Taka ekki þátt í starfsstjórn Árni Sæberg skrifar 15. október 2024 17:04 Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, verður ekki við beiðni forseta um að sitja í starfsstjórn. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur tilkynnt að ráðherrar flokksins muni ekki verða við beiðni forseta Íslands um að sitja áfram í starfsstjórn. Í tilkynningu Svandísar á Facebook þess efnis segir að ráðherrar Vinstri grænna, hún sjálf, Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, verði frá og með morgundeginum almennir þingmenn. Þeir muni nálgast þau brýnu mál sem nauðsynlegt er að ljúka á Alþingi af ábyrgð og skyldurækni. „Ég hef fulla trú á þinginu, það hefur áður tekist á við flókna stöðu.“ Fáheyrt að ekki sé orðið við beiðni forseta Bjarni Benediktsson forsætisráðherra baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt á fundi með forseta nú síðdegis. Forseti féllst á beiðni hans og bað hann að sitja áfram í starfsstjórn ásamt öðrum ráðherrum, líkt og venjan er þegar stjórnir slitna. Bjarni sagði að loknum fundinum að spyrja þyrfti Vinstri græn að því hvort þau yrðu við beiðni forseta og að hann ræki ekki minni til þess að slíkri beiðni hafi verið neitað, utan eins ráðherra sem vildi snúa aftur til dómarastarfa. Erindið skýrt Svandís segir að næsta skref séu kosningar þann 30. nóvember, að loknu samtali við kjósendur um land allt um framtíðina og sýnina fyrir Ísland. „Ákall almennings eftir lausnum, vegna verðbólgu og vaxta, í efnahagsmálum, húsnæðismálum, í almannaþjónustu og fleiri mikilvægum málaflokkum heyrist skýrt. Við í VG teljum að það sé enginn lausn önnur en öflug félagshyggja, ekki séu aðrar leiðir færar til þess að takast á við raunverulegar áskoranir samtímans. Í anda félagslegs réttlætis, femínisma, friðar og grænna stjórnmála höldum við á fund kjósenda. Erindi VG er skýrt, við munum gera okkar til þess að vinstrið eigi öfluga rödd á Alþingi Íslendinga fáum við til þess umboð. Ég hlakka til! Sjáumst þarna úti.“ Tilkynning Svandísar: Forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, hefur beðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Því liggur fyrir að ríkisstjórnin hefur lokið erindi sínu. Samtöl leiddu ekki til annarrar lausnar á þeirri stöðu sem upp er komin og það er niðurstaða þingflokks VG að taka ekki þátt í starfsstjórn undir þessum kringumstæðum. Ráðherrar VG verða frá og með morgundeginum almennir þingmenn og munu nálgast þau brýnu mál sem nauðsynlegt er að ljúka á Alþingi af ábyrgð og skyldurækni. Ég hef fulla trú á þinginu, það hefur áður tekist á við flókna stöðu. Næsta skref eru kosningar, 30. nóvember, að loknu samtali við kjósendur um land allt, um framtíðina og sýnina fyrir Ísland. Ákall almennings eftir lausnum, vegna verðbólgu og vaxta, í efnahagsmálum, húsnæðismálum, í almannaþjónustu og fleiri mikilvægum málaflokkum heyrist skýrt. Við í VG teljum að það sé enginn lausn önnur en öflug félagshyggja, ekki séu aðrar leiðir færar til þess að takast á við raunverulegar áskoranir samtímans. Í anda félagslegs réttlætis, femínisma, friðar og grænna stjórnmála höldum við á fund kjósenda. Erindi VG er skýrt, við munum gera okkar til þess að vinstrið eigi öfluga rödd á Alþingi Íslendinga fáum við til þess umboð. Ég hlakka til! Sjáumst þarna úti. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Alþingi Forseti Íslands Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Halla féllst á beiðni Bjarna og rúmar sex vikur til kosninga Halla Tómasdóttir forseti féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í dag um þingrof. Kosið verður til Alþingis þann 30. nóvember næstkomandi. 15. október 2024 12:50 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira
Í tilkynningu Svandísar á Facebook þess efnis segir að ráðherrar Vinstri grænna, hún sjálf, Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, verði frá og með morgundeginum almennir þingmenn. Þeir muni nálgast þau brýnu mál sem nauðsynlegt er að ljúka á Alþingi af ábyrgð og skyldurækni. „Ég hef fulla trú á þinginu, það hefur áður tekist á við flókna stöðu.“ Fáheyrt að ekki sé orðið við beiðni forseta Bjarni Benediktsson forsætisráðherra baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt á fundi með forseta nú síðdegis. Forseti féllst á beiðni hans og bað hann að sitja áfram í starfsstjórn ásamt öðrum ráðherrum, líkt og venjan er þegar stjórnir slitna. Bjarni sagði að loknum fundinum að spyrja þyrfti Vinstri græn að því hvort þau yrðu við beiðni forseta og að hann ræki ekki minni til þess að slíkri beiðni hafi verið neitað, utan eins ráðherra sem vildi snúa aftur til dómarastarfa. Erindið skýrt Svandís segir að næsta skref séu kosningar þann 30. nóvember, að loknu samtali við kjósendur um land allt um framtíðina og sýnina fyrir Ísland. „Ákall almennings eftir lausnum, vegna verðbólgu og vaxta, í efnahagsmálum, húsnæðismálum, í almannaþjónustu og fleiri mikilvægum málaflokkum heyrist skýrt. Við í VG teljum að það sé enginn lausn önnur en öflug félagshyggja, ekki séu aðrar leiðir færar til þess að takast á við raunverulegar áskoranir samtímans. Í anda félagslegs réttlætis, femínisma, friðar og grænna stjórnmála höldum við á fund kjósenda. Erindi VG er skýrt, við munum gera okkar til þess að vinstrið eigi öfluga rödd á Alþingi Íslendinga fáum við til þess umboð. Ég hlakka til! Sjáumst þarna úti.“ Tilkynning Svandísar: Forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, hefur beðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Því liggur fyrir að ríkisstjórnin hefur lokið erindi sínu. Samtöl leiddu ekki til annarrar lausnar á þeirri stöðu sem upp er komin og það er niðurstaða þingflokks VG að taka ekki þátt í starfsstjórn undir þessum kringumstæðum. Ráðherrar VG verða frá og með morgundeginum almennir þingmenn og munu nálgast þau brýnu mál sem nauðsynlegt er að ljúka á Alþingi af ábyrgð og skyldurækni. Ég hef fulla trú á þinginu, það hefur áður tekist á við flókna stöðu. Næsta skref eru kosningar, 30. nóvember, að loknu samtali við kjósendur um land allt, um framtíðina og sýnina fyrir Ísland. Ákall almennings eftir lausnum, vegna verðbólgu og vaxta, í efnahagsmálum, húsnæðismálum, í almannaþjónustu og fleiri mikilvægum málaflokkum heyrist skýrt. Við í VG teljum að það sé enginn lausn önnur en öflug félagshyggja, ekki séu aðrar leiðir færar til þess að takast á við raunverulegar áskoranir samtímans. Í anda félagslegs réttlætis, femínisma, friðar og grænna stjórnmála höldum við á fund kjósenda. Erindi VG er skýrt, við munum gera okkar til þess að vinstrið eigi öfluga rödd á Alþingi Íslendinga fáum við til þess umboð. Ég hlakka til! Sjáumst þarna úti. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tilkynning Svandísar: Forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, hefur beðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Því liggur fyrir að ríkisstjórnin hefur lokið erindi sínu. Samtöl leiddu ekki til annarrar lausnar á þeirri stöðu sem upp er komin og það er niðurstaða þingflokks VG að taka ekki þátt í starfsstjórn undir þessum kringumstæðum. Ráðherrar VG verða frá og með morgundeginum almennir þingmenn og munu nálgast þau brýnu mál sem nauðsynlegt er að ljúka á Alþingi af ábyrgð og skyldurækni. Ég hef fulla trú á þinginu, það hefur áður tekist á við flókna stöðu. Næsta skref eru kosningar, 30. nóvember, að loknu samtali við kjósendur um land allt, um framtíðina og sýnina fyrir Ísland. Ákall almennings eftir lausnum, vegna verðbólgu og vaxta, í efnahagsmálum, húsnæðismálum, í almannaþjónustu og fleiri mikilvægum málaflokkum heyrist skýrt. Við í VG teljum að það sé enginn lausn önnur en öflug félagshyggja, ekki séu aðrar leiðir færar til þess að takast á við raunverulegar áskoranir samtímans. Í anda félagslegs réttlætis, femínisma, friðar og grænna stjórnmála höldum við á fund kjósenda. Erindi VG er skýrt, við munum gera okkar til þess að vinstrið eigi öfluga rödd á Alþingi Íslendinga fáum við til þess umboð. Ég hlakka til! Sjáumst þarna úti.
Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Alþingi Forseti Íslands Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Halla féllst á beiðni Bjarna og rúmar sex vikur til kosninga Halla Tómasdóttir forseti féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í dag um þingrof. Kosið verður til Alþingis þann 30. nóvember næstkomandi. 15. október 2024 12:50 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira
Halla féllst á beiðni Bjarna og rúmar sex vikur til kosninga Halla Tómasdóttir forseti féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í dag um þingrof. Kosið verður til Alþingis þann 30. nóvember næstkomandi. 15. október 2024 12:50