Tíu börn með einkenni E.Coli-sýkingar Atli Ísleifsson skrifar 23. október 2024 09:09 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að E.Coli-smit sé staðfest hjá tveimur barnanna og í tilfellum annarra sé málið í vinnslu. Vísir/Arnar Tíu börn á leikskólanum Mánagarði höfðu í gærkvöldi leitað á sjúkrahús með einkenni E.Coli-sýkingar. Fjögur eru nú inniliggjandi til eftirlits og fjögur til viðbótar höfðu leitað á bráðamóttöku Landspítalans. Þetta staðfestir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Hún segir að sérstakur stýrihópur muni koma saman í dag til að kanna málið og taka ákvarðanir í framhaldinu. „Þetta getur verið alvarleg sýking og við vitum um þónokkur börn sem eru með einkenni. Það er því verið að fylgjast vel með þessu og kafa dýpra í málið.“ Mánagarður er leikskóli rekinn af Félagsstofnun stúdenta við Eggertsgötu í Vesturbæ Reykjavíkur. Mikilvægt að fylgjast með Guðrún segir að E.Coli-smit sé staðfest hjá tveimur barnanna og í tilfellum annarra sé málið í vinnslu. „Það sem þarf að hafa í huga, þeir sem hafa verið í kringum þetta, það er að fylgjast vel með börnunum sínum. Ef þau hafa einhver einkenni, sérstaklega uppköst, niðurgang sem er algengast, kviðverkir, hiti, þá þarf að leita til heilbrigðisþjónstunnar. Ef það eru klár einkenni, þá á að fara á Barnaspítalann. Það er líka hægt að hringja í heilsugæsluna þar sem hægt er að fá ráðgjöf.“ Yfirlett matartengt Guðrún segir að um sé að ræða bakteríu sem geti valdið alvarlegri meltingarsýkingu. „Oft gengur þetta yfir að sjálfu sér. Það á ekki að nota nein sýklalyf gegn þessu. Þetta er matartengd sýking yfirleitt. Þetta er svokölluð súna, þannig að þessi baktería kemur upprunalega frá dýrum. Getur komið beint frá dýrum en oftast er þetta matartengt. Þetta getur líka verið í vatni, en er helst í nautakjöti, salati. Þetta er því spurning um hreinlæti og meðhöndlun matar.“ Hægt er að lesa um E.Coli-bakteríu og meðhöndlun á vef embættis landlæknis og Matvælastofnunar. Leikskólar Reykjavík Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Heilbrigðiseftirlit E. coli-sýking á Mánagarði Tengdar fréttir Segist ekki geta tjáð sig um innlagnir vegna E. coli sýkingar „Við erum rétt mætt og að fara yfir stöðuna,“ segir Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri Mánagarðs, sem var lokað í gær vegna alvarlegrar E. coli sýkingar. 23. október 2024 07:58 Leikskóla lokað vegna E.coli sýkingar Leikskólanum Mánagarði í Reykjavík hefur verið lokað samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis vegna alvarlegrar E.coli sýkingar. Þetta herma heimildir fréttastofu. 23. október 2024 00:03 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Sjá meira
Þetta staðfestir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Hún segir að sérstakur stýrihópur muni koma saman í dag til að kanna málið og taka ákvarðanir í framhaldinu. „Þetta getur verið alvarleg sýking og við vitum um þónokkur börn sem eru með einkenni. Það er því verið að fylgjast vel með þessu og kafa dýpra í málið.“ Mánagarður er leikskóli rekinn af Félagsstofnun stúdenta við Eggertsgötu í Vesturbæ Reykjavíkur. Mikilvægt að fylgjast með Guðrún segir að E.Coli-smit sé staðfest hjá tveimur barnanna og í tilfellum annarra sé málið í vinnslu. „Það sem þarf að hafa í huga, þeir sem hafa verið í kringum þetta, það er að fylgjast vel með börnunum sínum. Ef þau hafa einhver einkenni, sérstaklega uppköst, niðurgang sem er algengast, kviðverkir, hiti, þá þarf að leita til heilbrigðisþjónstunnar. Ef það eru klár einkenni, þá á að fara á Barnaspítalann. Það er líka hægt að hringja í heilsugæsluna þar sem hægt er að fá ráðgjöf.“ Yfirlett matartengt Guðrún segir að um sé að ræða bakteríu sem geti valdið alvarlegri meltingarsýkingu. „Oft gengur þetta yfir að sjálfu sér. Það á ekki að nota nein sýklalyf gegn þessu. Þetta er matartengd sýking yfirleitt. Þetta er svokölluð súna, þannig að þessi baktería kemur upprunalega frá dýrum. Getur komið beint frá dýrum en oftast er þetta matartengt. Þetta getur líka verið í vatni, en er helst í nautakjöti, salati. Þetta er því spurning um hreinlæti og meðhöndlun matar.“ Hægt er að lesa um E.Coli-bakteríu og meðhöndlun á vef embættis landlæknis og Matvælastofnunar.
Leikskólar Reykjavík Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Heilbrigðiseftirlit E. coli-sýking á Mánagarði Tengdar fréttir Segist ekki geta tjáð sig um innlagnir vegna E. coli sýkingar „Við erum rétt mætt og að fara yfir stöðuna,“ segir Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri Mánagarðs, sem var lokað í gær vegna alvarlegrar E. coli sýkingar. 23. október 2024 07:58 Leikskóla lokað vegna E.coli sýkingar Leikskólanum Mánagarði í Reykjavík hefur verið lokað samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis vegna alvarlegrar E.coli sýkingar. Þetta herma heimildir fréttastofu. 23. október 2024 00:03 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Sjá meira
Segist ekki geta tjáð sig um innlagnir vegna E. coli sýkingar „Við erum rétt mætt og að fara yfir stöðuna,“ segir Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri Mánagarðs, sem var lokað í gær vegna alvarlegrar E. coli sýkingar. 23. október 2024 07:58
Leikskóla lokað vegna E.coli sýkingar Leikskólanum Mánagarði í Reykjavík hefur verið lokað samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis vegna alvarlegrar E.coli sýkingar. Þetta herma heimildir fréttastofu. 23. október 2024 00:03