ÍR náði í stig gegn Fram og Selfoss hrekkti Eyjakonur Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2024 15:54 Stjörnukonur náðu að stöðva Gróttu á Nesinu í dag og fagna flottum sigri. vísir/Anton Óhætt er að segja að spennan hafi verið gríðarleg í leikjum dagsins í Olís-deild kvenna í handbolta. Tvö jafntefli voru gerð og Stjarnan vann Gróttu með tveggja marka mun. Úrslitin í dag: ÍR - Fram 20-20 Grótta - Stjarnan 22-24 ÍBV - Selfoss 24-24 Valur - Haukar 28-22 Minnsta spennan var á Hlíðarenda þar sem meistarar Vals unnu sex marka sigur gegn Haukum, 28-22, sem hægt er að lesa um með því að smella hér að neðan. Í Breiðholti náðu ÍR-ingar óvænt í sitt annað stig á tímabilinu, með því að gera 20-20 jafntefli við Framkonur sem þar með missa Val þremur stigum frá sér á toppi deildarinnar. Fram komst í 20-17 en heimakonur skelltu þá í lás og náðu að skora þrjú síðustu mörkin. Staðan var raunar orðin jöfn þegar enn voru þrjár mínútur eftir en hvorugt liðið náði að finna sigurmark. Sara Dögg Hjaltadóttir skoraði fimm mörk fyrir ÍR og þær Hanna Karen Ólafsdóttir og Sylvía Sigríður Jónsdóttir fjögur mörk hvor. Hjá Fram voru Steinunn Björnsdóttir og Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín með fimm mörk hvor. Selfoss sótti stig til Eyja ÍBV og Selfoss gerðu einnig jafntefli, 24-24, í suðurlandsslagnum í Vestmannaeyjum. ÍBV var yfir stærstan hluta seinni hálfleiks og komst til að mynda í 20-16 en þá skoruðu gestirnir fimm mörk í röð og komust yfir. ÍBV náði þó forystunni á ný en Hulda Dís Þrastardóttir jafnaði metin í 24-24 með lokamarki leiksins, rúmri mínútu fyrir leikslok. Eva Lind Tyrfingsdóttir var markahæst hjá Selfossi með átta mörk og Katla María Magnúsdóttir skoraði fimm. Hjá ÍBV var Birna Berg Haraldsdóttir markahæst með níu mörk og Sunna Jónsdóttir skoraði fimm. Stjarnan vann á Nesinu Loks vann Stjarnan 24-22 sigur gegn Gróttu á útivelli, eftir að hafa verið 14-11 yfir í hálfleik. Embla Steindórsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni með sex mörk og þær Tinna Sigurrós Traustadóttir og Anna Lára Davíðsdóttir skoruðu fjögur hvor. Katrín Helga Sigurbergsdóttir var markahæst hjá Gróttu með sex mörk. Olís-deild kvenna Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Fleiri fréttir Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Sjá meira
Úrslitin í dag: ÍR - Fram 20-20 Grótta - Stjarnan 22-24 ÍBV - Selfoss 24-24 Valur - Haukar 28-22 Minnsta spennan var á Hlíðarenda þar sem meistarar Vals unnu sex marka sigur gegn Haukum, 28-22, sem hægt er að lesa um með því að smella hér að neðan. Í Breiðholti náðu ÍR-ingar óvænt í sitt annað stig á tímabilinu, með því að gera 20-20 jafntefli við Framkonur sem þar með missa Val þremur stigum frá sér á toppi deildarinnar. Fram komst í 20-17 en heimakonur skelltu þá í lás og náðu að skora þrjú síðustu mörkin. Staðan var raunar orðin jöfn þegar enn voru þrjár mínútur eftir en hvorugt liðið náði að finna sigurmark. Sara Dögg Hjaltadóttir skoraði fimm mörk fyrir ÍR og þær Hanna Karen Ólafsdóttir og Sylvía Sigríður Jónsdóttir fjögur mörk hvor. Hjá Fram voru Steinunn Björnsdóttir og Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín með fimm mörk hvor. Selfoss sótti stig til Eyja ÍBV og Selfoss gerðu einnig jafntefli, 24-24, í suðurlandsslagnum í Vestmannaeyjum. ÍBV var yfir stærstan hluta seinni hálfleiks og komst til að mynda í 20-16 en þá skoruðu gestirnir fimm mörk í röð og komust yfir. ÍBV náði þó forystunni á ný en Hulda Dís Þrastardóttir jafnaði metin í 24-24 með lokamarki leiksins, rúmri mínútu fyrir leikslok. Eva Lind Tyrfingsdóttir var markahæst hjá Selfossi með átta mörk og Katla María Magnúsdóttir skoraði fimm. Hjá ÍBV var Birna Berg Haraldsdóttir markahæst með níu mörk og Sunna Jónsdóttir skoraði fimm. Stjarnan vann á Nesinu Loks vann Stjarnan 24-22 sigur gegn Gróttu á útivelli, eftir að hafa verið 14-11 yfir í hálfleik. Embla Steindórsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni með sex mörk og þær Tinna Sigurrós Traustadóttir og Anna Lára Davíðsdóttir skoruðu fjögur hvor. Katrín Helga Sigurbergsdóttir var markahæst hjá Gróttu með sex mörk.
Olís-deild kvenna Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Fleiri fréttir Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Sjá meira