„Við þurfum að losa okkur við það fólk“ Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2024 15:23 Bjarni Benediktsson er kominn í kosningaham. Hann ræddi meðal annars útlendingamálin hispurslaust í hlaðvarpsþættinum Ein pæling. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stoppa þurfi þá sem sækja um vernd á Íslandi en koma hingað fyrst og fremst til að fremja glæpi. Þetta segir Bjarni í nýútkomnum hlaðvarpsþætti Þórarins Hjartarsonar Einni pælingu. Þar fór hann mikinn og sagði meðal annars að Norðurlöndin eigi það sammerkt að hafa kross í fána sínum. Einfaldlega vegna þess að mikilvægt sé að viðhalda kristnum gildum og menningu. Að gefnu tilefni er vert að nefna að þar sem Bjarni ræðir um blöndun menningarheima misritaðist í fyrstu útgáfu fréttarinnar að hann hefði sagt blöndun kynþátta. Beðist er afsökunar á þessum leiðu mistökum. Vill gjalda varhug við moskubyggingum Bjarni var spurður um hvað honum þætti um það að byggðar væru moskur á Íslandi. „Ég held að við þurfum bara að fara mjög varlega í því. Vegna þess að mjög oft er um að ræða fjármagn sem kemur að utan og er að koma til landsins í þeim tilgangi að ýta undir og efla útbreiðslu viðkomandi trúarbragða á sama tíma og við viljum standa vörð um kirkju og okkar menningarlega og trúarlegan arf. Já ég myndi gjalda varhug við því.“ Bjarni sagði að við hefðum miklu að tapa yrði hér of mikil blöndun menningarheima eins og gerst hafi á Norðurlöndum. „Dapurt að horfa upp á þetta. Börn sem koma frá öðrum menningarheim og neita að taka í höndina á kvenkyns kennurum.“ Bjarni sagði að við hefðum ekki stjórn á landamærum okkar og vandinn snúi meðal annars að því. „Og hins vegar að þeim sem eru komnir í slæmum tilgangi. Þeir eru ekkert endilega að leita að hæli. Þeir eru bara að koma inn í samfélag þar sem er velmegun og ætla að fremja glæpi.“ Þetta er bara ískaldur raunveruleikinn Bjarni segir að það þurfi að sigta sérstaklega út þá sem líklegir eru til að koma hingað gagngert til að fremja glæpi. „Við þurfum að losa okkur við það fólk. Til þess að við getum upplifað þetta samfélag sem að við vorum að tala um áðan til lengri tíma. Bjarni sagði nauðsynlegt að hægt sé að losa sig við einstaklinga sem hingað koma að því er virðist gagngert til að fremja glæpi.Ein pæling Að það sé gott að búa hérna. Þú finnir að þú sért í öruggu samfélagi. Þú hafir ekki áhyggjur af því að skilja gluggann eftir opinn að næturlagi þó svo að þú þurfir að sýna heilbrigða skynsemi.“ Þá sagði Bjarni að þú yrðir að geta treyst því að börnin komist óhult í skólann, að þau geti farið á reiðhjóli í nærumhverfið án þess að þú þurfir að vera með hnút í maganum. „Ég meina þetta eru lífsgæðin sem við þurfum að verja hérna. Og þetta eru lífsgæðin sem að eru horfin á víða Norðurlöndunum. Á ákveðnum svæðum því miður. Það er bara ískaldi raunveruleikinn. Til þess að passa upp á þetta þurfum við áfram að vera með augun opin.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Hlaðvörp Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Þetta segir Bjarni í nýútkomnum hlaðvarpsþætti Þórarins Hjartarsonar Einni pælingu. Þar fór hann mikinn og sagði meðal annars að Norðurlöndin eigi það sammerkt að hafa kross í fána sínum. Einfaldlega vegna þess að mikilvægt sé að viðhalda kristnum gildum og menningu. Að gefnu tilefni er vert að nefna að þar sem Bjarni ræðir um blöndun menningarheima misritaðist í fyrstu útgáfu fréttarinnar að hann hefði sagt blöndun kynþátta. Beðist er afsökunar á þessum leiðu mistökum. Vill gjalda varhug við moskubyggingum Bjarni var spurður um hvað honum þætti um það að byggðar væru moskur á Íslandi. „Ég held að við þurfum bara að fara mjög varlega í því. Vegna þess að mjög oft er um að ræða fjármagn sem kemur að utan og er að koma til landsins í þeim tilgangi að ýta undir og efla útbreiðslu viðkomandi trúarbragða á sama tíma og við viljum standa vörð um kirkju og okkar menningarlega og trúarlegan arf. Já ég myndi gjalda varhug við því.“ Bjarni sagði að við hefðum miklu að tapa yrði hér of mikil blöndun menningarheima eins og gerst hafi á Norðurlöndum. „Dapurt að horfa upp á þetta. Börn sem koma frá öðrum menningarheim og neita að taka í höndina á kvenkyns kennurum.“ Bjarni sagði að við hefðum ekki stjórn á landamærum okkar og vandinn snúi meðal annars að því. „Og hins vegar að þeim sem eru komnir í slæmum tilgangi. Þeir eru ekkert endilega að leita að hæli. Þeir eru bara að koma inn í samfélag þar sem er velmegun og ætla að fremja glæpi.“ Þetta er bara ískaldur raunveruleikinn Bjarni segir að það þurfi að sigta sérstaklega út þá sem líklegir eru til að koma hingað gagngert til að fremja glæpi. „Við þurfum að losa okkur við það fólk. Til þess að við getum upplifað þetta samfélag sem að við vorum að tala um áðan til lengri tíma. Bjarni sagði nauðsynlegt að hægt sé að losa sig við einstaklinga sem hingað koma að því er virðist gagngert til að fremja glæpi.Ein pæling Að það sé gott að búa hérna. Þú finnir að þú sért í öruggu samfélagi. Þú hafir ekki áhyggjur af því að skilja gluggann eftir opinn að næturlagi þó svo að þú þurfir að sýna heilbrigða skynsemi.“ Þá sagði Bjarni að þú yrðir að geta treyst því að börnin komist óhult í skólann, að þau geti farið á reiðhjóli í nærumhverfið án þess að þú þurfir að vera með hnút í maganum. „Ég meina þetta eru lífsgæðin sem við þurfum að verja hérna. Og þetta eru lífsgæðin sem að eru horfin á víða Norðurlöndunum. Á ákveðnum svæðum því miður. Það er bara ískaldi raunveruleikinn. Til þess að passa upp á þetta þurfum við áfram að vera með augun opin.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Hlaðvörp Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira