Að draga línu í sjóinn – segjum nei við sjókvíaeldi Gísli Rafn Ólafsson og Halldóra Mogensen skrifa 12. október 2024 06:31 Í fjögur ár hefur verið ljóst að meirihluti íbúa Seyðisfjarðar er andvígur sjókvíaeldi í firðinum. Árið 2023 mældist sú andstaða 75 prósent í skoðanakönnun Múlaþings. Þessi andstaða hefur verið virt að vettugi, að mati Seyðfirðinga. Í dag, 12. október kl 18 verður því haldinn, samstöðufundur á Seyðisfirði gegn sjókvíaeldi. Meirihluti Seyðfirðinga vill „draga línu í sjóinn“ og lýsa yfir vernd fjarðarins. Píratar styðja Seyðfirðinga og mæta á samstöðufundinn því við teljum nauðsynlegt að leyfa náttúrunni að njóta vafans. Sá skaði sem nú þegar er orðinn af völdum eldis í opnum kvíum er óafturkræfur og gæti orðið mun meiri. Því er nauðsynlegt að taka afstöðu og styðja við náttúru og vistkerfi Íslands og íbúa landsins sem berjast gegn sjókvíaeldi. Meirihluti landsmanna andvígur sjókvíaeldi Sjókvíaeldi hefur verið gríðarlega umdeilt hér á landi síðustu ár og ekki er að undra. Afleiðingar sjókvíaeldis eru feikimiklar og þekktar og nú þegar hefur orðið mikill og óafturkræfur skaði á náttúru Íslands þar sem erfðablandaður lax hefur fundist víða. Með öllu er óvíst hver langtímaáhrif á vistkerfi landsins verða. Meirihluti landsmanna er andvígur sjókvíaeldi og hefur hlutfall þeirra sem eru á móti slíku eldi aukist mikið frá árinu 2021. Í könnun á vegum Gallup síðla árs 2023 kom í ljós að 75,8 prósent landsmanna töldu að villtir laxastofnar væru í töluverðri eða afar mikilli hættu vegna fiskeldis í opnum sjókvíum og 57,5 prósent töldu að fiskeldi í opnum sjókvíum ætti að vera bannað. Augljós umhverfisáhrif Það þarf ekki að deila um áhrif sjókvíaeldis á umhverfið, þau liggja fyrir. Erfðablandaður lax hefur fundist víða, til að mynda í Blönduá, Laxá í Aðaldal, Hofsá í Vopnafirði og víðs vegar um Vestfirði og Norðvesturland. Upprunagreining Matvælastofnunar hefur leitt í ljós að eldislaxinn er frá Arctic Sea Farm í Patreksfirði en þar sluppu dýr út um göt á netapokum sjókvía. Hafrannsóknastofnun tók sýni úr erfðaefni laxfiska í 89 ám hringinn í kringum landið á árunum 2014 til 2019 þegar eldið nam 6.900 tonnum. Sýnin bentu til þess að blöndun hefði orðið þá þegar. Þegar eldislax sleppur er nánast ógerningur að ná honum áður en hann gengur í ár og blandast villtum stofni. Norskir kafarar eltu uppi eldislax víða um land sumarið 2023 eftir að allt að 3.500 dýr sluppu úr kvíum Arctic Sea Farm í Patreksfirði. Sem dæmi um útbreiðslu eldislax má nefna Hrútafjarðará. Þar veiddu norskir kafarar 31 lax og er það um fimmtungur af fjölda villtra laxa sem veiddust í ánni það sumar. Ljóst er að ekki var unnt að kemba allar ár eða ná öllum dýrum sem sluppu. En umhverfisáhrifin af sjókvíaeldi eru mun víðtækari en einungis erfðablöndun. Þar má nefna úrgang á borð við míkróplast úr fóðurröri – leifar sem verða eftir í sjónum og menga mikið. Einnig er vert að benda á að lyfið sem notað er til að drepa laxalúsina hefur mikil og víðtæk áhrif á vistkerfið, til dæmis á aðra hryggleysingja, krabbadýr og rækju. Lyfið á einungis að nota sem neyðarúrræði en þrátt fyrir að eitrið skuli bara nota í neyð þá hefur það verið notað víða. Dýravelferð skiptir einnig máli Fleiri þættir spila inn í, til að mynda áhrif á laxinn sjálfan. Laxalús í eldislaxi veldur miklum skaða og étur hann lifandi, í orðsins fyllstu merkingu, og getur valdið miklum þjáningum og dauða. Ekki er hægt að koma alfarið í veg fyrir lús í sjókvíum. Sú meðferð sem beitt er við aflúsun er ekki leyfð á neinum öðrum dýrum á Íslandi. Sjúkdómurinn blóðþorri greindist í fyrsta skipti á Austfjörðum árið 2021 og hefur vírusinn sem veldur sjúkdómi þessum því borist til Íslands. Slíkir vírusar og laxalús berast með affalli út í hafið og í aðrar tegundir, villta laxastofninn, sjóbirting og sjóbleikju. Til að sporna við lús þarf lax að undirgangast harkalega meðhöndlun. Mikil notkun lyfja í fiskeldi getur einnig leitt til ónæmis sníkjudýranna. Óvíst er hvaða áhrif mikil lyfjanotkun hefur á gæði þeirrar afurðar sem eldið skilar á matardiskinn. Þá má einnig nefna að eldislaxar vaxa mun hraðar en eðlilegt er í náttúrunni með þeim afleiðingum að hjarta þeirra er töluvert stærra en í villtum laxi. Getur það leitt til ýmissa kvilla og jafnvel til þess að hjartað springi. Mikilvægt er að líta til þessara þátta þegar rætt er um sjókvíaeldi með dýravelferð í huga. Atvinnulíf þarf að vera fjölbreytt Í umræðunni hefur því verið haldið á lofti að sjókvíaeldi sé nauðsynlegt fyrir byggðaþróun og atvinnuöryggi þeirra svæða þar sem eldið er stundað. Það má hins vegar ekki gleyma því að neikvæðar afleiðingar sjókvíaeldis á byggðaþróun gætu orðið margfaldar í samanburði við jákvæðar afleiðingar þegar villtir laxastofnar hnigna óumflýjanlega og deyja síðan út. Það hefði fyrirsjáanlegar afleiðingar á þær tekjur og atvinnu sem lax- og silungsveiði skilar af sér, sem og til afleiddra greina, svo sem veitingageirans og ferðaþjónustu. Tekjur af stangveiði á Vesturlandi eru nú 69 prósent af hagnaði og launakostnaði í landbúnaði. Því er ekki hægt að horfa á tölur tengdar auknum íbúafjölda vegna fiskeldis í opnum sjókvíum í tómarúmi, heldur hver heildaráhrifin verða á samfélagið allt og umhverfið til lengri tíma. Nauðsynlegt er að ríkisstjórnin tryggi atvinnuöryggi með margskonar hætti á svæðum sem eiga undir högg að sækja á landsbyggðinni og að lögð verði sérstök áhersla á að efla græna atvinnuuppbyggingu, nýsköpun og aðrar lausnir til frambúðar. Við í Pírötum viljum að byggðir landsins blómstri og að það þyki eftirsóknarvert að búa úti á landi. Til þess þarf pólitískan vilja – og aðgerðir. Höfundar eru þingmenn Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Gísli Rafn Ólafsson Sjókvíaeldi Fiskeldi Píratar Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Í fjögur ár hefur verið ljóst að meirihluti íbúa Seyðisfjarðar er andvígur sjókvíaeldi í firðinum. Árið 2023 mældist sú andstaða 75 prósent í skoðanakönnun Múlaþings. Þessi andstaða hefur verið virt að vettugi, að mati Seyðfirðinga. Í dag, 12. október kl 18 verður því haldinn, samstöðufundur á Seyðisfirði gegn sjókvíaeldi. Meirihluti Seyðfirðinga vill „draga línu í sjóinn“ og lýsa yfir vernd fjarðarins. Píratar styðja Seyðfirðinga og mæta á samstöðufundinn því við teljum nauðsynlegt að leyfa náttúrunni að njóta vafans. Sá skaði sem nú þegar er orðinn af völdum eldis í opnum kvíum er óafturkræfur og gæti orðið mun meiri. Því er nauðsynlegt að taka afstöðu og styðja við náttúru og vistkerfi Íslands og íbúa landsins sem berjast gegn sjókvíaeldi. Meirihluti landsmanna andvígur sjókvíaeldi Sjókvíaeldi hefur verið gríðarlega umdeilt hér á landi síðustu ár og ekki er að undra. Afleiðingar sjókvíaeldis eru feikimiklar og þekktar og nú þegar hefur orðið mikill og óafturkræfur skaði á náttúru Íslands þar sem erfðablandaður lax hefur fundist víða. Með öllu er óvíst hver langtímaáhrif á vistkerfi landsins verða. Meirihluti landsmanna er andvígur sjókvíaeldi og hefur hlutfall þeirra sem eru á móti slíku eldi aukist mikið frá árinu 2021. Í könnun á vegum Gallup síðla árs 2023 kom í ljós að 75,8 prósent landsmanna töldu að villtir laxastofnar væru í töluverðri eða afar mikilli hættu vegna fiskeldis í opnum sjókvíum og 57,5 prósent töldu að fiskeldi í opnum sjókvíum ætti að vera bannað. Augljós umhverfisáhrif Það þarf ekki að deila um áhrif sjókvíaeldis á umhverfið, þau liggja fyrir. Erfðablandaður lax hefur fundist víða, til að mynda í Blönduá, Laxá í Aðaldal, Hofsá í Vopnafirði og víðs vegar um Vestfirði og Norðvesturland. Upprunagreining Matvælastofnunar hefur leitt í ljós að eldislaxinn er frá Arctic Sea Farm í Patreksfirði en þar sluppu dýr út um göt á netapokum sjókvía. Hafrannsóknastofnun tók sýni úr erfðaefni laxfiska í 89 ám hringinn í kringum landið á árunum 2014 til 2019 þegar eldið nam 6.900 tonnum. Sýnin bentu til þess að blöndun hefði orðið þá þegar. Þegar eldislax sleppur er nánast ógerningur að ná honum áður en hann gengur í ár og blandast villtum stofni. Norskir kafarar eltu uppi eldislax víða um land sumarið 2023 eftir að allt að 3.500 dýr sluppu úr kvíum Arctic Sea Farm í Patreksfirði. Sem dæmi um útbreiðslu eldislax má nefna Hrútafjarðará. Þar veiddu norskir kafarar 31 lax og er það um fimmtungur af fjölda villtra laxa sem veiddust í ánni það sumar. Ljóst er að ekki var unnt að kemba allar ár eða ná öllum dýrum sem sluppu. En umhverfisáhrifin af sjókvíaeldi eru mun víðtækari en einungis erfðablöndun. Þar má nefna úrgang á borð við míkróplast úr fóðurröri – leifar sem verða eftir í sjónum og menga mikið. Einnig er vert að benda á að lyfið sem notað er til að drepa laxalúsina hefur mikil og víðtæk áhrif á vistkerfið, til dæmis á aðra hryggleysingja, krabbadýr og rækju. Lyfið á einungis að nota sem neyðarúrræði en þrátt fyrir að eitrið skuli bara nota í neyð þá hefur það verið notað víða. Dýravelferð skiptir einnig máli Fleiri þættir spila inn í, til að mynda áhrif á laxinn sjálfan. Laxalús í eldislaxi veldur miklum skaða og étur hann lifandi, í orðsins fyllstu merkingu, og getur valdið miklum þjáningum og dauða. Ekki er hægt að koma alfarið í veg fyrir lús í sjókvíum. Sú meðferð sem beitt er við aflúsun er ekki leyfð á neinum öðrum dýrum á Íslandi. Sjúkdómurinn blóðþorri greindist í fyrsta skipti á Austfjörðum árið 2021 og hefur vírusinn sem veldur sjúkdómi þessum því borist til Íslands. Slíkir vírusar og laxalús berast með affalli út í hafið og í aðrar tegundir, villta laxastofninn, sjóbirting og sjóbleikju. Til að sporna við lús þarf lax að undirgangast harkalega meðhöndlun. Mikil notkun lyfja í fiskeldi getur einnig leitt til ónæmis sníkjudýranna. Óvíst er hvaða áhrif mikil lyfjanotkun hefur á gæði þeirrar afurðar sem eldið skilar á matardiskinn. Þá má einnig nefna að eldislaxar vaxa mun hraðar en eðlilegt er í náttúrunni með þeim afleiðingum að hjarta þeirra er töluvert stærra en í villtum laxi. Getur það leitt til ýmissa kvilla og jafnvel til þess að hjartað springi. Mikilvægt er að líta til þessara þátta þegar rætt er um sjókvíaeldi með dýravelferð í huga. Atvinnulíf þarf að vera fjölbreytt Í umræðunni hefur því verið haldið á lofti að sjókvíaeldi sé nauðsynlegt fyrir byggðaþróun og atvinnuöryggi þeirra svæða þar sem eldið er stundað. Það má hins vegar ekki gleyma því að neikvæðar afleiðingar sjókvíaeldis á byggðaþróun gætu orðið margfaldar í samanburði við jákvæðar afleiðingar þegar villtir laxastofnar hnigna óumflýjanlega og deyja síðan út. Það hefði fyrirsjáanlegar afleiðingar á þær tekjur og atvinnu sem lax- og silungsveiði skilar af sér, sem og til afleiddra greina, svo sem veitingageirans og ferðaþjónustu. Tekjur af stangveiði á Vesturlandi eru nú 69 prósent af hagnaði og launakostnaði í landbúnaði. Því er ekki hægt að horfa á tölur tengdar auknum íbúafjölda vegna fiskeldis í opnum sjókvíum í tómarúmi, heldur hver heildaráhrifin verða á samfélagið allt og umhverfið til lengri tíma. Nauðsynlegt er að ríkisstjórnin tryggi atvinnuöryggi með margskonar hætti á svæðum sem eiga undir högg að sækja á landsbyggðinni og að lögð verði sérstök áhersla á að efla græna atvinnuuppbyggingu, nýsköpun og aðrar lausnir til frambúðar. Við í Pírötum viljum að byggðir landsins blómstri og að það þyki eftirsóknarvert að búa úti á landi. Til þess þarf pólitískan vilja – og aðgerðir. Höfundar eru þingmenn Pírata.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun