Eftir síðasta fund hjá ríkissáttasemjara var samninganefndum falið að vinna verkefni. Þær eiga síðan að hittast í fyrramálið klukkan 09.00 með afrakstur þeirrar vinnu. Þetta er fyrsti sáttafundur eftir að samþykkt var að ráðast í verkföll í alls níu skólum.
„Við erum alltaf á þeim stað að vilja koma í veg fyrir aðgerðir. Þegar maður setur fram aðgerðir þá er maður alltaf að gera sér vonir um að þar með sé maður búinn að gera ramma sem hraðar verkinu. Þetta er flókið úrlausnarefni og ennþá töluvert á milli en ég aftur á móti held að ef við náum að setjast yfir þetta og höldum áfram að reyna að fanga þetta verkefni – þetta er nýtt verkefni að öll kennarastéttin kalli eftir kennarastéttin kalli eftir fjárfestingu í sínum störfum - að þá hef ég alla trú á þessu fólki sem situr við borðið.“
Hverjar eru kröfurnar?
„Við háskólamenntaðir sérfræðingar í fræðslugeiranum þurfum að hafa sambærileg laun og háskólamenntaðir sérfræðingar á almennum vinnumarkaði. Um það þarf samtalið að fara að snúast um.“
Ummæli borgarstjóra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna fyrir helgi hafa vakið hörð viðbrögð í kennarasamfélaginu. Borgarstjóri er staddur á ráðstefnu erlendis. Þess má þó geta að hann birti grein á Vísi í kvöld, en hana má finna hér.
Fréttastofa hefur ekki náð tali af borgarstjóra - hann er staddur á ráðstefnu erlendis. Magnús segir ummælin þó ekki stóra málið.
„Mér finnst borgarstjóri eiga að biðjast afsökunar á því að hafa talað með óvarlegum hætti, væntanlega af einhverju þekkingarleysi. Við erum alls ekki við kjarasamningsborðið að ræða ummæli borgarstjóra. Verkefnið okkar er búið að vera skýrt mjög lengi og hefur ekki tengingu við hans skoðun eða annarra.“