Kæru vinir og stuðningsfólk Halla Hrund Logadóttir skrifar 19. október 2024 09:01 Kæru vinir og stuðningsfólk, frá því ég man eftir mér hef ég verið knúin áfram af ástríðu fyrir landinu okkar, auðlindunum sem við eigum, og þeim tækifærum sem þær gefa okkur sem þjóð. Eins og þið vitið hef ég aldrei tilheyrt stjórnmálaflokki, því ég hef alltaf séð mig fyrst og fremst sem Íslending, sem vill vinna með fólki úr öllum áttum með hagsmuni landsins okkar að leiðarljósi. Í kosningabaráttunni í vor fékk ég tækifæri til að vinna með einstöku fólki úr öllum stjórnmálaflokkum sem brennur fyrir samfélaginu okkar. Það sýndi mér svo vel að það sem sameinar okkur er sterkara en það sem sundrar – ástin á landinu og framtíðarsýn um betri tíð. Það er einmitt þess vegna sem ég hef ákveðið að ganga til liðs við Framsókn. Að mínu mati er hann hvorki hægri né vinstri. Ég tengi flokkinn einnig sterkt við að vera einfaldlega eins og Íslendingur sem vill vinna ötullega að fyrir landið sitt enda er Framsókn elsti stjórnmálaflokkur landsins. Hann er flokkur sem leggur áherslu á samvinnu og málamiðlanir. Það skal vera nýr tónn stjórnmálanna og þannig vil ég vinna í Framsókn fyrir Ísland. Það sem knýr mig til þátttöku á sviði stjórnmálanna eru auðlindamálin. Þar stöndum við á mikilvægum tímamótum, og ég tel það vera skyldu mína að leggja mitt af mörkum til að tryggja að auðlindir okkar séu nýttar á skynsaman og sanngjarnan hátt og að ábati þeirra renni til samfélagsins. Ég vil vera vakin og sofin yfir verðmætunum sem við eigum í einstakri náttúrunni og þeim ólíku nytjum sem hún gefur; fyrir komandi kynslóðir um ókomna tíð. Ég bið um stuðning ykkar til að geta unnið að þessum málum. Hjarta mitt slær ekki síst fyrir landsbyggðina. Við megum aldrei missa sjónar á því að mikilvæg verðmæti – eins og fiskurinn í sjónum, orkan sem við treystum á, matvælin okkar og ferðaþjónustan – verða til víða um landið. Ég vil tryggja að allir landshlutar fái að taka þátt í þeirri þróun sem við upplifum í dag. Sterkir innviðir, fjölbreytt menningarlíf og atvinnumöguleikar um allt land skapa ekki aðeins betri lífskjör heldur líka fleiri spennandi tækifæri fyrir ungt fólk til að þroskast og vaxa hér heima. Samhliða vil ég efla áherslu á líðan og samkennd í samfélaginu okkar, þvert á stétt, uppruna og stöðu. Það skiptir máli að allir hafi möguleika á að tilheyra og finna sér farveg. Einstaklingshyggjan og einangrun hópa má ekki taka yfir. Við erum í samfélagi, og samvinna og þátttaka skiptir öllu. Húsnæðismálin eru mér einnig sérstakt hjartans mál því núverandi staða ýtir undir misskiptingu og sundrung. Það er ólíðandi að venjulegt fólk þurfi að keppa við fagfjárfesta á fasteignamarkaði. Slíkt ástand er ekki sjálfbært. Hér þarf skynsemi og stjórnmálamenn sem geta tekið ákvarðanir með almannahagsmuni í forgrunni. Ég trúi á jákvæðni, drifkraft og skapandi lausnir á öllum sviðum, frá innviðum til íþrótta, menningar og lista, sem kjarna hver við erum. Slíkur metnaður á öllum sviðum lýsir sjálfstæðri þjóð í sókn sem hlúir að fólkinu sínu og gæðum landsins fyrir framtíðina. Ég vonast eftir þínum stuðningi í þá vegferð og hlakka til samstarfs við Sigurð Inga og ykkur sem flest næstu vikurnar. Höfundur er líklegur oddviti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Framsóknarflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Halldór 05.04.2025 Halldór Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Kæru vinir og stuðningsfólk, frá því ég man eftir mér hef ég verið knúin áfram af ástríðu fyrir landinu okkar, auðlindunum sem við eigum, og þeim tækifærum sem þær gefa okkur sem þjóð. Eins og þið vitið hef ég aldrei tilheyrt stjórnmálaflokki, því ég hef alltaf séð mig fyrst og fremst sem Íslending, sem vill vinna með fólki úr öllum áttum með hagsmuni landsins okkar að leiðarljósi. Í kosningabaráttunni í vor fékk ég tækifæri til að vinna með einstöku fólki úr öllum stjórnmálaflokkum sem brennur fyrir samfélaginu okkar. Það sýndi mér svo vel að það sem sameinar okkur er sterkara en það sem sundrar – ástin á landinu og framtíðarsýn um betri tíð. Það er einmitt þess vegna sem ég hef ákveðið að ganga til liðs við Framsókn. Að mínu mati er hann hvorki hægri né vinstri. Ég tengi flokkinn einnig sterkt við að vera einfaldlega eins og Íslendingur sem vill vinna ötullega að fyrir landið sitt enda er Framsókn elsti stjórnmálaflokkur landsins. Hann er flokkur sem leggur áherslu á samvinnu og málamiðlanir. Það skal vera nýr tónn stjórnmálanna og þannig vil ég vinna í Framsókn fyrir Ísland. Það sem knýr mig til þátttöku á sviði stjórnmálanna eru auðlindamálin. Þar stöndum við á mikilvægum tímamótum, og ég tel það vera skyldu mína að leggja mitt af mörkum til að tryggja að auðlindir okkar séu nýttar á skynsaman og sanngjarnan hátt og að ábati þeirra renni til samfélagsins. Ég vil vera vakin og sofin yfir verðmætunum sem við eigum í einstakri náttúrunni og þeim ólíku nytjum sem hún gefur; fyrir komandi kynslóðir um ókomna tíð. Ég bið um stuðning ykkar til að geta unnið að þessum málum. Hjarta mitt slær ekki síst fyrir landsbyggðina. Við megum aldrei missa sjónar á því að mikilvæg verðmæti – eins og fiskurinn í sjónum, orkan sem við treystum á, matvælin okkar og ferðaþjónustan – verða til víða um landið. Ég vil tryggja að allir landshlutar fái að taka þátt í þeirri þróun sem við upplifum í dag. Sterkir innviðir, fjölbreytt menningarlíf og atvinnumöguleikar um allt land skapa ekki aðeins betri lífskjör heldur líka fleiri spennandi tækifæri fyrir ungt fólk til að þroskast og vaxa hér heima. Samhliða vil ég efla áherslu á líðan og samkennd í samfélaginu okkar, þvert á stétt, uppruna og stöðu. Það skiptir máli að allir hafi möguleika á að tilheyra og finna sér farveg. Einstaklingshyggjan og einangrun hópa má ekki taka yfir. Við erum í samfélagi, og samvinna og þátttaka skiptir öllu. Húsnæðismálin eru mér einnig sérstakt hjartans mál því núverandi staða ýtir undir misskiptingu og sundrung. Það er ólíðandi að venjulegt fólk þurfi að keppa við fagfjárfesta á fasteignamarkaði. Slíkt ástand er ekki sjálfbært. Hér þarf skynsemi og stjórnmálamenn sem geta tekið ákvarðanir með almannahagsmuni í forgrunni. Ég trúi á jákvæðni, drifkraft og skapandi lausnir á öllum sviðum, frá innviðum til íþrótta, menningar og lista, sem kjarna hver við erum. Slíkur metnaður á öllum sviðum lýsir sjálfstæðri þjóð í sókn sem hlúir að fólkinu sínu og gæðum landsins fyrir framtíðina. Ég vonast eftir þínum stuðningi í þá vegferð og hlakka til samstarfs við Sigurð Inga og ykkur sem flest næstu vikurnar. Höfundur er líklegur oddviti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun