„Skrýtin tilhugsun að maður komi frá svona litlum bæ“ Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2024 09:02 Sædís Rún Heiðarsdóttir hefur meðal annars mætt Arsenal og Juventus í Meistaradeild Evrópu í haust. Getty/Marius Simensen Það hefur ekki verið eilífur dans á rósum en landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir hefur verið að upplifa draum sinn á þessu ári, sem atvinnumaður í fótbolta, og hún afrekaði um helgina að verða Noregsmeistari með liði sínu Vålerenga í fyrstu tilraun. Nú er hún mætt til Bandaríkjanna til að spila við Ólympíumeistarana. Sædís flutti til Noregs síðasta vetur, þá 19 ára gömul, eftir að hafa spilað fjögur tímabil með Stjörnunni í Garðabæ. Þar áður spilaði hún fyrir uppeldisfélag sitt í Ólafsvík og þessi sparkvissi bakvörður kveðst stolt af því sem hún hefur þegar afrekað, sem atvinnumaður og nú leikmaður íslenska landsliðsins sem statt er í Bandaríkjunum til að mæta þar heimakonum í tveimur leikjum. Vålerenga varð Noregsmeistari á sunnudaginn þrátt fyrir að enn séu þrjár umferðir eftir af deildinni, og á eftir bikarúrslitaleik við Roenborg og Meistaradeildarleiki við Bayern München, Juventus og Arsenal fram að jólum. „Þetta hefur verið mjög gott. Við náðum gullinu, meira að segja frekar snemma og fyrr en ég átti von á, og komumst í Meistaradeildina sem var alltaf markmiðið. Þetta er klúbbur með háleit markmið, eins og ég vissi, og þetta hefur gengið eins og í sögu hingað til,“ sagði Sædís. „Það var auðvitað vel fagnað [eftir að titillinn var í höfn] en svo vorum við margar að fara í landsliðsverkefni svo þetta var kannski ekki góður tímapunktur til að klára þetta,“ sagði Sædís hlæjandi. „En það var auðvitað fagnað og gott að klára þetta svona snemma, svo hægt sé að leggja enn meiri fókus á Meistaradeildina því við erum að spila marga leiki.“ View this post on Instagram A post shared by Toppserien | Norges øverste liga for kvinnefotball (@toppserien) Meðvituð um að þetta yrði erfitt Eins og fyrr segir eru leikirnir í Meistaradeildinni við kunnugleg stórlið: „Það er alltaf gaman að spila stóra leiki, það eru leikirnir sem maður vill spila, og við erum að spila þá á geggjuðum leikvöngum og gegn geggjuðum leikmönnum.“ Sædís segist hafa verið meðvituð um að það gæti orðið erfitt og tímafrekt að aðlagast nýju lífi í Noregi: „Þetta hefur verið svolítið eins og ég bjóst við. Maður hefur alltaf heyrt að þetta sé ótrúlega erfitt – erfitt að vera í burtu frá öllum og slíkt. Það var það alveg í byrjun en svo er þetta eitthvað sem maður venst. Og þetta er það sem maður vill gera.“ Sædís Rún Heiðarsdóttir hefur nú leikið níu A-landsleiki, eftir að hafa áður verið fyrirliði U19-landsliðsins og spilað með því tuttugu leiki, þar á meðal í lokakeppni EM í fyrra.Getty/Marco Steinbrenner Skrýtin tilhugsun en mjög skemmtilegt „Draumurinn var alltaf að vinna við fótbolta og maður er að gera það núna, svo það eru bara forréttindi. Það er skrýtin tilhugsun að maður komi frá svona litlum bæ og sé núna að spila erlendis, en mér finnst það bara mjög skemmtilegt. Ég er mjög sátt með mína stöðu í liðinu. Við erum með gríðarlega sterkan hóp og það er eitthvað sem klúbburinn gerði mjög vel því leikjaálagið er mjög mikið. Við rúllum því liðinu frekar mikið en ég hef spilað helling og er bara sátt, þó að auðvitað vilji maður alltaf meira og stefni á það. En miðað við fyrsta tímabil í atvinnumennsku hefur þetta verið mjög flott og gott skref.“ „Spennandi að sjá hvar við stöndum miðað við þær“ Sædís ræddi við Vísi í gegnum tölvuna frá Texas í Bandaríkjunum. Þar hefur landsliðið verið við æfingar frá því á mánudag en liðið mætir Bandaríkjunum á Q2-leikvanginum í Austin klukkan 23:30 í kvöld að íslenskum tíma. Liðin mætast svo aftur í Nashville í Tennessee á sunnudaginn. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt verkefni og það verður gaman að sjá hvar við stöndum. Það er mikilvægt að fá þetta próf og ég held það verði ótrúlega spennandi að sjá hvar við stöndum miðað við þær, þar sem að þær eiga að vera þær bestu,“ sagði Sædís. Sædís Rún Heiðarsdóttir var í byrjunarliði Íslands gegn Þýskalandi ytra í apríl.Getty/Tobias Giesen „Ég held að þær muni ekki sýna okkur neina vægð og það sama má segja um okkur. Þetta eru tveir leikir og við fáum ekkert of marga æfingaleiki, svo að við verðum að nýta þá eins vel og við getum og gera þetta af alvöru.“ Með því að tryggja sig beint inn á EM 2025 í Sviss, með því að vinna Þýskaland og Austurríki í sumar, slapp íslenska landsliðið við umspil sem önnur lið þurfa nú að glíma við. Í staðinn getur Ísland einbeitt sér að undirbúningi fyrir EM næsta sumar, sem væntanlega verður fyrsta stórmót Sædísar með A-landsliðinu. Hún var fyrirliði U19-landsliðsins á EM í fyrrasumar. „Ég held að það geri okkur gott að fá þessa leiki, sérstaklega á móti svona sterkum liðum, fyrst við erum búnar að tryggja okkur inn á EM. Markmiðið var alltaf að komast beint þangað, án þess að fara í þetta umspil, og ég held að það sé mjög fínt. Maður er alltaf með EM á bakvið eyrað en það gefst ekki mikill tími til að hugsa um það, því það er svo mikið af öðrum verkefnum, en mann kitlar í fingurna að tíminn líði nógu fljótt.“ Norski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Sjá meira
Sædís flutti til Noregs síðasta vetur, þá 19 ára gömul, eftir að hafa spilað fjögur tímabil með Stjörnunni í Garðabæ. Þar áður spilaði hún fyrir uppeldisfélag sitt í Ólafsvík og þessi sparkvissi bakvörður kveðst stolt af því sem hún hefur þegar afrekað, sem atvinnumaður og nú leikmaður íslenska landsliðsins sem statt er í Bandaríkjunum til að mæta þar heimakonum í tveimur leikjum. Vålerenga varð Noregsmeistari á sunnudaginn þrátt fyrir að enn séu þrjár umferðir eftir af deildinni, og á eftir bikarúrslitaleik við Roenborg og Meistaradeildarleiki við Bayern München, Juventus og Arsenal fram að jólum. „Þetta hefur verið mjög gott. Við náðum gullinu, meira að segja frekar snemma og fyrr en ég átti von á, og komumst í Meistaradeildina sem var alltaf markmiðið. Þetta er klúbbur með háleit markmið, eins og ég vissi, og þetta hefur gengið eins og í sögu hingað til,“ sagði Sædís. „Það var auðvitað vel fagnað [eftir að titillinn var í höfn] en svo vorum við margar að fara í landsliðsverkefni svo þetta var kannski ekki góður tímapunktur til að klára þetta,“ sagði Sædís hlæjandi. „En það var auðvitað fagnað og gott að klára þetta svona snemma, svo hægt sé að leggja enn meiri fókus á Meistaradeildina því við erum að spila marga leiki.“ View this post on Instagram A post shared by Toppserien | Norges øverste liga for kvinnefotball (@toppserien) Meðvituð um að þetta yrði erfitt Eins og fyrr segir eru leikirnir í Meistaradeildinni við kunnugleg stórlið: „Það er alltaf gaman að spila stóra leiki, það eru leikirnir sem maður vill spila, og við erum að spila þá á geggjuðum leikvöngum og gegn geggjuðum leikmönnum.“ Sædís segist hafa verið meðvituð um að það gæti orðið erfitt og tímafrekt að aðlagast nýju lífi í Noregi: „Þetta hefur verið svolítið eins og ég bjóst við. Maður hefur alltaf heyrt að þetta sé ótrúlega erfitt – erfitt að vera í burtu frá öllum og slíkt. Það var það alveg í byrjun en svo er þetta eitthvað sem maður venst. Og þetta er það sem maður vill gera.“ Sædís Rún Heiðarsdóttir hefur nú leikið níu A-landsleiki, eftir að hafa áður verið fyrirliði U19-landsliðsins og spilað með því tuttugu leiki, þar á meðal í lokakeppni EM í fyrra.Getty/Marco Steinbrenner Skrýtin tilhugsun en mjög skemmtilegt „Draumurinn var alltaf að vinna við fótbolta og maður er að gera það núna, svo það eru bara forréttindi. Það er skrýtin tilhugsun að maður komi frá svona litlum bæ og sé núna að spila erlendis, en mér finnst það bara mjög skemmtilegt. Ég er mjög sátt með mína stöðu í liðinu. Við erum með gríðarlega sterkan hóp og það er eitthvað sem klúbburinn gerði mjög vel því leikjaálagið er mjög mikið. Við rúllum því liðinu frekar mikið en ég hef spilað helling og er bara sátt, þó að auðvitað vilji maður alltaf meira og stefni á það. En miðað við fyrsta tímabil í atvinnumennsku hefur þetta verið mjög flott og gott skref.“ „Spennandi að sjá hvar við stöndum miðað við þær“ Sædís ræddi við Vísi í gegnum tölvuna frá Texas í Bandaríkjunum. Þar hefur landsliðið verið við æfingar frá því á mánudag en liðið mætir Bandaríkjunum á Q2-leikvanginum í Austin klukkan 23:30 í kvöld að íslenskum tíma. Liðin mætast svo aftur í Nashville í Tennessee á sunnudaginn. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt verkefni og það verður gaman að sjá hvar við stöndum. Það er mikilvægt að fá þetta próf og ég held það verði ótrúlega spennandi að sjá hvar við stöndum miðað við þær, þar sem að þær eiga að vera þær bestu,“ sagði Sædís. Sædís Rún Heiðarsdóttir var í byrjunarliði Íslands gegn Þýskalandi ytra í apríl.Getty/Tobias Giesen „Ég held að þær muni ekki sýna okkur neina vægð og það sama má segja um okkur. Þetta eru tveir leikir og við fáum ekkert of marga æfingaleiki, svo að við verðum að nýta þá eins vel og við getum og gera þetta af alvöru.“ Með því að tryggja sig beint inn á EM 2025 í Sviss, með því að vinna Þýskaland og Austurríki í sumar, slapp íslenska landsliðið við umspil sem önnur lið þurfa nú að glíma við. Í staðinn getur Ísland einbeitt sér að undirbúningi fyrir EM næsta sumar, sem væntanlega verður fyrsta stórmót Sædísar með A-landsliðinu. Hún var fyrirliði U19-landsliðsins á EM í fyrrasumar. „Ég held að það geri okkur gott að fá þessa leiki, sérstaklega á móti svona sterkum liðum, fyrst við erum búnar að tryggja okkur inn á EM. Markmiðið var alltaf að komast beint þangað, án þess að fara í þetta umspil, og ég held að það sé mjög fínt. Maður er alltaf með EM á bakvið eyrað en það gefst ekki mikill tími til að hugsa um það, því það er svo mikið af öðrum verkefnum, en mann kitlar í fingurna að tíminn líði nógu fljótt.“
Norski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Sjá meira