttökunni á neyðarmóttökunni. Þar kemur fram að hún hafi verið látin bíða í tjaldi við komu í biðstofu. Hún hafi óskað eftir skoðun og nefnt þar að Albert hefði verið harðhentur við sig. Henni hafi þá verið sagt að koma aftur daginn eftir „Það breytti engu þar sem ákærði hefði ekki fengið sáðlát inni í henni.“ Sjá einnig: Farið yfir dóminn: Albert metinn trúverðugri en konan Þá er einnig í dómi vitnað í hjúkrunarfræðing sem er vitni í málinu. Hún segir þar að mistök hafi verið gerð þegar konan leitaði fyrst á móttökuna. Það hafi verið rætt við hana á biðstofu sem sé ekki hefðbundið verklag auk þess sem neyðarmóttaka hafi ekki verið upplýst að maðurinn hefði sett fingur í leggöng hennar. Neyðarmóttakan hafi haft samband daginn eftir en þá hafi hún verið búin að fara í sturtu. Anne Marie segir ferlið sem unnið sé eftir á neyðarmóttökunni alveg skýrt og það sé miður að misbrestur hafi orðið á því. „Ferlið okkar er með þeim hætti að fólk sem til okkar leitar fær samtal við hjúkrunarfræðing í einrúmi. Ef brot átti sér stað innan 72 klukkustunda köllum við til lækni og hjúkrunarfræðing sem framkvæma líkamsskoðun og tryggja þannig mikilvæg sönnunargögn ef til sakamáls kemur,“ segir Anne Marie í skriflegu svari til fréttastofu. Markmið að bjóða upp á faglega og áreiðanlega þjónustu Sé liðinn lengri tími frá broti sé frásögn tekin niður og út frá henni metið hvort þörf sé á líkamsskoðun, en ætíð boðið upp á heilsufarsskoðun. „Fólk sem til okkar leitar nýtur þverfaglegrar þjónustu og getur fengið áfallameðferð hjá sálfræðingi, auk þess að eiga rétt á samtali við réttargæslumann,“ segir Anne Marie. Þá segir hún markmið neyðarmóttökunnar að bjóða upp á faglega og áreiðanlega þjónustu sem sé framkvæmd af umhyggju og virðingu. „Það skiptir okkur miklu máli að þau sem til okkar leita geti treyst okkur og að stofnanir samfélagsins og félagasamtök geti gert það líka. Við vitum að okkar störf geta haft bein áhrif á meðferð sakamála og tökum réttarlæknisfræðilegan hluta starfs okkar mjög alvarlega. Almennt stöndum við undir þessu en þarna hefur orðið misbrestur á þjónustunni, sem er mjög miður.“ Kynferðisofbeldi Landspítalinn Lögreglumál Dómsmál Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Dómur féll í gær í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar. Hann var fyrir dómi sýknaður af ákæru um kynferðisbrot og taldist frásögn hans trúverðugri en konunnar sem sakaði hann um að brjóta á sér kynferðislega með því að sleikja kynfæri hennar og stinga fingrum sínum í leggöng hennar. Í dómnum, sem var birtur í gær, kom fram að konan hefði leitað á neyðarmóttökuna fyrir þolendur kynferðisbrota þann 26. júní en verið sagt að koma aftur. Haft hafi verið samband við hana símleiðis daginn eftir og hún boðuð í viðtal þann 28. júní. „Líkamsskoðun fór þó einhverra hluta vegna ekki fram, heldur var aðeins tekið við hana viðtal,“ segir í dómi. Neyðarmóttaka fékk ekki upplýsingar um að maðurinn hefði sett fingur sína í leggöng konunnar. Viðtalið við hana var tekið í biðstofu.Vísir/Vilhelm Í dómi er einnig að finna lýsingu konunnar sjálfrar á móttökunni á neyðarmóttökunni. Þar kemur fram að hún hafi verið látin bíða í tjaldi við komu í biðstofu. Hún hafi óskað eftir skoðun og nefnt þar að Albert hefði verið harðhentur við sig. Henni hafi þá verið sagt að koma aftur daginn eftir „Það breytti engu þar sem ákærði hefði ekki fengið sáðlát inni í henni.“ Sjá einnig: Farið yfir dóminn: Albert metinn trúverðugri en konan Þá er einnig í dómi vitnað í hjúkrunarfræðing sem er vitni í málinu. Hún segir þar að mistök hafi verið gerð þegar konan leitaði fyrst á móttökuna. Það hafi verið rætt við hana á biðstofu sem sé ekki hefðbundið verklag auk þess sem neyðarmóttaka hafi ekki verið upplýst að maðurinn hefði sett fingur í leggöng hennar. Neyðarmóttakan hafi haft samband daginn eftir en þá hafi hún verið búin að fara í sturtu. Anne Marie segir ferlið sem unnið sé eftir á neyðarmóttökunni alveg skýrt og það sé miður að misbrestur hafi orðið á því. „Ferlið okkar er með þeim hætti að fólk sem til okkar leitar fær samtal við hjúkrunarfræðing í einrúmi. Ef brot átti sér stað innan 72 klukkustunda köllum við til lækni og hjúkrunarfræðing sem framkvæma líkamsskoðun og tryggja þannig mikilvæg sönnunargögn ef til sakamáls kemur,“ segir Anne Marie í skriflegu svari til fréttastofu. Markmið að bjóða upp á faglega og áreiðanlega þjónustu Sé liðinn lengri tími frá broti sé frásögn tekin niður og út frá henni metið hvort þörf sé á líkamsskoðun, en ætíð boðið upp á heilsufarsskoðun. „Fólk sem til okkar leitar nýtur þverfaglegrar þjónustu og getur fengið áfallameðferð hjá sálfræðingi, auk þess að eiga rétt á samtali við réttargæslumann,“ segir Anne Marie. Þá segir hún markmið neyðarmóttökunnar að bjóða upp á faglega og áreiðanlega þjónustu sem sé framkvæmd af umhyggju og virðingu. „Það skiptir okkur miklu máli að þau sem til okkar leita geti treyst okkur og að stofnanir samfélagsins og félagasamtök geti gert það líka. Við vitum að okkar störf geta haft bein áhrif á meðferð sakamála og tökum réttarlæknisfræðilegan hluta starfs okkar mjög alvarlega. Almennt stöndum við undir þessu en þarna hefur orðið misbrestur á þjónustunni, sem er mjög miður.“
Kynferðisofbeldi Landspítalinn Lögreglumál Dómsmál Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira