Gulli sjálfur leyfir áhorfendum að sjá þegar hann sjálfur smíðar útieldhús við sumarbústað sinn.
En einnig er fylgst með grínistanum og leikaranum Pétri Jóhanni Sigfússyni og hans vegferð í sama verkefni, en við einbýlishús sitt í Garðabænum.
Pétur vissi ekki alveg hvað hann væri að fara út í og vatt verkefnið heldur betur upp á sig þegar leið á. Hér að neðan má sjá atriði úr síðasta þætti en lokaútkoman mun koma í ljós í næsta þætti.