„Mér gæti ekki verið meira sama um alla spekingana“ Árni Sæberg skrifar 14. október 2024 10:31 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra virðist vera meira en tilbúinn í kosningar. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að honum sé sama um það sem stjórnmálaskýrendur munu segja um ákvörðun hans að boða þingrof. Hann þurfi sterkara umboð og stærri þingflokk til þess að ná fram markmiðum Sjálfstæðisflokksins. Þetta sagði Bjarni að loknum fundi hans og Höllu Tómasdóttur forseta Íslands. Á fundinum óskaði Bjarni eftir heimild til þingrofs en hann tilkynnti í gær að ríkisstjórnin væri fallin. Halla sagði að loknum fundinum að hún hefði þegar rætt við formenn Framsóknarflokks og Vinstri grænna í gærkvöldi. Hún muni nú ræða við formenn allra flokka á Alþingi í dag. Hún muni taka sér tíma til að taka ákvörðun um þingrofsbeiðni Bjarna og tilkynna niðurstöðuna síðar í vikunni. Biðst lausnar ef Sigurður Ingi og Svandís treysta sér ekki til að sitja áfram Bjarni segir að hann hafi metið stöðuna sem svo að ríkisstjórnin geti starfað áfram saman fram að kosningum en ekki lengur. Hann muni ræða við Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, og Svandísi Svavarsdóttur, formann Vinstri grænna, og komi í ljós að þau treysti sér ekki til áframhaldandi samstarfs muni hann biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Mikilvægt sé að flokkarnir nái saman um að afgreiða mikilvæg mál fyrir kosningar, þar séu fremst fjárlög. Nægur tími sé fyrir það og þingið hafi með meirihluta atkvæða þegar markað ramma fyrir fjárlög næsta árs. „Ég er í engum vafa um að ef menn bara að fylgja þessu einfalda ráði, að hafa sama aðhald við afgreiðslu fjárlaganna, eins og birtist í fjárlögunum sjálfum núna við framlagningu, þá þurfi engar áhyggjur hafa af einhverjum slæmum afleiðingum þess að kjósa fyrir lok árs.“ Verði þeim að góðu Spurður að því hvort hann telji eðlilegast að hann myndi leiða mögulega starfstjórn, komi til þess að hann biðjist lausnar, segist hann vísa í venjuna í þeim efnum. „Ef menn vilja í einhverja leiki í aðdraganda kosninga og finna sér einhvern ávinning í því, þá bara verði þeim að góðu. Ég veit hvað ég ætla að tala um við kjósendur, ég er að mælast til þess að við höfum stjórn á þessum mikilvægustu málum í aðdraganda kosninga. Ég er ekki að leggja til þingrof hér nema vegna þess að ég tel það nauðsynlegt. Ég tel nauðsynlegt að veita fólkinu í landinu valdið til að leggja línurnar um framhaldið. Ef einhverjir flokkar eða stjórnmálamenn ætla að fara í einhverjar æfingar kæmi það mér í fyrsta lagi mjög á óvart. En ég segi bara, ég held að það muni ekki koma vel út fyrir þá.“ Ólík sýn Bjarni segir að á fundi hans með Sigurði Inga og Svandísi um helgina hafi komið í ljós ólík sýn þeirra tveggja annars vegar og hans hins vegar. Þau hafi talið að halda ætti áfram að miðla málum, finna lausnir og svo framvegis. Hann hafi aftur á móti talið að þar sem að það væri engin von til þess, þá væri ekki annað ábyrgt en að ganga til kosninga. „Ég geri það ekki af gamni mínu eða af einhverri léttúð, að segja hingað en ekki lengra, heldur vegna þess að það er nauðsynlegt. Og ég held að þegar menn gá að því betur sjá fleiri og fleiri að það er nauðsynlegt að ganga til kosninga, jafnvel þótt það sé óþægilegt eða það hefði verið gjarnan verið gott að halda áfram og klára kjörtímabilið. Og margir núna sé ég eru að velta fyrir sér stjórnmálasögunni og mér gæti ekki verið meira sama um alla spekinganna sem nú segja: „Ja, þetta voru nú bara svona margir dagar í embætti og þetta verður skrifað í sögubækurnar og annað.“ Það skiptir mig bara nákvæmlega engu máli. Það eina sem skiptir máli er að við þurfum sterkara umboð, ég þarf stærri Sjálfstæðisflokk, meiri styrk á þinginu til þess að leggja þessar skýru línur inn í framtíðina.“ Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Forseti Íslands Tengdar fréttir Bjarni hafi ákveðið „að henda inn handklæðinu” Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun forsætisráðherra um að óska eftir þingrofi og boða kosningar hafa komið nokkuð á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafi „kastað inn handklæðinu“ þótt hann telji sjálfur að stjórnarflokkarnir hefðu getað náð saman um mikilvæg mál til að halda áfram samstarfi. Þetta sagði Sigurður Ingi í kvöldfréttum Rúv. 13. október 2024 19:48 Gerir grein fyrir ákvörðun sinni síðar í vikunni Halla Tómasdóttir, forseti, segist ætla að ræða við formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi áður en hún tekur afstöðu til óskar forsætisráðherra um þingrof. Hún ætlar að greina frá ákvörðun sinni seinna í vikunni. 14. október 2024 09:55 Bein útsending: Formenn flokka funda með forseta Íslands Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fundaði með forseta Íslands klukkan níu til að óska eftir þingrofi sem hann vonast til að geti formlega átt sér stað á fimmtudag. Verði af því munu kosningar að öllum líkindum fara fram í lok næsta mánaðar. 14. október 2024 08:23 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Fleiri fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Sjá meira
Þetta sagði Bjarni að loknum fundi hans og Höllu Tómasdóttur forseta Íslands. Á fundinum óskaði Bjarni eftir heimild til þingrofs en hann tilkynnti í gær að ríkisstjórnin væri fallin. Halla sagði að loknum fundinum að hún hefði þegar rætt við formenn Framsóknarflokks og Vinstri grænna í gærkvöldi. Hún muni nú ræða við formenn allra flokka á Alþingi í dag. Hún muni taka sér tíma til að taka ákvörðun um þingrofsbeiðni Bjarna og tilkynna niðurstöðuna síðar í vikunni. Biðst lausnar ef Sigurður Ingi og Svandís treysta sér ekki til að sitja áfram Bjarni segir að hann hafi metið stöðuna sem svo að ríkisstjórnin geti starfað áfram saman fram að kosningum en ekki lengur. Hann muni ræða við Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, og Svandísi Svavarsdóttur, formann Vinstri grænna, og komi í ljós að þau treysti sér ekki til áframhaldandi samstarfs muni hann biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Mikilvægt sé að flokkarnir nái saman um að afgreiða mikilvæg mál fyrir kosningar, þar séu fremst fjárlög. Nægur tími sé fyrir það og þingið hafi með meirihluta atkvæða þegar markað ramma fyrir fjárlög næsta árs. „Ég er í engum vafa um að ef menn bara að fylgja þessu einfalda ráði, að hafa sama aðhald við afgreiðslu fjárlaganna, eins og birtist í fjárlögunum sjálfum núna við framlagningu, þá þurfi engar áhyggjur hafa af einhverjum slæmum afleiðingum þess að kjósa fyrir lok árs.“ Verði þeim að góðu Spurður að því hvort hann telji eðlilegast að hann myndi leiða mögulega starfstjórn, komi til þess að hann biðjist lausnar, segist hann vísa í venjuna í þeim efnum. „Ef menn vilja í einhverja leiki í aðdraganda kosninga og finna sér einhvern ávinning í því, þá bara verði þeim að góðu. Ég veit hvað ég ætla að tala um við kjósendur, ég er að mælast til þess að við höfum stjórn á þessum mikilvægustu málum í aðdraganda kosninga. Ég er ekki að leggja til þingrof hér nema vegna þess að ég tel það nauðsynlegt. Ég tel nauðsynlegt að veita fólkinu í landinu valdið til að leggja línurnar um framhaldið. Ef einhverjir flokkar eða stjórnmálamenn ætla að fara í einhverjar æfingar kæmi það mér í fyrsta lagi mjög á óvart. En ég segi bara, ég held að það muni ekki koma vel út fyrir þá.“ Ólík sýn Bjarni segir að á fundi hans með Sigurði Inga og Svandísi um helgina hafi komið í ljós ólík sýn þeirra tveggja annars vegar og hans hins vegar. Þau hafi talið að halda ætti áfram að miðla málum, finna lausnir og svo framvegis. Hann hafi aftur á móti talið að þar sem að það væri engin von til þess, þá væri ekki annað ábyrgt en að ganga til kosninga. „Ég geri það ekki af gamni mínu eða af einhverri léttúð, að segja hingað en ekki lengra, heldur vegna þess að það er nauðsynlegt. Og ég held að þegar menn gá að því betur sjá fleiri og fleiri að það er nauðsynlegt að ganga til kosninga, jafnvel þótt það sé óþægilegt eða það hefði verið gjarnan verið gott að halda áfram og klára kjörtímabilið. Og margir núna sé ég eru að velta fyrir sér stjórnmálasögunni og mér gæti ekki verið meira sama um alla spekinganna sem nú segja: „Ja, þetta voru nú bara svona margir dagar í embætti og þetta verður skrifað í sögubækurnar og annað.“ Það skiptir mig bara nákvæmlega engu máli. Það eina sem skiptir máli er að við þurfum sterkara umboð, ég þarf stærri Sjálfstæðisflokk, meiri styrk á þinginu til þess að leggja þessar skýru línur inn í framtíðina.“
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Forseti Íslands Tengdar fréttir Bjarni hafi ákveðið „að henda inn handklæðinu” Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun forsætisráðherra um að óska eftir þingrofi og boða kosningar hafa komið nokkuð á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafi „kastað inn handklæðinu“ þótt hann telji sjálfur að stjórnarflokkarnir hefðu getað náð saman um mikilvæg mál til að halda áfram samstarfi. Þetta sagði Sigurður Ingi í kvöldfréttum Rúv. 13. október 2024 19:48 Gerir grein fyrir ákvörðun sinni síðar í vikunni Halla Tómasdóttir, forseti, segist ætla að ræða við formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi áður en hún tekur afstöðu til óskar forsætisráðherra um þingrof. Hún ætlar að greina frá ákvörðun sinni seinna í vikunni. 14. október 2024 09:55 Bein útsending: Formenn flokka funda með forseta Íslands Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fundaði með forseta Íslands klukkan níu til að óska eftir þingrofi sem hann vonast til að geti formlega átt sér stað á fimmtudag. Verði af því munu kosningar að öllum líkindum fara fram í lok næsta mánaðar. 14. október 2024 08:23 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Fleiri fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Sjá meira
Bjarni hafi ákveðið „að henda inn handklæðinu” Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun forsætisráðherra um að óska eftir þingrofi og boða kosningar hafa komið nokkuð á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafi „kastað inn handklæðinu“ þótt hann telji sjálfur að stjórnarflokkarnir hefðu getað náð saman um mikilvæg mál til að halda áfram samstarfi. Þetta sagði Sigurður Ingi í kvöldfréttum Rúv. 13. október 2024 19:48
Gerir grein fyrir ákvörðun sinni síðar í vikunni Halla Tómasdóttir, forseti, segist ætla að ræða við formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi áður en hún tekur afstöðu til óskar forsætisráðherra um þingrof. Hún ætlar að greina frá ákvörðun sinni seinna í vikunni. 14. október 2024 09:55
Bein útsending: Formenn flokka funda með forseta Íslands Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fundaði með forseta Íslands klukkan níu til að óska eftir þingrofi sem hann vonast til að geti formlega átt sér stað á fimmtudag. Verði af því munu kosningar að öllum líkindum fara fram í lok næsta mánaðar. 14. október 2024 08:23