Theodór Elmar hættir og verður aðstoðarþjálfari Valur Páll Eiríksson skrifar 23. október 2024 15:18 Theodór Elmar handsalar samning sem nýr aðstoðarþjálfari við aðalþjálfarann Óskar Hrafn. Mynd/KR Theodór Elmar Bjarnason, leikmaður KR, mun leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir leik KR við HK í Bestu deild karla í fótbolta á laugardag. Hann tekur sæti í þjálfarateymis Vesturbæjarfélagsins. Theodór Elmar ræddi möguleikann á því að hætta fyrr í sumar þegar hræðsla var um að hann hefði slitið krossband. Í ljós kom að meiðsli hans voru ekki eins alvarleg og óttast var og hefur hann leikið áfram með KR í sumar. Hann mun hins vegar ekki spila með liðinu á næsta ári eftir því sem kemur fram í yfirlýsingu KR. Hann mun leggja skóna á hilluna eftir lokaleik tímabilsins við HK á laugardag en heldur þó föstu fyrir í Vesturbænum. Hann verður aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar með karlalið félagsins. „Ég legg skóna sáttur á hilluna eftir farsælan og ógleymanlegan feril. Ég hef fengið að upplifa ólíka menningarheima og geng sáttur frá borði. Ég vil þakka öllum stuðningsmönnum, leikmönnum, þjálfurum, starfsmönnum og síðast en ekki síst fjölskyldu minni fyrir þolinmæðina og stuðninginn. Ég get ekki sagt annað en að ég sé spenntur fyrir komandi verkefnum,“ er haft eftir Theodóri Elmari, eða Emma, í yfirlýsingu KR. Theodór Elmar hóf ferilinn hjá KR en hélt ungur að árum til Celtic ásamt Kjartani Henry Finnbogasyni árið 2004. Hann spilaði fyrir félög í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Tyrklandi og Grikklandi áður en hann hélt heim sumarið 2021 og hefur leikið með KR síðan. Hann spilaði 41 landsleik fyrir Íslands hönd og var meðal leikmanna á fyrsta stórmóti karlalandsliðsins, á EM 2016 þar sem Ísland fór í 8-liða úrslit. Hann lagði upp frægt sigurmark Arnórs Ingva Traustasonar í leik Íslands við Austurríki í riðlakeppninni á því móti. Samhliða því að spila fyrir KR hefur Theodór Elmar þjálfað 2. flokk KR í sumar ásamt Valþóri Hilmari Halldórssyni. Nú þegar skórnir fara á hilluna frægu mun hann nú snúa sér alfarið að þjálfun og aðstoða Óskar með meistaraflokkinn. „Það er fagnaðarefni að fá Emma inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla. Þekking hans og reynsla mun verða mikilvæg fyrir leikmannahópinn og við hlökkum til að sjá hann þroskast og dafna í nýju hlutverki,“ er haft eftir Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara KR, í yfirlýsingunni. Hana má sjá í heild sinni að neðan. KR mætir HK í lokaleik Emma á ferlinum, þó ekki á KR-velli, sem er óleikhæfur. Leikurinn er klukkan 14:00 á laugardag og fer fram á heimavelli Þróttar í Laugardal. KR Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Theodór Elmar ræddi möguleikann á því að hætta fyrr í sumar þegar hræðsla var um að hann hefði slitið krossband. Í ljós kom að meiðsli hans voru ekki eins alvarleg og óttast var og hefur hann leikið áfram með KR í sumar. Hann mun hins vegar ekki spila með liðinu á næsta ári eftir því sem kemur fram í yfirlýsingu KR. Hann mun leggja skóna á hilluna eftir lokaleik tímabilsins við HK á laugardag en heldur þó föstu fyrir í Vesturbænum. Hann verður aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar með karlalið félagsins. „Ég legg skóna sáttur á hilluna eftir farsælan og ógleymanlegan feril. Ég hef fengið að upplifa ólíka menningarheima og geng sáttur frá borði. Ég vil þakka öllum stuðningsmönnum, leikmönnum, þjálfurum, starfsmönnum og síðast en ekki síst fjölskyldu minni fyrir þolinmæðina og stuðninginn. Ég get ekki sagt annað en að ég sé spenntur fyrir komandi verkefnum,“ er haft eftir Theodóri Elmari, eða Emma, í yfirlýsingu KR. Theodór Elmar hóf ferilinn hjá KR en hélt ungur að árum til Celtic ásamt Kjartani Henry Finnbogasyni árið 2004. Hann spilaði fyrir félög í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Tyrklandi og Grikklandi áður en hann hélt heim sumarið 2021 og hefur leikið með KR síðan. Hann spilaði 41 landsleik fyrir Íslands hönd og var meðal leikmanna á fyrsta stórmóti karlalandsliðsins, á EM 2016 þar sem Ísland fór í 8-liða úrslit. Hann lagði upp frægt sigurmark Arnórs Ingva Traustasonar í leik Íslands við Austurríki í riðlakeppninni á því móti. Samhliða því að spila fyrir KR hefur Theodór Elmar þjálfað 2. flokk KR í sumar ásamt Valþóri Hilmari Halldórssyni. Nú þegar skórnir fara á hilluna frægu mun hann nú snúa sér alfarið að þjálfun og aðstoða Óskar með meistaraflokkinn. „Það er fagnaðarefni að fá Emma inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla. Þekking hans og reynsla mun verða mikilvæg fyrir leikmannahópinn og við hlökkum til að sjá hann þroskast og dafna í nýju hlutverki,“ er haft eftir Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara KR, í yfirlýsingunni. Hana má sjá í heild sinni að neðan. KR mætir HK í lokaleik Emma á ferlinum, þó ekki á KR-velli, sem er óleikhæfur. Leikurinn er klukkan 14:00 á laugardag og fer fram á heimavelli Þróttar í Laugardal.
KR Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira