Segir Mbappé steinhissa og aldrei án vitna Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2024 21:52 Kylian Mbappé kveðst saklaus. Getty/Gonzalo Arroyo Moreno Lögfræðingur Kylians Mbappé hafnar því alfarið að hann hafi gerst sekur um nauðgun í Svíþjóð á fimmtudaginn, og segir hann furðu lostinn yfir því að nafn hans sé í sænskum fjölmiðlum tengt við lögreglurannsókn. Sænska saksóknaraembættið hefur staðfest að nauðgunarmál sé til rannsóknar og sænskir miðlar á borð við Aftonbladet, Expressen og SVT fullyrða að hinn grunaði í málinu sé Mbappé sjálfur. Franska fótboltastjarnan heimsótti Svíþjóð í tvo daga og dvaldi á Bank-hótelinu í miðborginni, þar sem hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað samkvæmt frétt Aftonbladet. Blaðið segir lögreglu hafa borið fjölda kassa út af hótelinu á laugardaginn, eftir að tæknilið hafði rannsakað vettvanginn. Marie-Alix Canu-Bernard, lögfræðingur Mbappé, segir að hann sé hins vegar rólegur yfir málinu því hann „hafi ekkert gert af sér“, og er Mbappé mættur aftur til æfinga með Real Madrid. Hann hefur þegar lýst yfir sakleysi sínu á samfélagsmiðlum. „Hann vissi ekki af allri þessari fjölmiðlaumfjöllun en er alveg rólegur og skilur ekki um hvað hann er eiginlega sakaður,“ sagði Canu-Bernard við AFP í dag. „Hann er furðu lostinn að heyra að þetta gæti snúist um hann. Hann ákvað samt að fara á æfingu og bað okkur um að ganga í málið því það gengur ekki að ráðist sé á orðspor hans með þessum hætti. Þess vegna munum við líka leggja fram kvörtun vegna meiðyrða,“ sagði lögfræðingurinn. Þá sagðist hún enn ekkert hafa fengið að vita um hvort Mbappé væri í raun og veru sá sem grunaður væri um nauðgun. „Við lesum miðlana. Sænski saksóknarinn hefur gefið út yfirlýsingu, en þetta segir okkur ekki hvort að Kylian Mbappé liggi undir grun. Þess vegna hef ég engar upplýsingar til að staðfesta að það sé í raun og veru verið að ásaka hann,“ sagði lögfræðingurinn en bætti við að Mbappé myndi að sjálfsögðu sýna samvinnu ef hann lægi í raun og veru undir grun. Í viðtali við TF1 í Frakklandi sagði lögfræðingurinn það ómögulegt að Mbappé hefði gerst sekur um nauðgun. „Hann er aldrei einn. Það gerist ekki að hann bjóði upp á þannig aðstæður að hætta sé á einhverju svona. Þess vegna er algjörlega útilokað að hann hafi gert nokkuð saknæmt. Það er alveg öruggt.“ Fótbolti Kynferðisofbeldi Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira
Sænska saksóknaraembættið hefur staðfest að nauðgunarmál sé til rannsóknar og sænskir miðlar á borð við Aftonbladet, Expressen og SVT fullyrða að hinn grunaði í málinu sé Mbappé sjálfur. Franska fótboltastjarnan heimsótti Svíþjóð í tvo daga og dvaldi á Bank-hótelinu í miðborginni, þar sem hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað samkvæmt frétt Aftonbladet. Blaðið segir lögreglu hafa borið fjölda kassa út af hótelinu á laugardaginn, eftir að tæknilið hafði rannsakað vettvanginn. Marie-Alix Canu-Bernard, lögfræðingur Mbappé, segir að hann sé hins vegar rólegur yfir málinu því hann „hafi ekkert gert af sér“, og er Mbappé mættur aftur til æfinga með Real Madrid. Hann hefur þegar lýst yfir sakleysi sínu á samfélagsmiðlum. „Hann vissi ekki af allri þessari fjölmiðlaumfjöllun en er alveg rólegur og skilur ekki um hvað hann er eiginlega sakaður,“ sagði Canu-Bernard við AFP í dag. „Hann er furðu lostinn að heyra að þetta gæti snúist um hann. Hann ákvað samt að fara á æfingu og bað okkur um að ganga í málið því það gengur ekki að ráðist sé á orðspor hans með þessum hætti. Þess vegna munum við líka leggja fram kvörtun vegna meiðyrða,“ sagði lögfræðingurinn. Þá sagðist hún enn ekkert hafa fengið að vita um hvort Mbappé væri í raun og veru sá sem grunaður væri um nauðgun. „Við lesum miðlana. Sænski saksóknarinn hefur gefið út yfirlýsingu, en þetta segir okkur ekki hvort að Kylian Mbappé liggi undir grun. Þess vegna hef ég engar upplýsingar til að staðfesta að það sé í raun og veru verið að ásaka hann,“ sagði lögfræðingurinn en bætti við að Mbappé myndi að sjálfsögðu sýna samvinnu ef hann lægi í raun og veru undir grun. Í viðtali við TF1 í Frakklandi sagði lögfræðingurinn það ómögulegt að Mbappé hefði gerst sekur um nauðgun. „Hann er aldrei einn. Það gerist ekki að hann bjóði upp á þannig aðstæður að hætta sé á einhverju svona. Þess vegna er algjörlega útilokað að hann hafi gert nokkuð saknæmt. Það er alveg öruggt.“
Fótbolti Kynferðisofbeldi Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira