Hareide um Orra hjá Sociedad: „Þeir eru góðir í að sjá um Skandinavana“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. október 2024 11:46 Orri Óskarsson kom sér í færi í gær og átti flottan leik. vísir/Anton Åge Hareide landsliðsþjálfari Íslands er ánægður með að Orri Steinn Óskarsson hafi valið að ganga til liðs við Real Sociedad á Spáni í sumar. Orri Steinn hefur skorað tvö mörk fyrir spænska liðið á tímabilinu. Á blaðamannafundi eftir leik Íslands og Wales í gær var Åge Hareide landsliðsþjálfari Íslands spurður út í framherjann Orra Stein Óskarsson og félagaskipti hans til spænska liðsins Real Sociedad. Orri skipti yfir til spænska félagsins í sumar frá FCK í Danmörku og skoraði sín fyrstu mörk í La Liga á dögunum. „Ég held að Orri verði frábær framherji og það er gott að hann fór til Real Sociedad því þeir hafa haft skandinavíska leikmenn áður. Alexander Sörloth var þar og Alexander Isak líka,“ en hinn norski Sörloth og Isak, sem er frá Svíþjóð, voru nokkuð duglegir að skora fyrir spænska liðið á sínum tíma. Báðir hafa þeir fært sig um set en Sörloth leikur með Atletico Madrid og Isak með Newcastle. „Ég held að þeir séu góðir í að sjá um Skandinavana og fá þá til að trúa á sjálfa sig. Ég sé muninn á Orra, hann sagði mér að þjálfarinn sé mjög góður og að hann sé sjálfur að aðlagast vel. Hann veit að hann þarf að vera þolinmóður að bíða eftir sínum mínútum. En hann kann mjög vel við sig.“ Þá segir Åge að á Spáni sé spilaður sókndjarfur bolti sem henti Orra Steini vel. „Ég held að það sé mjög gott að vera sóknarsinnaður leikmaður og spila og búa á Spáni. Þeir spila sóknarbolta og það mun henta honum vel.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Sjá meira
Á blaðamannafundi eftir leik Íslands og Wales í gær var Åge Hareide landsliðsþjálfari Íslands spurður út í framherjann Orra Stein Óskarsson og félagaskipti hans til spænska liðsins Real Sociedad. Orri skipti yfir til spænska félagsins í sumar frá FCK í Danmörku og skoraði sín fyrstu mörk í La Liga á dögunum. „Ég held að Orri verði frábær framherji og það er gott að hann fór til Real Sociedad því þeir hafa haft skandinavíska leikmenn áður. Alexander Sörloth var þar og Alexander Isak líka,“ en hinn norski Sörloth og Isak, sem er frá Svíþjóð, voru nokkuð duglegir að skora fyrir spænska liðið á sínum tíma. Báðir hafa þeir fært sig um set en Sörloth leikur með Atletico Madrid og Isak með Newcastle. „Ég held að þeir séu góðir í að sjá um Skandinavana og fá þá til að trúa á sjálfa sig. Ég sé muninn á Orra, hann sagði mér að þjálfarinn sé mjög góður og að hann sé sjálfur að aðlagast vel. Hann veit að hann þarf að vera þolinmóður að bíða eftir sínum mínútum. En hann kann mjög vel við sig.“ Þá segir Åge að á Spáni sé spilaður sókndjarfur bolti sem henti Orra Steini vel. „Ég held að það sé mjög gott að vera sóknarsinnaður leikmaður og spila og búa á Spáni. Þeir spila sóknarbolta og það mun henta honum vel.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Sjá meira