Allt næsta ár undir til að halda byltingunni áfram Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. október 2024 11:49 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vísir/Vilhelm Hátt í fjörutíu samtök munu í dag afhenda formönnum stjórnmálaflokkanna kröfugerð og krefjast aðgerða svo ná megi fullu jafnrétti. Stefnt er að fjölbreyttri dagskrá allt næsta ár, þegar 50 ár verða liðin frá fyrsta Kvennafrídeginum. Um er að ræða 36 samtök femínista, kvenna, launafólks, hinsegin fólks og fatlaðs fólks, sem vilja fylgja eftir þeirri samstöðu sem skapaðist í kvennaverkfalli síðasta árs. Það gera þau undir yfirskriftinni Kvennaár 2025. „Við erum búin að ydda kröfurnar sem þar voru gerðar, og ætlum að leggja þær fram í kvöld og afhenda formönnum stjórnmálaflokkanna. Það eru sjö búnir að staðfesta komu sína. Við erum auðvitað að gera þá kröfu að þau bæði grípi til breytinga á lögum og aðgerða þannig að tryggja megi jafnrétti kynjanna,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sem er á meðal þeirra samtaka sem standa að Kvennaári 2025. Þriðja vaktin meðal umfjöllunarefna Sonja segir að skipta megi kröfunum í þrjá meginþætti. „Að það þurfi að útrýma kynbundnu ofbeldi og launamisrétti, og síðan að það þurfi að stuðla að því að konur beri ekki meginábyrgðina á svokölluðum ólaunuðum störfum. Sem eru þá eins og að sinna börnum og heimili, heldur að því sé skipt jafnt á milli kynjanna.“ Kröfugerðin verður afhent á blaðamannafundi í Bíó Paradís á Hverfisgötu klukkan hálf sjö í kvöld. Í kjölfar þess hefst frumsýning á heimildamyndinni Dagurinn sem Ísland stöðvaðist eftir Pamelu Hogan og Hrafnhildi Gunnarsdóttur, en hún fjallar um Kvennafríið 1975. Allt næsta ár undir Yfirskriftin Kvennaár 2025 vísar til þess að á næsta ári eru 50 ár liðin frá fyrsta kvennafríinu. . „Árið 1975 var allt árið lagt undir. Við erum að undirbúa það sömuleiðis, og munum kynna það í upphafi næsta árs, fjölbreytta dagskrá til að halda byltingunni áfram,“ segir Sonja Ýr. Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Um er að ræða 36 samtök femínista, kvenna, launafólks, hinsegin fólks og fatlaðs fólks, sem vilja fylgja eftir þeirri samstöðu sem skapaðist í kvennaverkfalli síðasta árs. Það gera þau undir yfirskriftinni Kvennaár 2025. „Við erum búin að ydda kröfurnar sem þar voru gerðar, og ætlum að leggja þær fram í kvöld og afhenda formönnum stjórnmálaflokkanna. Það eru sjö búnir að staðfesta komu sína. Við erum auðvitað að gera þá kröfu að þau bæði grípi til breytinga á lögum og aðgerða þannig að tryggja megi jafnrétti kynjanna,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sem er á meðal þeirra samtaka sem standa að Kvennaári 2025. Þriðja vaktin meðal umfjöllunarefna Sonja segir að skipta megi kröfunum í þrjá meginþætti. „Að það þurfi að útrýma kynbundnu ofbeldi og launamisrétti, og síðan að það þurfi að stuðla að því að konur beri ekki meginábyrgðina á svokölluðum ólaunuðum störfum. Sem eru þá eins og að sinna börnum og heimili, heldur að því sé skipt jafnt á milli kynjanna.“ Kröfugerðin verður afhent á blaðamannafundi í Bíó Paradís á Hverfisgötu klukkan hálf sjö í kvöld. Í kjölfar þess hefst frumsýning á heimildamyndinni Dagurinn sem Ísland stöðvaðist eftir Pamelu Hogan og Hrafnhildi Gunnarsdóttur, en hún fjallar um Kvennafríið 1975. Allt næsta ár undir Yfirskriftin Kvennaár 2025 vísar til þess að á næsta ári eru 50 ár liðin frá fyrsta kvennafríinu. . „Árið 1975 var allt árið lagt undir. Við erum að undirbúa það sömuleiðis, og munum kynna það í upphafi næsta árs, fjölbreytta dagskrá til að halda byltingunni áfram,“ segir Sonja Ýr.
Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira