Napoli vann leikinn 1-0 en markalaust var fyrsta rúma klukkutíma leiksins.
Þetta var þriðji sigurleikur Napoli í röð og jafnframt sá sjötti í síðustu sjö deildarleikjum. Liðið átti mikið vonbrigðartímabil í titilvörninni í fyrravetur en nú er allt annað að sjá liðið. Eftir 3-0 tap í fyrstu umferð þá hefur Napoli náð í 19 af 21 stigi í boði.
Eina mark leiksins í dag skoraði umræddur Kvaratskhelia úr vítaspyrnu á 63. mínútu leiksins. Miðjumaðurinn Matteo Politano fiskaði vítið. Þetta var fjórða deildarmark Kvaratskhelia í fyrstu átta leikjum tímabilsins.
Með þessum útisigri nær Napoli þriggja stiga forskoti á Juventus á toppi Seríu A.
Empoli er í ellefta sætinu en þetta var þó bara annað tap liðsins í fyrstu átta leikjunm.