Pavel „ofboðslega hrifinn“ af nýju KR-ingunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2024 12:02 Pavel Ermolinskij hrósar meðal annars Linards Jaunzems sem er 28 ára gamall Letti og spilar stöðu framherja. Vísir/Hulda Margrét/KR Það er alltaf mikið happadrætti að velja sér erlenda leikmenn í köfuboltanum en KR-goðsögn er á því að þeir hafi fengið vinninginn í haust. KR-ingar eru nýliðar í Bónus deild karla í körfubolta í vetur og tefla meðal annars fram tveimur nýjum Evrópumönnum í þeim Linards Jaunzems og Vlatko Granic. KR vann Tindastól á Króknum í fyrsta leik og tapaði síðan naumlega á móti sterku liði Stjörnunnar í síðasta leik. KR var því hársbreidd frá því að hafa unnið tvö af sterkustu liðum deildarinnar. Pavel Ermolinskij, nýr sérfræðingur í Bónus Körfuboltakvöldi, þekkir vel til hjá KR eftir að hafa unnið sjö Íslandsmeistaratitla með félaginu. Pavel vildi fá tækifæri í þættinum til að hrósa þeim Linards og Granic. Hann er sérstaklega hrifinn af sendingagetu leikmannanna. „Ég er ofboðslega hrifinn af þeim og mér finnst þetta vera algjör negla,“ sagði Pavel. „Þeir eru báðir ótrúlega svipaðir leikmenn. Oftast eru liðin að reyna að finna leikmenn sem vega hvorn annan upp. Einn stór eða einn lítill eða eitthvað svoleiðis. Einn getur skotið og einn durgur,“ sagði Pavel. „KR er með tvo mjög svipaða náunga. Þeir eru báðir góðir íþróttamenn, fljótir upp völlinn og hreyfa sig rosalega vel. Þeim líður vel með boltann og geta báðir skotið eitthvað aðeins fyrir utan. Þetta eru engir snillingar en munu eiga leiki,“ sagði Pavel. „Það sem ég elska mest við þá er að þetta eru báðir góðir sendingamenn,“ sagði Pavel sem telur að nú séu margir öflugir sendingarmenn í liði KR sem ætti að gefa liðinu tækifæri á því að opna varnir mótherjanna. Það má horfa á Pavel tala um nýju KR-ingana hér fyrir neðan. Klippa: Pavel hrifinn af KR-ingunum Linards og Granic. Bónus-deild karla KR Körfuboltakvöld Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
KR-ingar eru nýliðar í Bónus deild karla í körfubolta í vetur og tefla meðal annars fram tveimur nýjum Evrópumönnum í þeim Linards Jaunzems og Vlatko Granic. KR vann Tindastól á Króknum í fyrsta leik og tapaði síðan naumlega á móti sterku liði Stjörnunnar í síðasta leik. KR var því hársbreidd frá því að hafa unnið tvö af sterkustu liðum deildarinnar. Pavel Ermolinskij, nýr sérfræðingur í Bónus Körfuboltakvöldi, þekkir vel til hjá KR eftir að hafa unnið sjö Íslandsmeistaratitla með félaginu. Pavel vildi fá tækifæri í þættinum til að hrósa þeim Linards og Granic. Hann er sérstaklega hrifinn af sendingagetu leikmannanna. „Ég er ofboðslega hrifinn af þeim og mér finnst þetta vera algjör negla,“ sagði Pavel. „Þeir eru báðir ótrúlega svipaðir leikmenn. Oftast eru liðin að reyna að finna leikmenn sem vega hvorn annan upp. Einn stór eða einn lítill eða eitthvað svoleiðis. Einn getur skotið og einn durgur,“ sagði Pavel. „KR er með tvo mjög svipaða náunga. Þeir eru báðir góðir íþróttamenn, fljótir upp völlinn og hreyfa sig rosalega vel. Þeim líður vel með boltann og geta báðir skotið eitthvað aðeins fyrir utan. Þetta eru engir snillingar en munu eiga leiki,“ sagði Pavel. „Það sem ég elska mest við þá er að þetta eru báðir góðir sendingamenn,“ sagði Pavel sem telur að nú séu margir öflugir sendingarmenn í liði KR sem ætti að gefa liðinu tækifæri á því að opna varnir mótherjanna. Það má horfa á Pavel tala um nýju KR-ingana hér fyrir neðan. Klippa: Pavel hrifinn af KR-ingunum Linards og Granic.
Bónus-deild karla KR Körfuboltakvöld Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti