Íslenski boltinn

Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Frikki og aðrir tökumenn Stöðvar 2 Sports verða vel vopnaðir í sumar.
Frikki og aðrir tökumenn Stöðvar 2 Sports verða vel vopnaðir í sumar.

Íslenska fótboltasumarið er handan við hornið. Þið vitið hvað það þýðir. Það þarf að þurrka linsurnar á myndavélunum. Oft.

Í besta deildar auglýsingu Stöðvar 2 Sports fyrir sumarið er sjónum beint að hetjunum á bak við vélarnar sem standa þar í öllum veðrum íslenska sumarsins.

Klippa: Besta auglýsing Stöðvar 2 Sports

Stjórnendur uppgjörsþátta stöðvarinnar koma heldur betur færandi hendi fyrir sumarið með glænýja klúta fyrir tökumennina. Við sjáum því meira af leikjunum í sumar.

Þeir koma líklega í góðar þarfir er Besta deild karla hefst næstkomandi laugardag. Upphitunarþáttur deildarinnar er á dagskrá næstkomandi fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×